Ferðamenn verða látnir greiða fyrir dvöl og fæði í sóttvarnahúsum

Ferðamenn verða rukkaðir um 10 þúsund krónur fyrir nóttina í sóttvarnahúsum yfirvalda frá og með 11. apríl. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að bólusettir og þeir sem hafa áður fengið COVID-19 þurfi að fara í eina landamæraskimun.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur ákveðið að frá og með 11. apríl þurfi þeir ferða­menn sem skikk­aðir verði til að dvelja í sótt­varn­ar­húsi eftir kom­una hingað til lands að greiða 10.000 krónur fyrir her­bergið á nótt. Fæði verður inni­falið og verður her­berg­is­gjaldið hið sama óháð því hversu margir eru að ferð­ast saman og dvelj­ast í her­berg­inu.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, en á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var farið yfir þær breyttu reglur sem taka gildi á landa­mærum varð­andi sótt­kví og sýna­töku á fimmtu­dag, 1. apr­íl.

Eins og áður hefur komið fram munu far­þegar sem koma frá þeim ríkjum sem eru „dökk­rauð“ á korti sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu að dvelja í sótt­varn­ar­húsum við kom­una til lands­ins, á milli landamæra­skim­ana.

Þetta mun eiga við um ferða­menn frá t.d. Belg­íu, Frakk­landi, Hollandi, Ítal­íu, Nor­egi, Pól­landi, Spáni, Sví­þjóð, Tékk­landi og Ung­verja­landi, miðað við núver­andi stöðu far­ald­urs­ins í þessum löndum og fleirum, en 14 daga nýgengi smita í þessum ríkjum er yfir 500 smit á hverja 100.000 íbúa.

Að auki verða börn fædd 2005 og síðar skylduð í sýna­töku á landa­mærum frá og með 1. apr­íl.

Bólu­settir og þeir sem eru með vott­orð um fyrri sýk­ingu fara í eina skimun

Rík­is­stjórnin hefur einnig ákveðið að þeir far­þegar sem koma hingað til lands með bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða vott­orð um fyrri sýk­ingu fari í eina sýna­töku við kom­una til lands­ins.

Þetta lagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir til að yrði gert, en í minn­is­­blaði hans til heil­brigð­is­ráð­herra fyrr í mán­uð­inum sagði að þetta væri lagt til sökum þess að nýlega greind­ist bólu­­settur far­þegi sem kom hingað til lands með kór­ón­u­veiruna í nef­koki.

Auglýsing

Ekki hafi verið sýnt fram á það með óyggj­andi hætti til þessa að bólu­­settir og þeir sem sýkst hafi af COVID-19 beri ekki með sér veiruna, þó að það sé talið ólík­­­legt.

Ferða­mönnum gert að for­skrá brott­far­ar­dag

Stjórn­völd hafa líka ákveðið að grípa til sér­stakra var­úð­ar­ráð­staf­ana á landa­mærum og eru þær tví­þætt­ar, sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Í fyrsta lagi verða gerðar ráð­staf­anir vegna fals­aðra vott­orða. Ef minnsti grunur vaknar um að ein­stak­lingur hafi fram­vísað fölsuðu vott­orði til þess að koma sér hjá sótt­varna­ráð­stöf­unum hér­lendis verður hann skyld­aður í tvö­falda sýna­töku og sótt­kví í sótt­varn­ar­húsi á milli skim­ana.

Í annan stað verður byrjað að fylgj­ast sér­stak­lega með þeim sem ætla að dvelja í stuttan tíma á Íslandi. Ferða­mönnum verður gert skylt að for­skrá brott­far­ar­dag frá Íslandi ef hann liggur fyrir og ef dval­ar­tím­inn er skemmri en sem nemur áskildum tíma í sótt­kví verður það „kannað sér­stak­lega“.

Stjórn­völd telja „enda hætt við að við­kom­andi muni ekki fylgja reglum um sótt­kví.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent