Náttúrufræðistofnun telur gagnslítið að stinga á egg máfa í Garðabæ

Náttúrufræðistofnun Íslands leggst gegn því að bæjaryfirvöldum í Garðabæ verði veitt leyfi til að stinga á egg sílamáfa í Gálgahrauni og hefur ekki mikla trú á að sú aðgerð muni fækka máfum sem gera íbúum í Sjálandshverfi lífið leitt.

Sílamáfurinn hefur verið íbúum í Sjálandshverfi til nokkur ama að undanförnu, og jafnvel ráðist á fólk.
Sílamáfurinn hefur verið íbúum í Sjálandshverfi til nokkur ama að undanförnu, og jafnvel ráðist á fólk.
Auglýsing

Íbúar í Sjá­lands­hverfi í Garðabæ fá sumir ekki svefn­frið á nótt­unni vegna hávaða í máfum – og mörg dæmi eru um að máfarnir hafi hrein­lega ráð­ist á fólk í hverf­inu, sam­kvæmt bréfi sem íbúi sendi til bæj­ar­stjórn­ar­innar í Garðabæ í upp­hafi þessa mán­að­ar.

„[Þ]etta ástand er algjör­lega óþol­and­i,“ skrif­aði íbú­inn, sem vildi fá að vita hvað bæj­ar­stjórnin ætl­aði sér að gera í þessum mál­um.

Mál­efni máfa við Sjá­lands­hverfið voru svo til umræðu á fundi bæj­ar­ráðs Garða­bæjar í dag og ljóst er, sam­kvæmt því sem fram kemur í fund­ar­gerð, að bæj­ar­yf­ir­völd hafa verið að velta fyrir sér að grípa til aðgerða vegna ónæðis frá síla­máfum á þessum slóðum um nokkra hríð. Frá hinu sama var sagt í fréttum í lok vetr­ar.

Á fundi bæj­ar­ráðs var farið yfir það að í vor sendi Garða­bær inn umsókn til Umhverf­is­stofn­unar um að fá und­an­þágu frá frið­lýs­ing­ar­skil­málum Gálga­hrauns og leyfi til að fækka síla­máf á svæð­inu með því að stinga á egg máfanna, svo færri máfar kæmust á legg.

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands líst hins vegar lítið á þau áform, sam­kvæmt því sem segir í umsögn stofn­un­ar­innar um þessa umsókn Garða­bæj­ar.

Máf­ur­inn fer víða

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar kemur fram að stofn­un­ina vanti upp­lýs­ingar um stofn­stærð síla­máfa á helstu varp­stöðvum á Suð­vest­ur­landi og því sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif stað­bundnar aðgerðir myndu hafa, en um leið stofn­unin hafi „ekki mikla trú á að þessar áætl­uðu aðgerðir um að stinga á egg í hreiðrum í hluta Gálga­hrauns muni skila árangri við að fækka síla­máfi við Arn­ar­nes­vog.“

Auglýsing

Þar er þess að auki getið að varpið í Gálga­hrauni sé ein­ungis eitt af varp­svæðum síla­máfs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en stærsta varpið er á Rosmhvala­nesi og þaðan ferð­ast fuglar „vítt og breitt um sunn­an­verðan Faxa­flóa“ að sögn Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar.

Sílamáfsegg. Mynd: Fuglavefur.is

„Því er ólík­legt að máf­inum muni fækka við þessar stað­bundnu aðgerðir því síla­máfar geta farið víða og geld­fugl sér­stak­lega heldur sig ekki endi­lega næst varp­stöðv­um. Mögu­legt er að aðgerðin geti skilað árangri við að til­færsla verði á varp­inu ef það er mark­mið, en vænt­an­lega þyrfti að fylgja því eftir ein­hver ár fram í tím­ann,“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar.

Sveit­ar­fé­lög þurfi að fræða íbúa um sam­neyti við nátt­úru

Nátt­úru­fræði­stofnun segir einnig að sam­neyti við villta nátt­úru sé „hluti af veru­leika sem horfast þarf í augu við“ og að sam­neyt­inu geti fylgt „árekstrar og ónæð­i.“

„Að mati Nátt­úru­fræði­stofn­unar er nauð­syn­legt að sveit­ar­fé­lög miðli upp­lýs­ingum til almenn­ings um þetta, að þétt­býli úti­lokar ekki nánd við villt dýr og að sýna þurfi lífs­bar­áttu þeirra skiln­ing,“ segir í umsögn­inni, og því bætt við að til að draga úr ágangi síla­máfa megi huga betur að frá­gangi úrgangs og með­höndlun mat­væla utandyra, því það sé það sem laðar að síla­máfa sem og aðra fugla.

Á fundi bæj­ar­ráðs Garða­bæjar í dag var Almari Guð­munds­syni bæj­ar­stjóra falið að bregð­ast við umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, ásamt því að vinna að til­lögum um aðgerðir til að draga megi úr ágangi máfa innan bæj­ar­markanna. Bæj­ar­ráðið fól bæj­ar­stjóra jafn­framt að taka málið upp á vett­vangi stjórnar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Vor­boð­inn hrjúfi

Síla­máf­ur­inn er far­fugl, sem er til­tölu­lega nýr land­nemi á Íslandi, en fugl­arnir hófu ekki að verpa hér á landi fyrr en á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar. Nú verpir hann víða um land og fer síla­máfum fjölg­andi í nátt­úru Íslands.

Máfarnir koma venju­lega hingað til lands snemma árs, og sam­kvæmt upp­lýs­ingum á Fugla­vefnum var með­al­komu­tími fyrstu fugla 25. febr­ú­ar. Því hefur síla­máf­ur­inn fengið við­ur­nefnið „vor­boð­inn hrjúfi“ til mót­vægis við skóg­ar­þröstinn, sem er sá ljúfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent