Alls hafa þeir sem nýtt hafa sér úrræðið „Fyrsta fasteign“ greitt inn á lán sín eða borgað í útgreiðslu á útborgun fyrir íbúð 16,5 milljarða króna frá því að úrræðið tók gildi. um 9,5 milljarðar króna hafa verið nýttir til að greiða inn á lán og um sjö milljarðar króna í útgreiðslu.
Alls hafa þeir sem nýtt hafa sér úrræðið „Fyrsta fasteign“ greitt inn á lán sín eða borgað í útgreiðslu á útborgun fyrir íbúð 10,5 milljarða króna frá því að úrræðið tók gildi. um 5,9 milljarðar króna hafa verið nýttir til að greiða inn á lán og tæplega 4,6 milljarðar króna í útgreiðslu.
Þetta kemur fram í tölum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman fyrir Kjarnann.
Samkvæmt úrræðinu geta þeir nýtt séreignarlífeyrissparnað til að safna fyrir innborgun á fyrstu íbúðarkaup eða greitt inn á höfuðstól húsnæðisláns. Alls er heimilt að ráðstafa að hámarki 500 þúsund krónum á ári í mest tíu ár með ofangreindum hætti samkvæmt skilmálum „Fyrstu fasteignar“.
Faraldurinn jók nýtingu mikið
Úrræðið hefur staðið til boða frá árinu 2017. Framan af var það ekki nýtt mikið en nýtingin tók verulega við sér þegar kórónuveirufaraldurinn skall á, vextir lækkuðu skarpt og framboð af húsnæðislánum á skaplegum kjörum jókst mikið.
Á sama tíma hefur húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 27 prósent.
Langt frá settu markmiði
Þegar úrræðið „Fyrsta fasteign“ var kynnt í Hörpu um miðjan ágúst 2016 af þáverandi ráðamönnum þjóðarinnar kom fram í glærukynningu að um 50 milljarðar króna myndu rata í inngreiðslur á húsnæðislánum vegna „Fyrstu fasteignar“ á tíu árum eftir að úrræðið tæki gildi.
Samkvæmt kynningunni áttu um 14 þúsund manns að nýta sér úrræðið á fyrstu árum þess. Þá var lagt upp með að árlega myndu um tvö þúsund manns mætast í hóp þeirra sem eiga kost á því að nýta sér úrræðið.
Í dag, þegar gildistími úrræðisins er næstum hálfnaður hafa 17.347 nýtt sér „Fyrstu fasteign“ og heildarupphæðin sem ráðstafað hefur verið undir hatti úrræðisins 16,5 milljarðar króna, eða þriðjungur þeirrar upphæðar sem ráðamenn kynntu að yrðu greiddar inn á húsnæðislán innan þess.