Metro-maður aftur ákærður fyrir skattsvik

metro-1.jpg
Auglýsing

Jón Garðar Ögmunds­son, kenndur við Metro-­borg­ara, og Ásgerður Guð­munds­dóttir hafa verið ákærð af emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara öðru sinni fyrir að meiri háttar skatt­svik í gegnum fyrrum móð­ur­fé­lag Metro-keðj­unn­ar. Fólkið stóð ekki skil á greiðslu opin­berra gjalda sem það hafði haldið aftur af launum starfs­manna sinna á árunum 2011 og 2012. Í ákærunni, sem gefin var út 17. júlí, ­segir að van­goldin stað­greiðsla opin­berra gjalda sé „sam­tals að fjár­hæð kr. 33.861.435 hvað varðar Ásgerði og 34.960.099 hvað varðar Jón Garð­ar“. Kjarn­inn hefur ákæruna undir hönd­um. Hana er hægt að lesa hér.

Dæmdur í febr­úar fyrir sömu sakirÞetta er í annað sinn á tæpu ári sem sér­stakur sak­sókn­ari gefur út ákæru á hendur Jóni Garð­ari fyrir að skila ekki inn opin­berum gjöldum sem hann hafði dregið af starfs­mönnum sín­um. Í fyrra haust var gefin út önnur ákæru á hendur honum fyrir sömu sakir vegna áranna 2009 og 2010. Alls nam upp­hæðin sem skil­aði sér ekki þá 22,5 millj­ónum króna. Í því máli var Jón Garðar sak­felldur og dæmdur í fimm mán­aða fang­elsi, skil­orðs­bundið til tveggja ára. Honum var auk þess gert að greiða 45 millj­ónir króna í sekt. Dóm­ur­inn er ekki aðgengi­legur á vef hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Kjarn­inn hefur hann hins vegar undir hönd­um. Hann má lesa hér.

Röð gjald­þrotaJón Garðar rak áður McDon­alds-­staði á Íslandi í gegnum einka­hluta­fé­lagið Lyst ehf. Árið 2009 versnuðu við­skipta­kjör það mikið í kjöl­far banka­hruns að hann ákvað að breyta stöð­unum í Metro og kom­ast þannig hjá því að fylgja ströngum stöðlum alþjóð­legu risa­keðj­unnar um inn­kaup. Þau brot sem Jóni Garð­ari var gefið að hafa framið með fyrri skattsvika­á­kærunni frá því í sept­em­ber í fyrra eiga að hafa verið framin á starfs­mönnum Lyst­ar.

Rekstur Metro var seldur frá Lyst yfir til félags­ins Lífs og heilsu ehf. í júní 2010 og skömmu síðar fór Lyst í gjald­þrot. Sam­kvæmt til­kynn­ingu í Lög­birt­ing­ar­blað­inu námu lýstar kröfur í bú Lystar 379,2 millj­ónum króna. Nán­ast ekk­ert fékkst upp í þær.

Afsalað til Ásgerðar að nýjuSkráður eig­andi Lífs og heilsu, sem tók við rekstri Metro-­stað­anna, var Ásgerð­ur, sem sam­kvæmt fyrri fjöl­miðlaum­fjöllun er kærasta Jóns Garð­ars. Síð­ari ákæran, sem gefin var út í júlí 2014, er vegna meintra skattsvika þeirra tveggja í gegnum það félag. Líf og heilsa seldi rekstur Metró-­stað­anna til enn eins félags, M-veit­inga ehf., haustið 2012. Skömmu síðar var Líf og heilsa svo lýst gjald­þrota. Jón Garðar sagði af þessu til­efni í sam­tali við Morg­un­blaðið að kaup­verðið á rekstr­inum ætti að duga fyrir um 100 milljón króna skuldum Líf og heilsu. Sam­kvæmt þeim gögnum sem finn­ast í fyr­ir­tækja­skrá er eina féð sem greitt hefur verið inn í M-veit­ingar 500 þús­und króna stofn­hluta­fé.

Sam­kvæmt frétt í DV um málið var skráður eig­andi M-veit­inga Jón Heiðar Páls­son, nágranni Jóns Garð­ars og góður vin­ur. Í til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skráar frá því í febr­úar 2013 kemur fram að allt hlutafé í M-veit­ingum hafi verið afsalað til Ásgerð­ar. Hún er því í dag eig­andi Metró-keðj­unn­ar.

Auglýsing

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None