Vöruskiptajöfnuður er að skapa neyðarástand á Íslandi

bjarniben.jpg
Auglýsing

Í aðdrag­anda falls íslenska banka­kerf­is­ins haustið 2008 lifði íslenska þjóðin mjög hátt og gerði það án þess að eiga fyrir því. Í lok árs 2007 voru til að mynda fast­eigna­skuldir íslenskra heim­ila um 108 pró­sent af lands­fram­leiðslu og átti þá eftir að taka til­lit til ann­arra neyslu­skulda, eins og bíla- og yfir­drátt­ar­lána.

Eftir hrunið hækk­uðu þessar skuldir mjög hratt og í mars 2009 námu þær 135 pró­sentum af þjóð­ar­fram­leiðslu. Ástæður þessa voru fyrst og síð­ast tvær: Önnur var að stór hópur íslenskra heim­ila ákvað fyrir hrun að taka há fast­eigna- og bíla­lán í öðrum gjald­miðl­um, þrátt fyrir að vera með tekjur í íslenskum krón­um, vegna þess að vextir þeirra voru mun lægri. Þau lán hækk­uðu stór­kost­lega í kjöl­far þess að íslenska krónan hrundi ásamt bönk­un­um. Hin er sú að þorri skulda íslenskra heim­ila var verð­tryggðar skuldir og þegar verð­bólgan fór með him­in­skaut­unum á árunum 2008 og 2009 hækk­uðu skuldir þeirra gríð­ar­lega.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/1[/em­bed]

Auglýsing

Geng­is­fall krón­unnar og sú háa verð­bólga sem fylgdi hrun­inu eru þau atriði sem margir kalla for­sendu­brest í íslenska hag­kerf­inu og þrýsti­hópar hafa kallað eftir að verði leið­rétt­ur. Á und­an­förnum árum hefur verið unnið ötul­lega að þeirri leið­rétt­ingu. Geng­is­tryggðu lánin reynd­ust flest vera ólög­mæt, ráð­ist var í sér­tækar skulda­að­lag­anir og svo hina frægu 110 pró­senta leið. Þessar aðgerðir gerðu það að verkum að höf­uð­stóll skulda heim­il­anna í land­inu hafði verið færður niður um 244 millj­arða króna í lok árs 2013. Þessar aðgerðir leiddu til þess að skuldir heim­il­anna voru komnar niður í rúm­lega 105 pró­sent af lands­fram­leiðslu.

Þetta er nán­ast eins­dæmi um þróun á skuld­setn­ingu heim­ila í heim­inum síðan fjár­málakreppan skall á. Ein­ungis Írland og Banda­ríkin hafa upp­lifað sam­bæri­lega þró­un. Íslensk heim­ili voru að koma sér út úr hinu gegnd­ar­lausa skulda­ves­eni fyr­ir­hrunsár­anna.

Þetta er stutt útgáfa umfjöll­un­ar­inn­ar. Ítar­legri útgáfu má lesa í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None