dóri.jpg
Auglýsing

Þvotta­brettið í World Class vill ekki að þú vitir hvernig hann sinnir við­skipt­um. Inn­an­rík­is­­ráð­herra vill ekki að neinn viti hvers lags fantur hún er í raun og veru. Eig­endur fjöl­miðla­­fyr­ir­tækis vilja ekki að þú vitir neitt um glæpi þeirra. Útgerðin vill að þú haldir að Evr­ópa ætli að borða frá þér alla ýsuna þína. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að þú haldir að þú hafi unnið í lóttó­inu. Morg­un­blaðið vill halda þér eins illa upp­lýstum og mögu­lega er hægt.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík vill að þú trúir því að nefnd sem er ætluð til að færa almenn­ingi meira vald og aukið gagn­sæi sé óþarft prump. For­seti Íslands vill að þú trúir því að fram­tíð lands­ins liggi í því að fylkja sér fyrir aftan ein­hverja hrotta og fara í ísjaka­leik.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_09_04/60[/em­bed]

Auglýsing

Þetta er stað­an. Þetta er stríðs­á­stand. Fólkið í land­inu gegn fólk­inu sem vill ekki að þú vitir sann­leik­ann. Fólkið sem vill halda þér hræddum og blekkt­um. Fólkið sem ber ekki virð­ingu fyrir nokkrum sköp­uðum hlut nema sjálfum sér – þú ert því miður í þeirra heimi, þar sem þeirra hags­munir eru ofar öllu. Þetta fólk vill pen­ing­ana þína, með einum eða öðrum hætti, og því er nákvæm­lega sama þótt það þurfi að brengla skynjun þína á raun­veru­leik­anum til þess að kom­ast yfir þá.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem er meiri one trick pony en sjálfur íslenski hest­ur­inn, hefur nú misst frá sér 23 þús­und kjós­end­ur. Hans 15 mín­útur af frægð kost­uðu þjóð­ina ekki nema 80 millj­arða, sem er kannski algjört smott­erí í stóra sam­heng­inu. En þrátt fyrir að flokk­ur­inn nálgist Píra­ta­flokk­inn að stærð er engin und­ir­liggj­andi krafa um að mað­ur­inn drulli sér úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Ég meina, hann var að láta snyrta á sér auga­brún­irnar og því alveg sjálf­sagt að hann fái að nudda þeim aðeins í leðrið þarna upp­frá leng­ur.

Af hverju fer inn­an­rík­is­ráð­herra ekki? Af hverju áttar hún sig ekki á því að hvort sem það er rétt­látt eða ekki hafa aðferðir hennar og yfir­lýs­ingar orðið til þess að fólk hefur misst trúna á rétt­ar­kerfið og það er miklu stærra og mik­il­væg­ara dæmi en hennar kósí mínímal­íska heim­ili.

Hanna Birna – ég veit að þér þótti rosa­lega óþægi­legt að ræða við Stefán Eiríks­son um rann­sókn lög­regl­unnar á þínu eigin ráðu­neyti en trúðu mér þegar ég segi að okkur kjós­endum finnst til­hugs­unin um þig garg­andi á lög­reglu­stjóra á laug­ar­degi helm­ingi óþægi­legri.

Til­hugs­unin um að hennar helstu tals­menn séu Brynjar Níels­son, Jón Steinar Gunn­laugs­son og Björn Bjarna­son er svo bara eins og hryll­ings­saga. Ég meina, ef „segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég segi þér hver þú ert“-reglan er í gildi, þá ert þú, væna, ann­að­hvort norn eða tröll­kerl­ing í þessu sam­hengi.

Og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig í könn­un­um. What else is new – síð­ast þegar ég gáði breiðir krabba­mein úr sér stöðugt, nema það sé skorið í burtu.

Ten­ing­unum var kastað fyrir löngu. Her­sveitir Saurons þeys­ast inn í Mikla­garð. Stríðið er í algleym­ingi og það er kýr­skýrt hvað er í húfi; rétt­ur­inn til þess að skrifa sög­una. Sagan er skrifuð af sig­ur­veg­urum og sig­ur­veg­ar­inn er sá sem svífst einskis. Hvernig verður þessi saga skráð þegar fram líða stund­ir?

Er Reynir Trausta­son mann­orðs­morð­ingi og hand­bendi útgerð­ar­manns? Var Hanna Birna fórn­ar­lamb í ljótum pólit­ískum leik, sem hún betur fer stóð af sér? Er Mik­ael Torfa­son drullu­sokkur og Ólafur Steph­en­sen vælu­kjói? Bjarg­aði milli­færsla Fram­sókn­ar­flokks­ins efna­hag íslenskra heim­ila? Höfðum við öll rangt fyrir okk­ur, og þau rétt?

Nútím­inn er því miður raun­veru­leika­þátt­ur, þar sem heið­ar­lega fólkið er kosið í burtu við bjar­mann af kyndlum á meðan drullu­sokk­arnir sem svífast einskis skrifa bæði regl­urnar og frá­sögn­ina jafn­óð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None