Minni matarsóun en markmiðum ekki náð

Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.

Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Auglýsing

Um þriðj­ungi allra mat­væla sem fram­leidd eru í heim­inum er hent. Um 10 pró­sent af losun manna á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum teng­ist þess­ari miklu mat­ar­só­un. Á þessum stað­reyndum byggir m.a. stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna um að helm­inga mat­ar­sóun á heims­vísu fyrir árið 2030. Norsk stjórn­völd og mat­væla­fyr­ir­tæki ákváðu árið 2017 að stefna að þessu mark­miði.

Ný skýrsla um mat­ar­sóun í Nor­egi árið 2020 sýnir að þótt að málið þok­ist í rétta átt virð­ist leiðin að því að upp­fylla mark­miðið vera tor­fær. Fyrsta skref­ið, að draga úr mat­ar­sóun um 15 pró­sent á fimm ára tíma­bili (2015-2020) náð­ist ekki. Á þessum árum tókst þó að minnka mat­ar­sóun um 10 pró­sent að með­al­tali þótt ákveðnir geirar hafi náð settu marki.

Auglýsing

Að auki kemur fram í skýrsl­unni að grein­ing á mat­ar­sóun og sam­drætti sé ófull­kom­in. Þannig skil­greini ákveðnir geirar og fyr­ir­tæki mat­ar­sóun með ólíkum hætti svo dæmi sé tek­ið.

Talið er að 453.650 tonn af mat hafi endað í norskum sorp­tunnum í fyrra. Það jafn­ast á við að hver Norð­maður hafi hent 84,7 kílóum af mat. Þetta er stór tala en hún er þó um 9,5 pró­sent lægri en árið 2015, segir í skýrsl­unni.

Í skýrsl­unni er farið nánar ofan í hver er að sóa mat. Heim­ili eru talin hafa hent 261 þús­und tonnum árið 2020, mat­væla­fram­leið­endur 86 þús­und tonnum og mat­vöru­versl­anir um 67 þús­und tonn­um.

Inn í þessa grein­ingu vantar hins vegar mat­væla­sóun sem verður í norskum land­bún­aði. Ekki var byrjað að safna gögnum til að meta sóun­ina í þeim geira fyrr en á síð­asta ári.

Hver Íslend­ingur hendir 90 kílóum af mat árlega

Nýlegar mæl­ingar á mat­ar­sóun á Íslandi benda til þess að hver ein­stak­lingur hendi í kringum 90 kíló af mat árlega. Í hefð­bund­inni fjög­urra manna vísi­tölu fjöl­skyldu er því hent 360 kílóum á ári. Það eru nær 7 kíló af mat á viku. Þetta umfang svipar til hinna Evr­ópu­land­anna.

Í aðgerð­ar­á­ætlun íslenskra stjórn­valda, sem gefin var út í júní 2020 til að stuðla að sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fram til 2030, er rætt um áhrif mat­ar­só­unar á los­un. Þar er lögð áhersla á að draga eigi úr losun frá úrgangi um 59 pró­sent miðað við árið 2018. Þar sem mat­væli eru stór hluti urð­aðs úrgangs á Íslandi þá mun minni mat­ar­sóun draga úr urðun og til­heyr­andi los­un. Þess vegna er það hluti af aðgerðum stjórn­valda að draga úr mat­ar­sóun sam­hliða því að bann við að urða líf­rænan úrgang og urð­un­ar­skattur verði settur á, segir í aðgerða­á­ætl­un­inni. Þar kemur enn­fremur fram að með aðgerðum sem fela í sér að draga mark­visst úr mat­ar­sóun minnki losun koltví­oxíðs frá úrgangi um 14 þús­und tonn til árið 2030.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent