Minni matarsóun en markmiðum ekki náð

Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.

Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Auglýsing

Um þriðj­ungi allra mat­væla sem fram­leidd eru í heim­inum er hent. Um 10 pró­sent af losun manna á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum teng­ist þess­ari miklu mat­ar­só­un. Á þessum stað­reyndum byggir m.a. stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna um að helm­inga mat­ar­sóun á heims­vísu fyrir árið 2030. Norsk stjórn­völd og mat­væla­fyr­ir­tæki ákváðu árið 2017 að stefna að þessu mark­miði.

Ný skýrsla um mat­ar­sóun í Nor­egi árið 2020 sýnir að þótt að málið þok­ist í rétta átt virð­ist leiðin að því að upp­fylla mark­miðið vera tor­fær. Fyrsta skref­ið, að draga úr mat­ar­sóun um 15 pró­sent á fimm ára tíma­bili (2015-2020) náð­ist ekki. Á þessum árum tókst þó að minnka mat­ar­sóun um 10 pró­sent að með­al­tali þótt ákveðnir geirar hafi náð settu marki.

Auglýsing

Að auki kemur fram í skýrsl­unni að grein­ing á mat­ar­sóun og sam­drætti sé ófull­kom­in. Þannig skil­greini ákveðnir geirar og fyr­ir­tæki mat­ar­sóun með ólíkum hætti svo dæmi sé tek­ið.

Talið er að 453.650 tonn af mat hafi endað í norskum sorp­tunnum í fyrra. Það jafn­ast á við að hver Norð­maður hafi hent 84,7 kílóum af mat. Þetta er stór tala en hún er þó um 9,5 pró­sent lægri en árið 2015, segir í skýrsl­unni.

Í skýrsl­unni er farið nánar ofan í hver er að sóa mat. Heim­ili eru talin hafa hent 261 þús­und tonnum árið 2020, mat­væla­fram­leið­endur 86 þús­und tonnum og mat­vöru­versl­anir um 67 þús­und tonn­um.

Inn í þessa grein­ingu vantar hins vegar mat­væla­sóun sem verður í norskum land­bún­aði. Ekki var byrjað að safna gögnum til að meta sóun­ina í þeim geira fyrr en á síð­asta ári.

Hver Íslend­ingur hendir 90 kílóum af mat árlega

Nýlegar mæl­ingar á mat­ar­sóun á Íslandi benda til þess að hver ein­stak­lingur hendi í kringum 90 kíló af mat árlega. Í hefð­bund­inni fjög­urra manna vísi­tölu fjöl­skyldu er því hent 360 kílóum á ári. Það eru nær 7 kíló af mat á viku. Þetta umfang svipar til hinna Evr­ópu­land­anna.

Í aðgerð­ar­á­ætlun íslenskra stjórn­valda, sem gefin var út í júní 2020 til að stuðla að sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fram til 2030, er rætt um áhrif mat­ar­só­unar á los­un. Þar er lögð áhersla á að draga eigi úr losun frá úrgangi um 59 pró­sent miðað við árið 2018. Þar sem mat­væli eru stór hluti urð­aðs úrgangs á Íslandi þá mun minni mat­ar­sóun draga úr urðun og til­heyr­andi los­un. Þess vegna er það hluti af aðgerðum stjórn­valda að draga úr mat­ar­sóun sam­hliða því að bann við að urða líf­rænan úrgang og urð­un­ar­skattur verði settur á, segir í aðgerða­á­ætl­un­inni. Þar kemur enn­fremur fram að með aðgerðum sem fela í sér að draga mark­visst úr mat­ar­sóun minnki losun koltví­oxíðs frá úrgangi um 14 þús­und tonn til árið 2030.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent