Tilkynnt var um það í dag að fjárfestarnir og bræðurnir Ronnie og Gerald Chan, frá Hong Kong, ætluðu sér að gefa Harvard háskóla 350 milljónir dala, eða sem nemur tæplega 40 milljörðum króna, í gegnum sjóð þeirra sem gefur til samfélagsmála.
Þetta er stærsta peningagjöf í sögu Harvard og gjörbreytir fjárhagsstöðu skólans. Skólinn hyggst nefna skólastofnun Harvard á sviði lýðheilsu eftir föður þeirra bræðra, samkvæmt fréttum Forbes.
Fjárfestingar Chan bræðra í nágrenni við aðalbyggingar Harvard, einkum á Cambridge svæðinu í Boston, fyrir meira 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 12 milljarða króna, voru til umfjöllunar í mars mánuði.
Eignir þeirra, sem að mestu eru bundnar við kínverska fasteignafélagið Hang Lung Group, eru metnar á 3,2 milljarða dala, eða sem nemur um 360 milljarða króna.
Bræðurnir reka einnig fjárfestingasjóðinn Morningside Group auk þess að eiga stóran hlut í kínverska snjallsímaframleiðandanum Xiamoi.
Ronnie Chan er stjórnarformaður Hang Lung Group en Gerald Chan er í stjórnarmaður.
Gerald Chan var í námi við Harvard háskóla á áttunda áratug síðustu aldar og lauk doktorsprófi í líffræði.