Nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sammála um hvað skuli eða þurfi að gera

Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að vinna eigi með sóttvarnalögin eins og þau eru og mögulega herða eftirlit með fólki í sóttkví, ef þörf krefji. Þingmaður Samfylkingar segir eðlilegt að skjóta lagastoð undir skyldusóttkví í farsóttarhúsum.

Vilhjálmur Árnason, hér til hægri, segir að hann telji rétt að vinna með lögin eins og þau eru og mögulega auka lögreglueftirlit með þeim sem eru í sóttkví.
Vilhjálmur Árnason, hér til hægri, segir að hann telji rétt að vinna með lögin eins og þau eru og mögulega auka lögreglueftirlit með þeim sem eru í sóttkví.
Auglýsing

Ólík sjón­ar­mið eru uppi innan vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, um þá stöðu sem upp er komin vegna úrskurðar Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Dóm­stóll­inn komst í gær að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri laga­stoð fyrir því að skylda þá sem geta verið í sótt­kví heima hjá sér til þess að fara í sótt­varna­hús við kom­una til lands­ins.

Nefndin sat á fundi í rúmar fjórar klukku­stundir í dag og fékk til sín bæði Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra og Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni. Kjarn­inn ræddi við tvo nefnd­ar­menn, Helgu Völu Helga­dóttur þing­mann Sam­fylk­ingar og Vil­hjálm Árna­son þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks, að fund­inum lokn­um.

Þau eru ekki sam­mála um hvernig takast skuli á við mál­ið. Helga Vala vill að farið verði að ráðum sótt­varna­læknis og lögum verði breytt til þess að sú aðgerð sem heil­brigð­is­ráð­herra hefur verið gerð aft­ur­reka með, að skylda alla frá skil­greindum há-á­hættu­svæðum í sótt­kví á hót­eli, öðlist laga­stoð.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur verið afdrátt­ar­laus um að það telji hann far­sælast, en lítið hefur heyrst úr ranni rík­is­stjórn­ar­innar frá því að úrskurður hér­aðs­dóms lá fyrir í gær. Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu ráðu­neytis og sótt­varna­læknis í gær­kvöldi var biðlað til fólks um að vera áfram á sótt­varna­hót­el­inu, þrátt fyrir úrskurð­inn.

Heil­brigð­is­ráð­herra sagði við mbl.is í dag að nið­ur­stöðu Lands­réttar í mál­inu yrði beðið og tjáði sig ekk­ert um hvort farið yrði fram með frum­varp. Málið hefði ekki verið rætt form­lega í rík­is­stjórn.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.

Helga Vala segir fyrir þrjár leiðir til þess að leggja fram slíkt frum­varp. Í fyrsta lagi geti heil­brigð­is­ráð­herra gert það og þá sé hægt að „af­greiða það hratt og vel“, í annan stað gæti vel­ferð­ar­nefnd lagt fram slíkt frum­varp ef sam­staða væri um það innan nefnd­ar­innar og í þriðja lagi gætu þing­menn tekið sig saman og lagt fram þing­manna­mál um breyt­ingar á sótt­varna­lög­un­um.

Helga Vala seg­ist þó efast um að sam­staða sé um hvernig taka skuli á mál­inu á meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og vísar til við­tals á Vísi við sjálf­stæð­is­mann­inn Brynjar Níels­son, sem staddur er á Spáni um þessar mund­ir. Þar kom fram að hann myndi aldrei taka þátt í því að breyta lög­unum við þær aðstæður sem nú ríktu.

Ætti að vinna með lögin eins og þau eru, að mati Vil­hjálms

Annan kost­inn sem Helga Vala nefndi er svo gott sem hægt að slá út af borð­inu, því Vil­hjálmur segir að hann sjálfur sé ekki fylgj­andi því að breyta lög­un­um.

„Mér finnst það eigi bara að reyna að vinna með lögin eins og þau eru,“ segir Vil­hjálm­ur, sem er mót­fall­inn því að íbúar hér á landi séu skikk­aðir í sótt­varn­ar­hús við kom­una til lands­ins, ef þeir geti sýnt fram á að hafa aðstæður til að halda sótt­kví.

Auglýsing

Hann telur að hægt væri að auka eft­ir­lit lög­reglu með þeim sem eru í sótt­kví og segir til dæmis að hægt væri að til­kynna komu­far­þegum að farið yrði í handa­hófs­kenndar heim­sóknir á þann stað sem það gefur upp sem dval­ar­stað sinn í sótt­kví.

Auk þess segir hann að þrátt fyrir að laga­heim­ild væri skotið undir aðgerðir heil­brigð­is­ráð­herra í snatri ætti eftir að kljást við þær spurn­ingar sem lúti að því hvort aðgerðin stand­ist jafn­ræði, með­al­hóf og þau rétt­indi sem fólki séu tryggð í stjórn­ar­skrá. Þeim spurn­ingum hafi ekki verið svarað í úrskurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent