Mesta poppstjarna Evrópu

h_51522390-1.jpg
Auglýsing

Eftir að hafa verið í Frakk­landi í smá tíma er óhjá­kvæmi­legt að heyra minnst á Stroma­e. „Hvernig finnst þér Stromae? Eruð þið búin að heyra nýja plöt­una? Sáuð þið hann í sjón­varp­inu í gær. Er Stromae hommi? Er hann ekki frá­bær?“

Stromae er stöðugt fyrir augum manns - í eyr­un­um, alls stað­ar. Eng­inn prýðir for­síður blað­anna oftar en hann. Alltaf í útvarp­inu, sjón­varp­inu; tón­listin heyr­ist um allt: á kaffi­hús­um, á börum, í búð­um, í partý­um; ungir sem aldn­ir, kon­ur, karlar og börn falla fyrir Stromae. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður út í þennan mann, sem virð­ist vera alls staðar yfir og allt um kring.

Hver er þessi Stromae?



Stromae, öðru nafni Paul Van Haver, er fæddur 12. mars 1985 í Brus­sel. Belgískur rapp­ari, söngv­ari og laga­höf­und­ur. Faðir hans er frá Rúanda, arki­tekt sem var myrtur í þjóð­ar­morð­unum í Rúanda 1994. Hann var fjar­ver­andi mest alla barn­æsku Stromae sem er því að mestu upp­alin hjá flæmskri, fátækri og ein­stæðri móð­ur, ásamt fjórum öðrum syst­kynum í fátæku úthverfi í Brus­sel. Móðir hans hvatti hann óspart áfram til þess að stunda íþróttir og læra tón­list. Hann lagði stund á slag­verk og trommur og stofn­aði sína eigin rapp­hljóm­sveit sem ung­ling­ur.

Vegna upp­runa síns seg­ist hann aldrei hafa upp­lifað sig sem raun­veru­legan Belga, þótt hann sé þar fæddur og upp­al­inn. Í lag­inu Bât­ard eða „Bast­arð­ur­inn“ segir hann:

Auglýsing

„Ég er hvor­ugt þessi eða hinn,

heill eða hálf­ur;

ég er aðeins ég sjálf­ur.“

Honum gekk aldrei vel í skóla, féll í gaggó, fann sig hvergi nema í tón­list, en fékk þó tæki­færi til þess að stunda list­nám og þar fann hann loks sinn stað í líf­inu. Gerði þar sína fyrstu smá­skífu: Juste Un Cer­veau, Un Flow, Un Fond et Un Mic.

Steimar­inn



Stromae er stafa­brengl á orð­inu Maestro (meist­ar­inn/­steimar­inn) sem er auð­vitað mjög hiphoppísk nafn­gift enda liggja ræt­urnar þar, þótt áhrifin séu marg­vís­leg. Tón­listin hans er undir ýmsum áhrif­um, elektrónísk hip hop tón­list, bragð­bætt með afrískri þjóð­lagatón­list og franskri kab­ar­ett­stemn­ingu. Hann seg­ist sækja áhrifin víða; banda­rísk hip hop tón­list sé þar afar mik­il­væg, sömu­leiðis Jacque Brel, dans­tón­list frá Kúbu og rúmbu­slag­arar frá Kongó séu í miklu eft­ir­læti, en auk þess evr­ópsk dans­tón­list frá tíunda ára­tugn­um, Eurod­ance eða Eurotrash, eins og sumir kalla hana, sem sjaldan hefur verið í hávegum höfð hjá tón­list­ar­spek­úlöntum - en Stromae engu að síður dýrk­ar:

„Þó eurod­ance-tón­list tíunda ára­tug­ar­ins sé jafnan fyr­ir­litin er þar margt snið­ugt að finna: hou­se, salsa og ýmis­legt fleira. Svo er hún bara svo fyndin og skemmti­leg - til­gerð­ar­laus“

Árið 2009 vann hann sem starfs­nemi á útvarps­stöð­inni NRJ í Brus­sel. Sú stöð tók hann upp á sína arma og setti í spilun hans fyrsta lag sem sló í gegn, Alors on danse, sem flaug upp alla vin­sæld­ar­lista í Evr­ópu 2009. Lagið fór á topp­inn í Belg­íu, Frakk­landi, Sví­þjóð, Grikk­landi, Þýskla­landi, Aust­ur­ríki, Tyrk­landi, Sviss, Ítal­íu, Dan­mörku, Rúm­eníu og Tékk­landi. Allir fóru að tala um Stromae, meira að segja Frakk­lands­for­seti, Nicolas Sar­kozy, sem lof­aði lagið og tón­list­ar­mann­inn. Sjálfur Kanye West lið­sinnti honum í sér­stakri hljóð­blöndun á lag­inu og sagð­ist fíla Stromae. Í hip hop-heim­inum er það auð­vitað eins og að fá blessun frá sjálfum páf­an­um. Í kjöl­farið var gerður stór útgáfu­samn­ingur við Vertigo Records.

2013 kom út breið­skífan Racine Car­rée sem vakti mikla athygli; almenn­ingur jafnt sem gagn­rýnendur lof­uðu hana óspart; marg­verð­launuð og víða valin plata árs­ins.

Tónlistarmaðurinn Stromae á tónleikum. Mynd: EPA Tón­list­ar­mað­ur­inn Stromae á tón­leik­um. Mynd: EPA

Mín káta ang­ist



Þótt tón­list Stromae sé dansvæn og dill­andi eru text­arnir oftar en ekki grafal­var­leg­ir. Hann seg­ist hafa mjög ákveðna hug­mynd um texta­smíð; text­arnir eiga að fjalla um eitt­hvað raun­veru­legt; hið sorg­lega en líka hið gleði­lega; um lífið sjálft. Hann sker sig því frá mörgum öðrum röpp­urum sem vilja helst ekki kveða um neitt annað en kyn­líf og pen­inga. Stromae hefur til að mynda raulað um föð­ur­missi og það að alast upp án föð­urs. „Þunga­miðjan í text­unum mínum er tregi; hin káta ang­ist,“ segir Stromae. Hann flaggar oft afrískum upp­runa sín­um, bæði í tón­list­inni og líka í fata­stíl sem er afar lit­rík­ur.

„Ég kem nefni­lega frá tveimur heimum og þess vegna er gott að vera í Belgíu sem er klofið land; tveir heim­ar. Það er land mála­miðl­ana. Engin krafa um eins­leitn­i.“

Mynd­böndin hans, sem hann á stóran þátt í að skapa, eru ein­föld, lit­rík og snið­ug. Við lagið Formida­ble kom hann sér fyrir dauða­drukk­inn úti á götu­horni með falda mynda­vél og fór að betla pen­inga og rétta fram hjálp­ar­hönd. Mikil umræða skap­að­ist um þetta mynd­band – sér í lagi um lög­regl­una í Brus­sel sem stóð bara álengdar og gerði ekki neitt, á meðan hann datt stöðugt í göt­una. Stromae tók þó seinna upp hansk­ann fyrir lög­regl­una og sagði að hún hefði brugð­ist rétt við, þó hún hefði kannski ekki alveg strax áttað sig á þessum gjörn­ingi - að sjá blind­fulla, heims­fræga popp­stjörnu ráf­andi um fyrir utan lesta­stöð, eldsnemma um morg­un.

Prins­inn af Belgíu



Belgar dýrka Stromae – og hann gæti hæg­lega tekið við kon­ungs­tign í land­inu. Hann samdi og söng hvatn­ing­ar­söng belgíska land­liðs­ins í knatt­spyrnu á HM síð­asta sum­ar. Stromae er sömu­leiðis far­inn að hasla sér völl í Banda­ríkj­unum og fór í stóra tón­leika­ferð um landið á þessu ári, sem vakti mikla athygli. Treður upp í Mad­i­son Squ­are Gar­den í New York og öðrum risa­leik­vöngum á næst­unni. Hann tók þátt í að gera tón­list í síð­ustu Hung­ur­leika-­mynd, ásamt Kanye West, Grace Jones, Chem­ical Brothers og fleir­um.

Stíll og fram­koma hans þykir snjöll og seið­andi. Hann höfðar sterkt bæði til karla og kvenna; þykir ögn kven­leg­ur, hefur leikið sér kyní­mynd og ruglað fólk í rím­inu með sitt kyn­lega atgervi. Nú hefur þessi mesta tísku­fyr­ir­mynd og popp­stjarna Evr­ópu búið til sitt eigið fata­fyr­ir­tæki, Mosa­ert (enn og aftur stafa­brengl á maestro eða meist­ar­inn) og fram­leiðir föt með miklum ágæt­um. Allt selst upp. Því allir vilja vera eins og Stromae.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None