Meirihluti vill breytingar á Hamraborginni samkvæmt nýrri könnun

Meirihluti svarenda í nýrri könnun um miðbæ Kópavogs er jákvæður í garð fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á Hamraborgarsvæðinu. Meira en helmingur svarenda hefur þó kynnt sér breytingarnar lítið sem ekkert.

Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Mynd úr kynningarefni skipulagsbreytinga fyrir Hamraborgarsvæðið.
Auglýsing

Yfir 90 pró­sent Kópa­vogs­búa telja þörf á end­ur­bótum á miðbæ Kópa­vogs, eða Hamra­borg­ar­svæð­inu, sam­kvæmt nýrri könnun sem gerð var á meðal Kópa­vogs­búa um mið­bæ­inn. Tæp­lega 73 pró­sent svar­enda telja mikla þörf á end­ur­bót­um.

Í til­kynn­ingu frá Kópa­vogsbæ segir að könn­unin hafi verið gerð að til­lögu skipu­lags­ráðs Kópa­vogs en gerð spurn­inga og fram­kvæmd könn­un­ar­innar var í höndum Mask­ínu. Alls tóku um 1.500 manns þátt í könn­un­inni, um 500 úr hverju póst­núm­eri í Kópa­vogi, úr 3.000 manna úrtaki sem valið var að handa­hófi úr Þjóð­skrá.

Meiri­hluti kynnt sér fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar lítið sem ekk­ert

Alls lít­ast um 70 pró­sent þátt­tak­enda vel eða í með­al­lagi á til­lögur um breyt­ingar á skipu­lagi svæð­is­ins en 27 pró­sent aðspurðra líst illa á þær. Meiri­hluti þátt­tak­enda, 52 pró­sent, hafði samt sem áður lítið sem ekk­ert kynnt sér fyr­ir­hug­aðar breyt­ing­ar. Um þriðj­ungur svar­enda hafði kynnt sér skipu­lags­breyt­ing­arnar í með­al­lagi vel en tæp 16 pró­sent höfðu kynnt sér til­lög­urnar vel.

Auglýsing

Þrátt fyrir að almenn ánægja mælist með skipu­lags­til­lög­urnar í könn­un­inni þá hafa svar­endur tölu­verðar áhyggjur af því skugga­varp og svipti­vindar verði til vand­ræða. Yfir 60 pró­sent svar­enda telja að hvort tveggja verða mikið eða mjög mikið vanda­mál í nýju skipu­lagi Hamra­borg­ar­svæð­is­ins.

Þátt­tak­endur voru einnig spurðir hvað þeim þætti skipta mestu máli að yrði í nýjum miðbæ Kópa­vogs. Vin­sælasta svarið var kaffi­hús, en það nefndu hátt í 90 pró­sent svar­enda. Næst á eftir komu veit­inga­staðir en þá nefndu um 84 pró­sent kjós­enda. Um og yfir 75 pró­sent nefndu Minni versl­anir eða sér­versl­an­ir, úti­svæði fyrir fjöl­skyldur og börn og loks gróð­ur.

Skipu­lags­breyt­ing­arnar ekki óum­deildar

Í til­kynn­ingu Kópa­vogs­bæjar kemur fram að könn­unin verði höfð til hlið­sjónar við nán­ari útfærslu á skipu­lags­breyt­ingum í Hamra­borg en til stendur að ráð­ast í umfangs­miklar fram­kvæmdir á svæð­inu. Fyr­ir­hugað er að byggja 550 íbúðir á svæð­inu og að kostn­aður við fram­kvæmd­irnar verði um 20 millj­arð­ar.

Fyrr á þessu ári fjall­aði RÚV um skipu­lags­breyt­ing­arnar en í frétt RÚV kom fram að skiptar skoð­anir væru á mál­inu, til dæmis hefði verið stofn­aður Face­book-hóp­ur­inn Vinir Hamra­borgar þar sem margir lýstu yfir and­stöðu sinni við áformun­um. Einn þeirra var Tryggvi Fel­ix­son sem sagði að um stór­slys væri að ræða og að bæj­ar­yf­ir­völd hefðu afhent verk­tökum skipu­lags­rétt­inn. Að hans sögn hefði ekk­ert til­lit verið tekið til íbúa svæð­is­ins.

Full­trúar minni­hlut­ans gagn­rýndu einnig fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir og sögðu meðal ann­ars skort hafa verið á sam­ráði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent