Dow Jones vísitala hlutabréfamarkaðarins í Bandaríkjunum hækkaði um 3,83 prósent í dag á meðan hlutabréfavísitölur hafa lækkað, FTSE vísitalan breska um 1,68 prósent og DAX vísitalan í Þýskalandi um 1,4 prósent.
Í Asíu vísitölur nær allra markaða hækkað, nema í Kína þar sem enn einn lækkunardagurinn leit dagsins ljós. Þar lækkaði vísitalan um 1,3 prósent.
Samkvæmt umjöllun Wall Street Journal, sem hefur fylgst grannt með hræringum á markaði undanfarna daga, virðast áhyggjur fjárfesta af gangi mála í Kína enn viðvarandi. Fjárfestar færi fjármuni frá eignaflokkum sem tengjast Kína, sem ýti undir hækkanir á flestum öðrum mörkuðum.
Sjá má umfjöllun um stöðu mála í Kína hér, sem Magnús Halldórsson, blaðamaður Kjarnans, tók saman.
*S&P 500 RISES 3.9% IN BIGGEST RALLY SINCE NOVEMBER 2011 http://t.co/jfitYur9ZS pic.twitter.com/YKw8sp6G5z
— Bloomberg Markets (@markets) August 26, 2015