Meirihluti vill breytingar á Hamraborginni samkvæmt nýrri könnun

Meirihluti svarenda í nýrri könnun um miðbæ Kópavogs er jákvæður í garð fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á Hamraborgarsvæðinu. Meira en helmingur svarenda hefur þó kynnt sér breytingarnar lítið sem ekkert.

Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Auglýsing

Yfir 90 pró­sent Kópa­vogs­búa telja þörf á end­ur­bótum á miðbæ Kópa­vogs, eða Hamra­borg­ar­svæð­inu, sam­kvæmt nýrri könnun sem gerð var á meðal Kópa­vogs­búa um mið­bæ­inn. Tæp­lega 73 pró­sent svar­enda telja mikla þörf á end­ur­bót­um.

Í til­kynn­ingu frá Kópa­vogsbæ segir að könn­unin hafi verið gerð að til­lögu skipu­lags­ráðs Kópa­vogs en gerð spurn­inga og fram­kvæmd könn­un­ar­innar var í höndum Mask­ínu. Alls tóku um 1.500 manns þátt í könn­un­inni, um 500 úr hverju póst­núm­eri í Kópa­vogi, úr 3.000 manna úrtaki sem valið var að handa­hófi úr Þjóð­skrá.

Meiri­hluti kynnt sér fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar lítið sem ekk­ert

Alls lít­ast um 70 pró­sent þátt­tak­enda vel eða í með­al­lagi á til­lögur um breyt­ingar á skipu­lagi svæð­is­ins en 27 pró­sent aðspurðra líst illa á þær. Meiri­hluti þátt­tak­enda, 52 pró­sent, hafði samt sem áður lítið sem ekk­ert kynnt sér fyr­ir­hug­aðar breyt­ing­ar. Um þriðj­ungur svar­enda hafði kynnt sér skipu­lags­breyt­ing­arnar í með­al­lagi vel en tæp 16 pró­sent höfðu kynnt sér til­lög­urnar vel.

Auglýsing

Þrátt fyrir að almenn ánægja mælist með skipu­lags­til­lög­urnar í könn­un­inni þá hafa svar­endur tölu­verðar áhyggjur af því skugga­varp og svipti­vindar verði til vand­ræða. Yfir 60 pró­sent svar­enda telja að hvort tveggja verða mikið eða mjög mikið vanda­mál í nýju skipu­lagi Hamra­borg­ar­svæð­is­ins.

Þátt­tak­endur voru einnig spurðir hvað þeim þætti skipta mestu máli að yrði í nýjum miðbæ Kópa­vogs. Vin­sælasta svarið var kaffi­hús, en það nefndu hátt í 90 pró­sent svar­enda. Næst á eftir komu veit­inga­staðir en þá nefndu um 84 pró­sent kjós­enda. Um og yfir 75 pró­sent nefndu Minni versl­anir eða sér­versl­an­ir, úti­svæði fyrir fjöl­skyldur og börn og loks gróð­ur.

Skipu­lags­breyt­ing­arnar ekki óum­deildar

Í til­kynn­ingu Kópa­vogs­bæjar kemur fram að könn­unin verði höfð til hlið­sjónar við nán­ari útfærslu á skipu­lags­breyt­ingum í Hamra­borg en til stendur að ráð­ast í umfangs­miklar fram­kvæmdir á svæð­inu. Fyr­ir­hugað er að byggja 550 íbúðir á svæð­inu og að kostn­aður við fram­kvæmd­irnar verði um 20 millj­arð­ar.

Fyrr á þessu ári fjall­aði RÚV um skipu­lags­breyt­ing­arnar en í frétt RÚV kom fram að skiptar skoð­anir væru á mál­inu, til dæmis hefði verið stofn­aður Face­book-hóp­ur­inn Vinir Hamra­borgar þar sem margir lýstu yfir and­stöðu sinni við áformun­um. Einn þeirra var Tryggvi Fel­ix­son sem sagði að um stór­slys væri að ræða og að bæj­ar­yf­ir­völd hefðu afhent verk­tökum skipu­lags­rétt­inn. Að hans sögn hefði ekk­ert til­lit verið tekið til íbúa svæð­is­ins.

Full­trúar minni­hlut­ans gagn­rýndu einnig fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir og sögðu meðal ann­ars skort hafa verið á sam­ráði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent