New York Times kaupir The Athletic og nælir sér í 1,2 milljónir áskrifenda

Þrátt fyrir að The Athletic hafi aldrei náð að skila hagnaði frá stofnun miðilsins árið 2016 stendur nú til að New York Times kaupi vefmiðilinn, sem einbeitir sér að íþróttaumfjöllun á dýptina, á jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna.

The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
Auglýsing

Útgáfu­fé­lag New York Times, New York Times Company, hefur kom­ist að sam­komu­lagi um kaup á íþrótta­vef­miðl­inum The Athlet­ic. Banda­ríska stór­blaðið mun greiða 550 milljón dali, jafn­virði yfir 70 millj­arða íslenskra króna, fyrir vef­mið­il­inn, sem stofn­aður var árið 2016.

The Athletic hefur aldrei skilað hagn­aði, en hefur náð að safna 1,2 millj­ónum áskrif­enda á heims­vísu. Íþrótta­mið­ill­inn hefur lagt áherslu á dýpri frétta­flutn­ing og grein­ingar úr heimi íþrótta og hefur það vakið mikla athygli hvernig mið­ill­inn hefur sópað til sín mörgum af öfl­ug­ustu íþrótta­skríbentum rót­grón­ari miðla í Banda­ríkj­unum og síðar Bret­landi.

Í frétt um þessi við­skipti á vef New York Times segir að kaupin á The Athletic færi New York Times nær mark­miði blaðs­ins að vera komið með 10 millj­ónir áskrif­enda á heims­vísu árið 2025. Auk þess muni kaupin færa áskrif­endum New York Times dýpri umfjöllun um þau rúm­lega 200 íþróttalið í Norð­ur­-Am­er­íku, Bret­landi og á meg­in­landi Evr­ópu sem blaða­menn The Atletic fylgist sér­stak­lega með­.

Til stendur að rekstur The Athletic verði áfram í þeirri mynd sem hann er nú og að rit­stjórn mið­ils­ins verði sjálf­stæð og óháð rit­stjórn New York Times. Áskriftir að The Athletic verða fyrst um sinn seldar stakar, en síðar verður boðið upp á þær sem hluta af áskrift­ar­pakka New York Times. New York Times mun áfram reka sína eigin íþrótta­deild.

Trúðu því að fólk vildi borga fyrir betri íþrótta­f­réttir

Sem áður segir fór The Athletic fyrst í loftið árið 2016, en stofn­endur mið­ils­ins eru þeir Alex Mather og Adam Hans­mann, sem áður störf­uðu saman hjá fyr­ir­tæk­inu Strava. Mið­ill­inn var stofn­aður í Chicago og fyrst um sinn beind­ist umfjöll­unin aðal­lega að íþrótta­lið­unum þar í borg, en síðan færði mið­ill­inn út kví­arnar og fór frá borg í borg í Banda­ríkj­unum og Kanada og kippti til sín færum íþrótta­f­rétta­mönnum sem höfðu sér­þekk­ingu á þeim liðum og íþrótta­greinum sem þar störf­uðu.

Árið 2019 heyrðu íslenskir íþrótta­á­huga­menn ef til margir um þennan miðil í fyrsta skipti, en þá færði The Athletic sig yfir Atl­ants­hafið til Bret­lands og hóf að fjalla af krafti um ensku knatt­spyrn­una. Réði mið­ill­inn meðal ann­ars til sín helstu fót­bolta­blaða­menn­ina af bæði breska rík­is­út­varp­inu BBC og blað­inu Guar­di­an.

Auglýsing

Hugs­unin hjá Mather og Hans­mann var frá upp­hafi sú að for­fallnir íþrótta­á­huga­menn væru ekki að fá þá teg­und umfjöll­unar um sín upp­á­halds íþróttalið í þeim fjöl­miðlum sem væru starf­andi á mark­aði, enda ættu flestir þeirra erfitt upp­dráttar og oft væri byrjað á því að skera niður í íþróttaum­fjöll­un.

Þeir höfðu þá trú að not­endur yrðu til­búnir að greiða fyrir góða frétta­mennsku og fram­setn­ingu, gott snjall­símafor­rit og aug­lýs­inga­leysi. Í ljós hefur komið að fjöldi íþrótta­á­huga­manna um heim allan er til­bú­inn að greiða fyrir slíka áskrift, en áskrif­end­urnir voru orðnir 1,2 millj­ónir tals­ins í des­em­ber, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá New York Times Company.

Reiknað með hagn­aði eftir þrjú ár

Þessi tölu­verði fjöldi áskrif­enda hefur þó ekki reynst nægur til að skila hagn­aði og það er af þeim sökum sem stofn­end­urnir hafa nú um nokk­urt skeið verið að reyna að selja félag­ið.

Alls eru um 600 manns starf­andi hjá The Athletic – þar af um 400 á rit­stjórn og nam tap félags­ins um 55 millj­ónum dala, 7 millj­örðum króna, árið 2020. Ekki stendur til að segja upp fólki þegar kaupin ganga í gegn, en búist er við að það verði fyrir 1. apr­íl.

Í til­kynn­ing­unni frá Times segir að búist sé við að kaupin hafi nei­kvæð áhrif á afkomu félags­ins í um það bil þrjú ár, en að með auknum vexti og upp­bygg­ingu aug­lýs­inga­kerfis hjá The Athletic verði rekst­ur­inn byrj­aður að skila móð­ur­fé­lag­inu hagn­aði að þeim tíma lokn­um.

Stofn­end­urnir Mather og Hans­mann munu áfram leiða The Athletic í lyk­il­stjórn­enda­hlut­verk­um, en David Perpich, sem er stjórn­andi hjá New York Times Company, verður útgef­andi mið­ils­ins.

Í til­kynn­ingu er Perpich sagður hafa mikla reynslu að baki í því að fjölga staf­rænum áskrif­endum og stækka ýmsar vörur hjá New York Times. Hann er meðal ann­ars sagður mað­ur­inn á bak við bæði mat­reiðslu- og leikja­vef New York Times, sem hafa á síð­ustu árum orðið miklar tekju­lindir fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent