Farþegar frá „eldrauðum“ svæðum þurfa að dvelja í sóttvarnahúsum

Ríkið ætlar að tryggja sér meira húsnæði undir sóttvarnahús. Farþegar sem koma frá þeim svæðum Evrópu þar sem nýgengi smita er hæst munu þurfa að dvelja þar á milli landamæraskimana. Sóttvarnalæknir lagði til að flestir eða allir færu í sóttvarnahús.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Far­þegar sem koma frá þeim eða dvalið hafa á þeim svæðum í Evr­ópu þar sem 14 daga nýgengi COVID-19 smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa þurfa að fara í sótt­varn­ar­hús og dvelja þar á milli fyrstu og ann­arrar skimunar á landa­mærum, nema þeir hafi vott­orð um bólu­setn­ingu eða fyrra smit. Reglu­gerð um þetta á að taka gildi 1. apr­íl, sam­kvæmt því sem fram kemur á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Þetta sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra við bæði Rík­is­út­varpið og Bylgj­una eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag. Á rík­is­stjórn­ar­fundi dags­ins var einnig sam­þykkt að fara að ráðum sótt­varna­læknis um að byrja að taka sýni úr börnum fæddum eftir árið 2005 á landa­mærum, en það hefur ekki verið gert til þessa.

Breyt­ing­arnar á landa­mær­unum lúta að þeim svæðum eða ríkjum í Evr­ópu þar sem far­ald­ur­inn er í hvað hæstum hæð­um, en þau svæði eru merkt eldrauð á korti Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu, ECDC.

Einnig munu þessar breyt­ingar eiga við um grá svæði á kort­inu, þar sem upp­lýs­ingar um nýgengi skort­ir.

Þeir sem koma frá eða hafa dvalið á dökkrauðu svæðunum þurfa að fara í sóttvarnahús. Mynd: ECDC

Stórir hlutar Evr­ópu eru dimm- eða eldrauðir að lit á nýjasta korti ECDC, sem sjá má hér að ofan. Meðal ann­ars eru það stórir hlutar Sví­þjóð­ar, Pól­lands, Ung­verja­lands, Tékk­lands og Ítalíu og sömu­leiðis svæði í Norð­ur­-Frakk­landi umhverfis Par­ís.

Sótt­varna­læknir lagði til að flestir eða allir færu í sótt­varna­hús

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir lagði til í minn­is­blaði sínu að víð­tækt sam­ráð yrði haft við landamæra­verði, lög­reglu, almanna­varn­ir, Sjúkra­trygg­ingar og Rauða kross­inn um hvort hægt væri að skylda flesta eða alla þá sem hingað ferð­ast til að dvelja í sér­stöku hús­næði á meðan sótt­kví eða ein­angrun stæði.

Auglýsing

„Í þessu hús­næði yrði komið á öfl­ugu eft­ir­liti með að allir haldi þær leið­bein­ingar sem í gildi eru. Ástæðan fyrir þess­ari til­lögu er sú að í ljós hefur komið að í mörgum til­fellum er með­ferð­ar­heldni í sótt­kví hjá þeim sem hingað koma ábóta­vant. Þetta hefur leitt til frek­ari smita og jafn­vel til lít­illa hóp­sýk­inga sem auð­veld­lega hefðu getað þró­ast í stærri far­aldra,“ segir í minn­is­blaði Þór­ólfs.

Leið­rétt­ing: Þegar fréttin fór fyrst í loftið sagði að Bret­land væri grátt svæði á kort­inu og allir þaðan yrðu skikk­aðir í sótt­varna­hús. Bret­land er vissu­lega grátt, en er þó ekki í þeim gráa flokki þar sem upp­lýs­ingar um nýgengi skort­ir.

Hvað Bret­land varðar er enn ferða­bann í gildi þar til 26. mars, en þá verður að óbreyttu opnað á að bólu­settir Bretar geti ferð­ast til Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent