Meirihluti vill breytingar á Hamraborginni samkvæmt nýrri könnun

Meirihluti svarenda í nýrri könnun um miðbæ Kópavogs er jákvæður í garð fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á Hamraborgarsvæðinu. Meira en helmingur svarenda hefur þó kynnt sér breytingarnar lítið sem ekkert.

Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Auglýsing

Yfir 90 pró­sent Kópa­vogs­búa telja þörf á end­ur­bótum á miðbæ Kópa­vogs, eða Hamra­borg­ar­svæð­inu, sam­kvæmt nýrri könnun sem gerð var á meðal Kópa­vogs­búa um mið­bæ­inn. Tæp­lega 73 pró­sent svar­enda telja mikla þörf á end­ur­bót­um.

Í til­kynn­ingu frá Kópa­vogsbæ segir að könn­unin hafi verið gerð að til­lögu skipu­lags­ráðs Kópa­vogs en gerð spurn­inga og fram­kvæmd könn­un­ar­innar var í höndum Mask­ínu. Alls tóku um 1.500 manns þátt í könn­un­inni, um 500 úr hverju póst­núm­eri í Kópa­vogi, úr 3.000 manna úrtaki sem valið var að handa­hófi úr Þjóð­skrá.

Meiri­hluti kynnt sér fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar lítið sem ekk­ert

Alls lít­ast um 70 pró­sent þátt­tak­enda vel eða í með­al­lagi á til­lögur um breyt­ingar á skipu­lagi svæð­is­ins en 27 pró­sent aðspurðra líst illa á þær. Meiri­hluti þátt­tak­enda, 52 pró­sent, hafði samt sem áður lítið sem ekk­ert kynnt sér fyr­ir­hug­aðar breyt­ing­ar. Um þriðj­ungur svar­enda hafði kynnt sér skipu­lags­breyt­ing­arnar í með­al­lagi vel en tæp 16 pró­sent höfðu kynnt sér til­lög­urnar vel.

Auglýsing

Þrátt fyrir að almenn ánægja mælist með skipu­lags­til­lög­urnar í könn­un­inni þá hafa svar­endur tölu­verðar áhyggjur af því skugga­varp og svipti­vindar verði til vand­ræða. Yfir 60 pró­sent svar­enda telja að hvort tveggja verða mikið eða mjög mikið vanda­mál í nýju skipu­lagi Hamra­borg­ar­svæð­is­ins.

Þátt­tak­endur voru einnig spurðir hvað þeim þætti skipta mestu máli að yrði í nýjum miðbæ Kópa­vogs. Vin­sælasta svarið var kaffi­hús, en það nefndu hátt í 90 pró­sent svar­enda. Næst á eftir komu veit­inga­staðir en þá nefndu um 84 pró­sent kjós­enda. Um og yfir 75 pró­sent nefndu Minni versl­anir eða sér­versl­an­ir, úti­svæði fyrir fjöl­skyldur og börn og loks gróð­ur.

Skipu­lags­breyt­ing­arnar ekki óum­deildar

Í til­kynn­ingu Kópa­vogs­bæjar kemur fram að könn­unin verði höfð til hlið­sjónar við nán­ari útfærslu á skipu­lags­breyt­ingum í Hamra­borg en til stendur að ráð­ast í umfangs­miklar fram­kvæmdir á svæð­inu. Fyr­ir­hugað er að byggja 550 íbúðir á svæð­inu og að kostn­aður við fram­kvæmd­irnar verði um 20 millj­arð­ar.

Fyrr á þessu ári fjall­aði RÚV um skipu­lags­breyt­ing­arnar en í frétt RÚV kom fram að skiptar skoð­anir væru á mál­inu, til dæmis hefði verið stofn­aður Face­book-hóp­ur­inn Vinir Hamra­borgar þar sem margir lýstu yfir and­stöðu sinni við áformun­um. Einn þeirra var Tryggvi Fel­ix­son sem sagði að um stór­slys væri að ræða og að bæj­ar­yf­ir­völd hefðu afhent verk­tökum skipu­lags­rétt­inn. Að hans sögn hefði ekk­ert til­lit verið tekið til íbúa svæð­is­ins.

Full­trúar minni­hlut­ans gagn­rýndu einnig fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir og sögðu meðal ann­ars skort hafa verið á sam­ráði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent