Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reynir nú að sannfæra þýska þingmenn um samkomulagið við Grikki, en mikil óánægju er hjá mörgum þeirra með samkomulagið, segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Flokkur Merkel, Kristilegir demókratar, er klofinn í afstöðu sinni til samkomulagsins, en minnihluti þingmanna flokksins er þó mótfallinn samkomulaginu eins og það er úr garði gert. Þeir óttast að skuldir verði afskrifaðar með þeim afleiðingum að þýskir skattgreiðendur þurfi að bera kostnað vegna óstjórnarinnar í Grikklandi, að því er segir í frétt BBC.
Samtals er samkomulagið upp á 86 milljarða evra, en rúmlega tuttugu milljarðar evra af þeirri tölu eru áætlaðar í endurskipulagningu á bankakerfi Grikklands. Óttast margir að innviðir bankakerfisins séu verri en af er látið.
Atkvæðagreiðsla vegna samkomulagsins við Grikki fer fram í þýska þinginu á morgun.
Merkel faces rebellion, German lawmakers debate Greek bailout: http://t.co/5PC6kKG5ZX pic.twitter.com/GYYxKXRHgJ
— Reuters Top News (@Reuters) August 18, 2015