Ferðamenn verða látnir greiða fyrir dvöl og fæði í sóttvarnahúsum

Ferðamenn verða rukkaðir um 10 þúsund krónur fyrir nóttina í sóttvarnahúsum yfirvalda frá og með 11. apríl. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að bólusettir og þeir sem hafa áður fengið COVID-19 þurfi að fara í eina landamæraskimun.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með 11. apríl þurfi þeir ferðamenn sem skikkaðir verði til að dvelja í sóttvarnarhúsi eftir komuna hingað til lands að greiða 10.000 krónur fyrir herbergið á nótt. Fæði verður innifalið og verður herbergisgjaldið hið sama óháð því hversu margir eru að ferðast saman og dveljast í herberginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu, en á ríkisstjórnarfundi í dag var farið yfir þær breyttu reglur sem taka gildi á landamærum varðandi sóttkví og sýnatöku á fimmtudag, 1. apríl.

Eins og áður hefur komið fram munu farþegar sem koma frá þeim ríkjum sem eru „dökkrauð“ á korti sóttvarnastofnunar Evrópu að dvelja í sóttvarnarhúsum við komuna til landsins, á milli landamæraskimana.

Þetta mun eiga við um ferðamenn frá t.d. Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Tékklandi og Ungverjalandi, miðað við núverandi stöðu faraldursins í þessum löndum og fleirum, en 14 daga nýgengi smita í þessum ríkjum er yfir 500 smit á hverja 100.000 íbúa.

Að auki verða börn fædd 2005 og síðar skylduð í sýnatöku á landamærum frá og með 1. apríl.

Bólusettir og þeir sem eru með vottorð um fyrri sýkingu fara í eina skimun

Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að þeir farþegar sem koma hingað til lands með bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins.

Þetta lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til að yrði gert, en í minn­is­blaði hans til heilbrigðisráð­herra fyrr í mánuðinum sagði að þetta væri lagt til sökum þess að nýlega greindist bólu­settur far­þegi sem kom hingað til lands með kór­ónu­veiruna í nef­koki.

Auglýsing

Ekki hafi verið sýnt fram á það með óyggj­andi hætti til þessa að bólu­settir og þeir sem sýkst hafi af COVID-19 beri ekki með sér veiruna, þó að það sé talið ólík­legt.

Ferðamönnum gert að forskrá brottfarardag

Stjórnvöld hafa líka ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana á landamærum og eru þær tvíþættar, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins.

Í fyrsta lagi verða gerðar ráðstafanir vegna falsaðra vottorða. Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði til þess að koma sér hjá sóttvarnaráðstöfunum hérlendis verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku og sóttkví í sóttvarnarhúsi á milli skimana.

Í annan stað verður byrjað að fylgjast sérstaklega með þeim sem ætla að dvelja í stuttan tíma á Íslandi. Ferðamönnum verður gert skylt að forskrá brottfarardag frá Íslandi ef hann liggur fyrir og ef dvalartíminn er skemmri en sem nemur áskildum tíma í sóttkví verður það „kannað sérstaklega“.

Stjórnvöld telja „enda hætt við að viðkomandi muni ekki fylgja reglum um sóttkví.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent