Vöruskiptajöfnuður er að skapa neyðarástand á Íslandi

bjarniben.jpg
Auglýsing

Í aðdrag­anda falls íslenska banka­kerf­is­ins haustið 2008 lifði íslenska þjóðin mjög hátt og gerði það án þess að eiga fyrir því. Í lok árs 2007 voru til að mynda fast­eigna­skuldir íslenskra heim­ila um 108 pró­sent af lands­fram­leiðslu og átti þá eftir að taka til­lit til ann­arra neyslu­skulda, eins og bíla- og yfir­drátt­ar­lána.

Eftir hrunið hækk­uðu þessar skuldir mjög hratt og í mars 2009 námu þær 135 pró­sentum af þjóð­ar­fram­leiðslu. Ástæður þessa voru fyrst og síð­ast tvær: Önnur var að stór hópur íslenskra heim­ila ákvað fyrir hrun að taka há fast­eigna- og bíla­lán í öðrum gjald­miðl­um, þrátt fyrir að vera með tekjur í íslenskum krón­um, vegna þess að vextir þeirra voru mun lægri. Þau lán hækk­uðu stór­kost­lega í kjöl­far þess að íslenska krónan hrundi ásamt bönk­un­um. Hin er sú að þorri skulda íslenskra heim­ila var verð­tryggðar skuldir og þegar verð­bólgan fór með him­in­skaut­unum á árunum 2008 og 2009 hækk­uðu skuldir þeirra gríð­ar­lega.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_07/1[/em­bed]

Auglýsing

Geng­is­fall krón­unnar og sú háa verð­bólga sem fylgdi hrun­inu eru þau atriði sem margir kalla for­sendu­brest í íslenska hag­kerf­inu og þrýsti­hópar hafa kallað eftir að verði leið­rétt­ur. Á und­an­förnum árum hefur verið unnið ötul­lega að þeirri leið­rétt­ingu. Geng­is­tryggðu lánin reynd­ust flest vera ólög­mæt, ráð­ist var í sér­tækar skulda­að­lag­anir og svo hina frægu 110 pró­senta leið. Þessar aðgerðir gerðu það að verkum að höf­uð­stóll skulda heim­il­anna í land­inu hafði verið færður niður um 244 millj­arða króna í lok árs 2013. Þessar aðgerðir leiddu til þess að skuldir heim­il­anna voru komnar niður í rúm­lega 105 pró­sent af lands­fram­leiðslu.

Þetta er nán­ast eins­dæmi um þróun á skuld­setn­ingu heim­ila í heim­inum síðan fjár­málakreppan skall á. Ein­ungis Írland og Banda­ríkin hafa upp­lifað sam­bæri­lega þró­un. Íslensk heim­ili voru að koma sér út úr hinu gegnd­ar­lausa skulda­ves­eni fyr­ir­hrunsár­anna.

Þetta er stutt útgáfa umfjöll­un­ar­inn­ar. Ítar­legri útgáfu má lesa í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None