Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán

Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.

Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Auglýsing

Péter Már­ki-Zay verður for­sæt­is­ráð­herra­efni ung­versku stjórn­ar­and­stöð­unnar í þing­kosn­ingum sem fram fara í land­inu á næsta ári, en hann hafði betur í seinni umferð for­vals stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sem lauk í gær.

Már­ki-Zay, sem er óflokks­bund­inn íhalds­maður og borg­ar­stjóri í lít­illi borg sem heitir Hódmezővá­sár­hely, hafði betur gegn Klöru Dobrev, leið­toga Lýð­ræð­is­banda­lags­ins, í seinni umferð leið­toga­kjörs­ins, með 57 pró­sentum atkvæða.

Naut stuðn­ings borg­ar­stjór­ans í Búda­pest

Dobrev, sem er vara­for­seti Evr­ópu­þings­ins, hlaut flest atkvæði í fyrri umferð for­vals­ins. Í kjöl­far þess að hún vann þann sigur ákvað Gerg­ely Karác­sony, borg­ar­stjóri í Búda­pest, sem ásamt þeim tveimur vann sér einnig inn þátt­töku­rétt í seinni umferð­inni, að draga sig úr bar­átt­unni og lýsa yfir stuðn­ingi við Már­ki-Zay, sem hlaut að end­ingu meiri­hluta atkvæð­anna.

Stuðn­ingur við Már­ki-Zay var einmitt yfir­gnæf­andi í Búda­pest, á meðan að Dobrev naut meira fylgis í dreif­býli.

Auglýsing

Hann mun því leiða kosn­inga­banda­lag sex stærstu flokk­anna í ung­versku stjórn­ar­and­stöð­unni, sem sett hefur verið saman til höf­uðs Vikt­ori Orbán og Fidesz-­flokki hans, sem hefur verið við völd í rúman ára­tug.

Full­trúi sam­einaðrar stjórn­ar­and­stöðu í borg­ar­stjórn

Már­ki-Zay er ekki ókunn­ugur því að takast á við Fidesz-­flokk­inn, því hann var einmitt full­trúi sam­einaðrar stjórn­ar­and­stöðu í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Hódmezővá­sár­hely, sem er lítil borg í sunn­an­verðu Ung­verja­landi, árið 2018.

Þar náði hann að hafa bet­ur, þrátt fyrir að Fidesz-­flokk­ur­inn hafi verið með yfir­burða­stöðu í borg­inni. Hefur kosn­inga­sigur hans verið nefndur sem fyr­ir­mynd að því sam­starfi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna á lands­vísu nú.

Már­ki-Zay, sem er 49 ára gam­all sjö barna fað­ir, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að sam­eina stjórn­ar­and­stæð­inga bæði til hægri og vinstri í breið­fylk­ingu gegn Orbán og ólýð­ræð­is­legum til­burðum stjórnar hans.

„Við viljum nýtt, hreinna, heið­ar­legra Ung­verja­land,“ sagði Már­ki-Zay við stuðn­ings­menn sína í gær.

Í umfjöllun þýska mið­ils­ins DW er haft eftir ung­verska stjórn­mála­fræð­ingnum Peter Kreko að sú stað­reynd að Már­ki-Zay sé íhalds­maður kunni að verða honum og stjórn­ar­and­stöð­unni til tekna.

Kreko segir að það muni reyn­ast ráð­andi öflum erfitt að teikna leið­toga stjórn­ar­and­stöð­unnar upp sem vinstri­s­inn­aðan vopna­bróður frjáls­lynda auð­jöf­urs­ins George Soros, sem Orbán hefur á und­an­förnum árum talað um sem óvin rík­is­ins.

„Auð­vitað munu þeir reyna, en það verður tví­mæla­laust erf­ið­ar­a,“ segir Kreko.

Skoð­ana­kann­anir benda til þess að litlu sem engu muni á fylgi sam­ein­uðu stjórn­ar­and­stöð­unnar og Fidesz-­flokk Orbáns og því er útlit fyrir spenn­andi kosn­ingar í Ung­verja­landi í apr­íl.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent