Nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sammála um hvað skuli eða þurfi að gera

Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að vinna eigi með sóttvarnalögin eins og þau eru og mögulega herða eftirlit með fólki í sóttkví, ef þörf krefji. Þingmaður Samfylkingar segir eðlilegt að skjóta lagastoð undir skyldusóttkví í farsóttarhúsum.

Vilhjálmur Árnason, hér til hægri, segir að hann telji rétt að vinna með lögin eins og þau eru og mögulega auka lögreglueftirlit með þeim sem eru í sóttkví.
Vilhjálmur Árnason, hér til hægri, segir að hann telji rétt að vinna með lögin eins og þau eru og mögulega auka lögreglueftirlit með þeim sem eru í sóttkví.
Auglýsing

Ólík sjónarmið eru uppi innan velferðarnefndar Alþingis, um þá stöðu sem upp er komin vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómstóllinn komst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki væri lagastoð fyrir því að skylda þá sem geta verið í sóttkví heima hjá sér til þess að fara í sóttvarnahús við komuna til landsins.

Nefndin sat á fundi í rúmar fjórar klukkustundir í dag og fékk til sín bæði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Kjarninn ræddi við tvo nefndarmenn, Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingar og Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokks, að fundinum loknum.

Þau eru ekki sammála um hvernig takast skuli á við málið. Helga Vala vill að farið verði að ráðum sóttvarnalæknis og lögum verði breytt til þess að sú aðgerð sem heilbrigðisráðherra hefur verið gerð afturreka með, að skylda alla frá skilgreindum há-áhættusvæðum í sóttkví á hóteli, öðlist lagastoð.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið afdráttarlaus um að það telji hann farsælast, en lítið hefur heyrst úr ranni ríkisstjórnarinnar frá því að úrskurður héraðsdóms lá fyrir í gær. Í sameiginlegri yfirlýsingu ráðuneytis og sóttvarnalæknis í gærkvöldi var biðlað til fólks um að vera áfram á sóttvarnahótelinu, þrátt fyrir úrskurðinn.

Heilbrigðisráðherra sagði við mbl.is í dag að niðurstöðu Landsréttar í málinu yrði beðið og tjáði sig ekkert um hvort farið yrði fram með frumvarp. Málið hefði ekki verið rætt formlega í ríkisstjórn.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.

Helga Vala segir fyrir þrjár leiðir til þess að leggja fram slíkt frumvarp. Í fyrsta lagi geti heilbrigðisráðherra gert það og þá sé hægt að „afgreiða það hratt og vel“, í annan stað gæti velferðarnefnd lagt fram slíkt frumvarp ef samstaða væri um það innan nefndarinnar og í þriðja lagi gætu þingmenn tekið sig saman og lagt fram þingmannamál um breytingar á sóttvarnalögunum.

Helga Vala segist þó efast um að samstaða sé um hvernig taka skuli á málinu á meðal ríkisstjórnarflokkanna og vísar til viðtals á Vísi við sjálfstæðismanninn Brynjar Níelsson, sem staddur er á Spáni um þessar mundir. Þar kom fram að hann myndi aldrei taka þátt í því að breyta lögunum við þær aðstæður sem nú ríktu.

Ætti að vinna með lögin eins og þau eru, að mati Vilhjálms

Annan kostinn sem Helga Vala nefndi er svo gott sem hægt að slá út af borðinu, því Vilhjálmur segir að hann sjálfur sé ekki fylgjandi því að breyta lögunum.

„Mér finnst það eigi bara að reyna að vinna með lögin eins og þau eru,“ segir Vilhjálmur, sem er mótfallinn því að íbúar hér á landi séu skikkaðir í sóttvarnarhús við komuna til landsins, ef þeir geti sýnt fram á að hafa aðstæður til að halda sóttkví.

Auglýsing

Hann telur að hægt væri að auka eftirlit lögreglu með þeim sem eru í sóttkví og segir til dæmis að hægt væri að tilkynna komufarþegum að farið yrði í handahófskenndar heimsóknir á þann stað sem það gefur upp sem dvalarstað sinn í sóttkví.

Auk þess segir hann að þrátt fyrir að lagaheimild væri skotið undir aðgerðir heilbrigðisráðherra í snatri ætti eftir að kljást við þær spurningar sem lúti að því hvort aðgerðin standist jafnræði, meðalhóf og þau réttindi sem fólki séu tryggð í stjórnarskrá. Þeim spurningum hafi ekki verið svarað í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent