Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið

Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.

Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Auglýsing

Í drögum að nýrri umferð­ar­ör­ygg­is­stefnu áranna 2023 til 2037 segir að það láti nærri að sjálf­virkt með­al­hraða­eft­ir­lit á vegum lands­ins sé arð­bærasta verk­efnið sem stjórn­völd geti ráð­ist í til að auka umferð­ar­ör­yggi og að inn­leið­ing slíks eft­ir­lits með umferð á vegum lands­ins verði í for­gangi á næstu árum.

Ávinn­ing­ur­inn, í formi lægri slysa­kostn­að­ar, er sagður geta verið um tífalt meiri en til­kostn­að­ur­inn við upp­setn­ingu mynda­véla­kerf­anna.

Við með­al­hraða­eft­ir­lit eru teknar myndir með tveimur mynda­vélum af hverju öku­tæki og er með­al­hrað­inn á veg­inum milli mynda­vél­anna reikn­aður út frá fjar­lægð milli vél­anna og tíma milli mynda. Rann­sókn í Nor­egi, sem vísað er til í drög­unum frá inn­við­a­ráðu­neyt­inu, sýndi að alvar­legum slysum fækk­aði til muna á veg­köflum þar sem þetta eft­ir­lit var tekið upp, eða um 49-54 pró­sent.

Notkun með­al­hraða­eft­ir­lits hófst í fyrsta sinn hér­lendis í fyrra, en þá var slíkum eft­ir­lits­bún­aði komið fyrir á Grinda­vík­ur­vegi og í Norð­fjarð­ar­göng­um.

Eitt nýtt yfir­mark­mið kynnt til sög­unnar

Nýja áætl­unin er sam­kvæmt drög­un­um, sem hafa verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, að mestu eins og sú sem nú þegar er í gildi. Þó bæt­ist við eitt nýtt yfir­mark­mið um að slysa­kostn­aður á hvern ekinn kíló­metra lækki að jafn­aði um 5 pró­sent á ári til árs­ins 2037.

Önnur yfir­mark­mið í áætl­un­inni eru þau sömu og áður, að Ísland verði í fimm bestu Evr­ópu­þjóða hvað varðar fjölda lát­inna í umferð­inni á hverja 100 þús­und íbúa og að látnum og alvar­lega slös­uðum fækki að jafn­aði um 5 pró­sent á ári fram til árs­ins 2037.

Auglýsing

Á árunum 2017-2021 voru látnir í umferð­inni á Íslandi rúm­lega 3 að með­al­tali á hverja 100 þús­und íbúa, sem skilar Íslandi 8. sæti á lista Evr­ópu­þjóða sem sakir standa. Á síð­asta ári taldi sá hópur sem slas­að­ist alvar­lega eða lést í umferð­inni yfir 200 manns og ef fram­sett mark­mið áætl­un­ar­innar ættu að nást mættu ein­ungis 80 manns slasast alvar­lega eða lát­ast í umferð­inni árið 2037.

Til við­bótar við yfir­mark­miðin þrjú eru sett fram alls tólf und­ir­mark­mið, sem eru eft­ir­far­andi:

Eitt þess­ara mark­miða er nýtt frá fyrri áætl­un, en það er mark­miðið sem snertir á því að eldri öku­mönnum sem eiga aðild að alvar­legum slysum og banaslysum fækki um fimm pró­sent árlega.

Mark­mið stjórn­valda að 95 pró­sent full­orð­inna noti hjálm á hjóli

Ýmis frammi­stöðu­mark­mið eru svo sett fram í drög­un­um, en þau eru að mestu leyti þau sömu og hegð­un­ar­mark­mið gild­andi áætl­un­ar.

Meðal fram­settra mark­miða er að árið 2037 noti 95 pró­sent full­orð­inna reið­hjóla­hjálm er þau ferð­ast um á reið­hjóli. Þetta er aukn­ing um 5 pró­sentu­stig frá mark­miði gild­andi umferð­ar­ör­ygg­is­á­ætl­un­ar, en kann­anir sem gerðar hafa verið t.d. á vegum trygg­inga­fé­laga hafa á und­an­förnum árum sýnt að um og yfir 90 pró­sent þeirra sem hjóla um í Reykja­vík noti hjálm.

Einnig eru sett háleit­ari mark­mið um notkun síma undir stýri, en í fyrri áætlun var sett fram það mark­mið að hlut­fall öku­manna sem segð­ust aldrei tala í síma án hand­frjáls bún­aðar undir stýri yrði hærra en 50 pró­sent. Í drögum að nýrri áætlun er þetta hlut­fall fært upp í 90 pró­sent.

Fólks­bíla­flot­inn verði ekki eldri en 8 ára að með­al­tali

Að auki eru ný mark­mið sett fram um bíla­flot­ann, sem ekki eru í gild­andi umferð­ar­ör­ygg­is­á­ætl­un. Undir liðnum örugg­ari öku­tæki eru sett fram þau mark­mið að með­al­aldur fólks­bif­reiða í umferð verði ekki meiri en 8 ár, og að hlut­fall öku­tækja yfir 7,5 tonn að þyngd sem stand­ist bif­reiða­skoðun verði 75 pró­sent. Árið 2020 var með­al­aldur fólks­bíla í umferð 9,86 ár, sam­kvæmt tölum frá Sam­göngu­stofu.

Hið sama á við um vega­kerf­ið, en sett eru fram mark­mið í nýju drög­unum um að öll ný eða end­ur­bætt umferð­ar­mann­virki verði látin lúta reglum um umferð­ar­ör­ygg­is­rýni, og að hlut­fall stofn­vega sem teknir hafi verið út með heild­stæðu umferð­ar­ör­ygg­is­mati verði sömu­leiðis 100 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent