Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020

Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.

Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Auglýsing

Frá því að kaup­máttur launa á Íslandi náði hámarki í jan­úar síð­ast­liðnum hefur hann rýrnað um 4,2 pró­sent. Frá þessu er greint í nýrri Hag­sjá Lands­banka Íslands. Alls hefur kaup­máttur launa rýrnað um 1,6 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum og hann hefur ekki verið minni síðan í des­em­ber 2020. 

Í Hag­sjánni segir að laun þeirra sem starfa við rekstur gisti- og veit­inga­staða hafi hækkað lang­mest und­an­farið ár, eða um 13 pró­sent. Þar á eftir koma þeir sem starfa í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð eða veitu­starf­semi, en laun þeirra hafa hækkað um átta pró­sent. Heilt yfir hefur launa­vísi­talan hækkað um átta pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um, en þar sem verð­bólga hefur mælst 9,7 pró­sent á sama tíma­bili hefur kaup­máttur launa rýrnað um áður­nefnt hlut­fall á tíma­bil­in­u. 

Vert er að taka fram að kaup­máttur launa jókst sam­fleytt í tólf ár á Íslandi. Þeirri sam­felldu aukn­ingu lauk í júní á þessu ári, þegar horft er til breyt­inga á milli ára. 

Telur heppi­legra að meta þró­un­ina yfir lengri tíma

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, skrif­aði grein sem birt­ist á Kjarn­anum á föstu­dag um sam­drátt í kaup­mætti launa. Þar sagði hann að óvar­legt væri að draga þá ályktun að um óheilla­þróun væri að ræða. 

Færa mætti sterk rök fyrir því að heppi­­leg­­ast og sann­­gjarn­­ast sé að meta kaup­mátt­­ar­­þróun yfir lengri tíma, t.d. út frá gild­is­­tíma lífs­kjara­­samn­ings. Þegar málið sé skoðað í því sam­hengi komi í ljós að kaup­máttur launa hafi auk­ist um sjö pró­sent frá gild­is­töku lífs­kjara­samn­ings­ins í apríl 2019 þrátt fyrir að efna­hags­um­svif hafi dreg­ist saman á tíma­bil­inu vegna heims­far­ald­ur­s. 

Auglýsing
Hagstofan birti nýjar tölur í síð­ustu viku sem sýndu að kaup­máttur ráð­­stöf­un­­ar­­tekna heim­ila lands­ins dróst saman um tæp­­lega 1,5 pró­­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2022, sem hófst í byrjun apríl og lauk í lok júní, þegar hann er bor­inn saman við sama árs­fjórð­ung í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða árs­fjórð­ungi 2020 sem kaup­máttur ráð­­stöf­un­­ar­­tekna dregst sam­­an. Ástæða þessa er stór­­aukin verð­­bólga.

Í tölum Hag­­stof­unnar kom einnig fram að heild­ar­gjöld heim­ila hafi auk­ist um tæp­­lega tíu pró­­sent á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

Kaup­máttur ráð­­stöf­un­­ar­­tekna jókst heilt yfir umtals­vert á árinu 2021, eða um 5,4 pró­­sent sam­an­­borið við árið 2020. Lang­­mesta aukn­ingin var frá miðju síð­­asta ári og náði hún vel inn á þetta ár, en 7,2 pró­­sent kaup­mátt­­ar­aukn­ing var á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022. 

Hall­dór Benja­mín benti á það í sinni grein að kaup­máttur allra tekju­tí­unda hefði auk­ist á síð­asta ári og það hefði líka átt við um þró­un­ina 2018-2021, ef lægsta tekju­tí­undin er und­an­skil­in. Frá 2016 hefði kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna auk­ist um 20 pró­sent og á síð­ast­liðnum ára­tug um 39 pró­sent að með­al­tali. 

Miklar fjár­magnstekjur lit­uðu kaup­mátt­ar­aukn­ingu

Helsta ástæða þess að ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur juk­ust svona mikið á síð­asta ári er að fjár­­­magnstekjur náðu met­hæð­um. Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­arða króna í slíkar tekjur á árinu 2021, sem var 65 millj­­örðum krónum meira en allar fjár­­­magnstekjur ein­stak­l­ingar voru árið áður. Þær hækk­­uðu því um 57 pró­­sent milli ára, mest vegna sölu­hagn­aðar hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­arðar króna á árinu 2021. 

Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­­tí­undum sem Bjarni Bene­dikts­­­­­son, fjár­­­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti á rík­­­­­is­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­­sent lands­­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­­sent allra fjár­­­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Auglýsing
Hjá þeim tíu pró­­sent heim­ila í land­inu sem höfðu hæstar tekjur hækk­­­uðu ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjur að með­­­al­tali um ríf­­­lega tíu pró­­­sent í fyrra, að lang­­­mestu leyti vegna auk­inna fjár­­­­­magnstekja. Tekju­hækkun hjá öðrum hópum sam­­­fé­lags­ins var mun minni, en kaup­máttur ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna ein­stak­l­inga hækk­­­aði að með­­­al­tali um 5,1 pró­­­sent í fyrra.

Því er ljóst að stærstur hluti þeirra kaup­mátt­­ar­aukn­ingar sem varð í fyrra lenti hjá tekju­hæstu tíu pró­­sentum lands­­manna.

Greiðslu­­byrði lána hækkað skarpt

Frá því að hin skarpa kaup­mátt­­ar­aukn­ing hófst um mitt ár í fyrra  hefur margt breyst. Þar ber helst að nefna að verð­­bólga hefur stór­­aukist, með til­­heyr­andi verð­hækk­­un­­um. 

Til að takast á við hana hefur Seðla­­banki Íslands hækkað stýri­vexti úr 0,75 pró­­sent í maí í fyrra í 5,5 pró­­sent nú. Það hefur gert það að verkum að greiðslu­­byrði íbúða­lána fjöl­margra hefur stökk­breyst. 

Á heima­­síðu Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ) var nýverið tekið dæmi af breyt­i­­legu óverð­­tryggðu láni upp á 43,2 millj­­ónir króna sem tekið var í fyrra­vor til að kaupa 90 fer­­metra íbúð í Kópa­vogi.

Greiðslu­­byrði þess láns hefur hækkað um  102 þús­und krónur á mán­uði og er nú 266 þús­und krón­­ur. Á árs­grund­velli nemur aukin greiðslu­­byrði láns­ins rúm­­lega 1,2 millj­­ónum króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent