Morgunblaðið segir Guðlaug Þór vera að íhuga formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson gæti verið að fá mótframboð sem formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur setið frá árinu 2009. Fyrsti landsfundur flokksins í tæp fimm ár fer fram í byrjun nóvember.

Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

Í Morg­un­blað­inu í dag er því haldið fram að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is- orku- og lofts­lags­ráð­herra, sé að íhuga að bjóða sig fram til for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn Bjarna Bene­dikts­syni, sem verið hefur for­maður frá árinu 2009 og hyggst sækj­ast eftir end­ur­kjöri. Í frétt­inni, sem skrifuð er af Andr­ési Magn­ús­syni rit­stjórn­ar­full­trúa Morg­un­blaðs­ins, segir þó að ekk­ert hafi feng­ist stað­fest um fram­boð Guð­laugs Þórs en að „und­an­farna daga hafa verið miklir orða­sveimir um hugs­an­legt fram­boð Guð­laugs, sem m.a. hefur verið tengt umdeildu vali á lands­fund­ar­full­trúum í stöku félag­i.“ Blaðið hafði ekki náð tali af Guð­laugi Þór und­an­farna daga og hann því sjálfur ekki svarað neinu um meint fram­boð.

Guð­laugur Þór hefur setið á þingi frá árinu 2003, var heil­brigð­is­ráð­herra 2007 til 2009 og utan­rík­is­ráð­herra á síð­asta kjör­tíma­bili. Hann sat einnig í borg­ar­stjórn Reykja­víkur 1998 til 2006.

Inn­an­flokksá­tök í aðdrag­anda kosn­inga

Guð­laugur Þór hefur lengi verið með sterka stöðu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins þótt hann sé ekki hluti af for­ystu hans. Sú staða er hefur sér­stak­lega verið sterk í Reykja­vík og armur flokks­ins verið kenndur við hann. Sú staða hefur meðal ann­ars gert það að verkum að hann hefur haft til­kall til ráð­herra­emb­ættis þótt hann sé ekki tal­inn hluti af þeim armi flokks­ins sem fylgir Bjarna Bene­dikts­syni. Raunar er hann eini ráð­herr­ann sem það gerir ekki. Vara­for­mað­ur­inn Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir og Jón Gunn­ars­son styðja öll Bjarna, og njóta stuðn­ings hans.

Auglýsing
Sá armur hefur tek­ist á við ann­an, þann sem er hall­ari undir flokks­for­yst­una og þá stjórn­mála­menn sem henni fylgja, í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, jafnt í borg­inni og fyrir þing­kosn­ing­ar. Fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 studdi armur Guð­laugs Þórs til dæmis Eyþór Arn­alds í leið­toga­sætið og var með meiri­hluta í kjör­nefnd og full­trúa­ráði, sem rað­aði öðrum fram­bjóð­endum á lista. Sú fram­kvæmd öll fór afar öfugt ofan í ýmsa aðra innan flokks­ins. 

Fyrir þing­kosn­ing­arnar 2021 fór fram próf­kjör í Reykja­vík þar sem Guð­laugur Þór tókst á við Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur um að vera odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í höf­uð­borg­inni. Hart var tek­ist á og miklum fjár­hæðum eytt í bar­átt­una í sam­an­burði við það sem aðrir stjórn­mála­menn eyddu. Guð­laugur Þór kost­aði alls til ell­efu millj­ónum króna og Áslaug Arna 8,7 millj­ónum króna.

Leik­ur­inn var end­ur­tek­inn í ár fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar. Þótt Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni sé úr þeim armi sem kennir sig við Áslaugu Örnu þá voru margir aðrir sem röð­uðu sér ofar­lega á lista úr armi Guð­laugs Þórs. Það kall­aði á miklar mála­miðl­anir í mál­efna­á­herslum fram­boðs­ins.

„Þeir töp­uðu“

Guð­laugur Þór hafði á end­anum sigur og hélt í kjöl­farið eft­ir­minni­lega ræðu þegar hann ávarp­aði stuðn­ings­menn sína. Ræð­an, sem átti ekki að vera opin­ber, var tekin upp og birt á Vísi.

Þar sagði Guð­laugur Þór meðal ann­ars að mark­visst hefði verið unnið gegn sér í próf­kjör­inu. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri til­tölu­lega ein­falt að því leyt­inu til að sá sem hér stendur hefur mælst vin­sæl­asti ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, eini Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn sem hefur unnið erf­ið­asta kjör­dæmi okk­ar, Reykja­vík norð­ur, ekki einu sinni, heldur þrisvar.

Samt sem áður var lögð ein­hver gríð­ar­lega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stend­ur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram odd­viti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töp­uð­u,“ sagði Guð­laugur Þór. 

Á meðan að hann flutti ræð­una heyrð­ust stuðn­ings­menn kalla „los­aðu þig við Bjarna“ og kalla til Guð­laugs Þórs: „for­mað­ur­inn“.

Gæti tekið fram úr Davíð

Bjarni til­kynnti sjálfur um fram­boð sitt til for­manns á kom­andi lands­fundi í byrjun ágúst. Lands­fund­ur­inn, sem fer fram fyrstu helg­ina í nóv­em­ber, verður sá fyrsti sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur síðan í mars 2018. Í sam­tali við RÚV í sumar sagði Bjarni að kjör­­tíma­bilið væri rétt að hefj­­ast og honum fynd­ist „ekk­ert annað eðli­­legt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóv­­em­ber mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þess­­ari rík­­is­­stjórn og leiða Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn.“

Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009. Mynd: Bára Huld Beck

Bjarni tók við for­­mennsku í Sjálf­­stæð­is­­flokknum í mars 2009, þá 39 ára gam­all. Bjarni sigr­aði þá hinn eldri og reynd­­­ari Krist­ján Þór Júl­í­us­­­son í for­­­manns­slag á lands­fundi. Bjarni fékk 58 pró­­­sent atkvæða en Krist­ján Þór 40,4 pró­­­sent. Hann hefur því verið for­­maður í rúm þrettán ár. Lands­fundir Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem kjósa for­ystu hans, eru vana­­lega haldnir á tveggja ára fresti. Fundum sem fyr­ir­hug­aðir voru 2020 og 2021 var hins vegar frestað vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins.

Verði Bjarni end­­ur­­kjörin for­­mað­­ur, og sitji hann fram að næsta lands­fundi þar á eftir sem fram fer 2024, mun hann hafa verið for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í 15 ár. Það þýðir að hann tekur þá fram úr Davíð Odds­­syni, sem var for­­maður í 14 og hálft ár og yrði í öðru sæti yfir þá for­­menn sem setið hafa lengst. Metið á Ólafur Thors, sem var for­­maður í 27 ár. 

Sá ráð­herra sem þjóðin van­­treystir mest

Í for­­mann­s­­tíð sinni hefur Bjarni leitt Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn í gegnum fimm kosn­­ing­­ar. Honum hefur mest tek­ist að fá 29 pró­­sent fylgi í kosn­­ing­unum árið 2016, en minnst 23,7 pró­­sent í fyrstu kosn­­ing­unum 2009. Í kosn­­ing­unum í fyrra­haust fékk Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn 24,4 pró­­sent atkvæða sem er næst versta nið­­ur­­staða hans frá upp­­hafi. 

Auglýsing
Flokkurinn, sem hefur verið við völd lengur en nokkur annar í Íslands­­­sög­unn­i,  var í stjórn­­­ar­and­­stöðu fyrsta kjör­­tíma­bilið eftir að Bjarni tók við en komst aftur í stjórn eftir kosn­­ing­­arnar 2013. Síðan þá hefur hann hald­ist þar, í afar ólíkum stjórn­­­ar­­mynstr­­um. Bjarni hefur verið fjár­­­mála­ráð­herra frá 2013, að und­an­­skildu nokk­­urra mán­aða tíma­bili á árinu 2017 þegar hann varð for­­sæt­is­ráð­herra í skamm­líf­­ari rík­­is­­stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­­tíð. Eftir síð­­­ustu tvær kosn­­ingar hefur Bjarni myndað rík­­is­­stjórn með Vinstri grænum og Fram­­sókn­­ar­­flokki undir for­­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­­ur.

Í könnun sem Gallup gerði á trausti þjóð­­ar­innar til ráð­herra rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í apríl síð­­ast­liðnum var Bjarni sá ráð­herra sem flestir báru lítið traust til, eða 70,7 pró­­sent aðspurðra. Rúm 18 pró­­­sent aðspurðra sögð­ust bera mikið traust til Bjarna, ögn fleiri en sögð­ust treysta Jóni Gunn­­­ar­s­­­syni dóms­­­mála­ráð­herra, sem er sá ráð­herra sem fæstir báru traust til.

Könn­unin var gerð í kjöl­far þess að mikil gagn­rýni spratt upp á sölu á hlutum íslenska rík­is­ins í Íslands­banka, en næstum níu af hverjum tíu lands­mönnum töldu að illa hafi verið staðið að söl­unni og að óeðli­legir við­skipta­hættir hafi verið við­hafð­ir. Ráðu­neyti Bjarna fer með eign­ar­hald á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og hann tók ákvarð­anir um sölu­ferl­ið. 

Bjarni fól Rík­is­end­ur­skoðun að gera stjórn­sýslu­út­tekt á sölu­ferl­inu og sú stofnun hefur nú lokið við gerð skýrslu um það. Umsagn­ar­frestur þeirra sem eru til umfjöll­unar í skýrsl­unni, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Banka­sýsla rík­is­ins, rennur út í dag og verður henni í kjöl­farið skilað til Alþing­is. Vænta má að skýrslan verði birt opin­ber­lega fyrir kom­andi lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Fylgið komið aftur nálægt kjör­­fylgi

Framan af þessu kjör­­tíma­bili mæld­ist fylgi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins ekki mik­ið í sögu­legu sam­hengi. Í apríl fór það í fyrsta sinn undir 20 pró­­sent í könnun Gallup. Und­an­farið hefur það þó lag­­ast og í síð­­­ustu birtu könnun Gallup mæld­ist það 24,1 pró­­sent, eða rétt við kjör­fylgi. Í könnun sem Mask­ína gerði núna í októ­ber mæld­ist fylgið 22,8 pró­sent.

Í sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum sem fóru fram í vor hélt Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn stöðu sinni sem stærsti flokk­­ur­inn á lands­vísu og fékk 110 full­­trúa kjörna. Kjörnum full­­­trúum Sjálf­­­stæð­is­­­flokks í 22 stærstu sveit­­­ar­­­fé­lögum lands­ins fækk­­aði hins vegar um sjö frá fyrra kjör­­­tíma­bili, eru nú 76 en voru 83 á síð­­­asta kjör­­­tíma­bili.

Honum mistókst meðal ann­­ars að kom­­ast til valda á ný í Reykja­vík, kjör­dæmi Guð­laugs Þórs, en flokk­­ur­inn hefur verið utan stjórnar í höf­uð­­borg­inni frá 1994 ef frá eru talin nokkur ár á kjör­­tíma­bil­inu 2006-2010. Nið­­ur­­stað­an, 24,5 pró­­sent, var minnsta hlut­­falls­­lega fylgi sem flokk­­ur­inn hefur fengið í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­um. 

Þá fékk flokk­­­ur­inn undir 50 pró­­­sent atkvæða í höf­uð­víg­inu Garða­bæ, heimabæ Bjarna, þar sem hann fékk 62 pró­­­sent 2018. Það er í fyrsta sinn sem Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn fær ekki meiri­hluta atkvæða þar síðan á átt­unda ára­tugnum þegar sveit­­­ar­­­fé­lagið hét Garða­hreppur og íbú­a­­­fjöld­inn var fjórð­ungur af því sem hann er nú.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent