Ferðamenn verða látnir greiða fyrir dvöl og fæði í sóttvarnahúsum

Ferðamenn verða rukkaðir um 10 þúsund krónur fyrir nóttina í sóttvarnahúsum yfirvalda frá og með 11. apríl. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að bólusettir og þeir sem hafa áður fengið COVID-19 þurfi að fara í eina landamæraskimun.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur ákveðið að frá og með 11. apríl þurfi þeir ferða­menn sem skikk­aðir verði til að dvelja í sótt­varn­ar­húsi eftir kom­una hingað til lands að greiða 10.000 krónur fyrir her­bergið á nótt. Fæði verður inni­falið og verður her­berg­is­gjaldið hið sama óháð því hversu margir eru að ferð­ast saman og dvelj­ast í her­berg­inu.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, en á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var farið yfir þær breyttu reglur sem taka gildi á landa­mærum varð­andi sótt­kví og sýna­töku á fimmtu­dag, 1. apr­íl.

Eins og áður hefur komið fram munu far­þegar sem koma frá þeim ríkjum sem eru „dökk­rauð“ á korti sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu að dvelja í sótt­varn­ar­húsum við kom­una til lands­ins, á milli landamæra­skim­ana.

Þetta mun eiga við um ferða­menn frá t.d. Belg­íu, Frakk­landi, Hollandi, Ítal­íu, Nor­egi, Pól­landi, Spáni, Sví­þjóð, Tékk­landi og Ung­verja­landi, miðað við núver­andi stöðu far­ald­urs­ins í þessum löndum og fleirum, en 14 daga nýgengi smita í þessum ríkjum er yfir 500 smit á hverja 100.000 íbúa.

Að auki verða börn fædd 2005 og síðar skylduð í sýna­töku á landa­mærum frá og með 1. apr­íl.

Bólu­settir og þeir sem eru með vott­orð um fyrri sýk­ingu fara í eina skimun

Rík­is­stjórnin hefur einnig ákveðið að þeir far­þegar sem koma hingað til lands með bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða vott­orð um fyrri sýk­ingu fari í eina sýna­töku við kom­una til lands­ins.

Þetta lagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir til að yrði gert, en í minn­is­­blaði hans til heil­brigð­is­ráð­herra fyrr í mán­uð­inum sagði að þetta væri lagt til sökum þess að nýlega greind­ist bólu­­settur far­þegi sem kom hingað til lands með kór­ón­u­veiruna í nef­koki.

Auglýsing

Ekki hafi verið sýnt fram á það með óyggj­andi hætti til þessa að bólu­­settir og þeir sem sýkst hafi af COVID-19 beri ekki með sér veiruna, þó að það sé talið ólík­­­legt.

Ferða­mönnum gert að for­skrá brott­far­ar­dag

Stjórn­völd hafa líka ákveðið að grípa til sér­stakra var­úð­ar­ráð­staf­ana á landa­mærum og eru þær tví­þætt­ar, sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Í fyrsta lagi verða gerðar ráð­staf­anir vegna fals­aðra vott­orða. Ef minnsti grunur vaknar um að ein­stak­lingur hafi fram­vísað fölsuðu vott­orði til þess að koma sér hjá sótt­varna­ráð­stöf­unum hér­lendis verður hann skyld­aður í tvö­falda sýna­töku og sótt­kví í sótt­varn­ar­húsi á milli skim­ana.

Í annan stað verður byrjað að fylgj­ast sér­stak­lega með þeim sem ætla að dvelja í stuttan tíma á Íslandi. Ferða­mönnum verður gert skylt að for­skrá brott­far­ar­dag frá Íslandi ef hann liggur fyrir og ef dval­ar­tím­inn er skemmri en sem nemur áskildum tíma í sótt­kví verður það „kannað sér­stak­lega“.

Stjórn­völd telja „enda hætt við að við­kom­andi muni ekki fylgja reglum um sótt­kví.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent