Í óformlegum sameiningarviðræðum Virðingar og MP banka, sem staðið hafa frá því í sumar, hefur meðal annars verið gert ráð fyrir því að verðmatið á MP banka sé á bilinu 0,3 til 0,6 sinnum eigið fé bankans, sem þýðir að bankinn er metinn á 1,5 til þrjá milljarða króna. Eigið fé bankans var í árslok í fyrra rúmlega fimm milljarðar króna. Mismunandi hugmyndir eru þó uppi um verðið, eins og gefur að skilja. Hluthafar MP banka vilja að það sé metið í hærri kantinum á meðan aðrir þeir sem horfa til sameiningarinnar úr hluthafahópi Virðingar telja bankann vera minna virði.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_09_04/20[/embed]
Í sumar var meðal annars opið svonefnt gagnaherbergi þar sem fjárfestar gátu kynnt sér gögn um innviði MP banka með fjárfestingu í huga. Samkvæmt heimildum kynntu nokkrir aðilar sér þau en nokkrir hluthafa bankans hafa að undanförnu sóst eftir því að selja hlut sinn í bankanum.
Þetta er stutt útgáfa af umfjöllun Kjarnans um málið. Lesa má umfjöllunina í heild hér.