Norðmenn hagnast á stríði og orkukrísu

Hrávöruverð hefur hækkað hratt á síðustu mánuðum, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísunni sem því hefur fylgt. Norðmenn hafa hagnast mikið á þessum hækkunum, en nýtt met var sett í virði olíu-, gas-, og álútflutnings frá landinu í mars.

Stór hluti tekjuaukningar norska útflutningsgeirans er tilkominn vegna hækkana í orkuverði.
Stór hluti tekjuaukningar norska útflutningsgeirans er tilkominn vegna hækkana í orkuverði.
Auglýsing

Útflutn­ings­tekjur Norð­manna af olíu, jarð­gasi, fiski og áli náðu nýjum hæðum í mars, þar sem heims­mark­aðs­verð á þessum vörum hefur hækkað hratt frá inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá norska blað­inu Dag­ens Nær­ingsliv.

Blaðið vísar í nýjar útflutn­ings­tölur frá norsku hag­stof­unni (SSB) sem birt­ust í gær­morg­un, en þar segir að heild­ar­virði útflutn­ings frá land­inu hafi auk­ist um tæpan helm­ing á milli mán­aða. Auk þess segir hag­stofan að vöru­við­skipta­jöfn­uð­ur, sem er útflutn­ingur að frá­dregnum inn­flutn­ingi, hafi aldrei verið meiri.

Verð­hækk­anir drífa tekju­aukn­ingu

Sam­kvæmt Dag­ens Nær­ingsliv er þessi aukn­ing til­komin vegna gríð­ar­legra verð­hækk­ana á hrá­vörum, sem Nor­egur flytur út. Þar má helst nefna olíu, sem hefur hækkað mikið í verði í kjöl­far þess að Banda­ríkin og Kanada hafa bannað inn­flutn­ing á rúss­neskri olíu sem hluti af refsi­að­gerðum vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu. Evr­ópu­sam­bands­lönd íhuga einnig að gera slíkt hið sama innan skamms.

Auglýsing

Sömu­leiðis hafa aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins reynt að draga úr inn­flutn­ingi á jarð­gasi frá Rúss­landi og leita þau nú að öðrum leiðum til að sinna orku­þörf­inni sinni. Þrátt fyrir það er aukn­ingin á útflutn­ings­tekjum Norð­manna á jarð­gasi ein­ungis vegna verð­hækk­ana á vör­unni, þar sem útflutt magn þeirra til aðild­ar­ríkja sam­bands­ins er nú þegar í hámarki og hefur ekki getað auk­ist meira þrátt fyrir aukna eft­ir­spurn.

Mynd: Kjarninn. Heimild: SSB

Myndin hér að ofan sýnir verð­mæti útfluttra var frá Nor­egi á síð­ustu tveimur árum. Í síð­asta mán­uði nam það 226,3 millj­örðum norskra króna, eða um 3,300 millj­örðum íslenskra króna. Útflutn­ing­ur­inn á jarð­gasi stóð undir rétt tæpum helm­ingi af þessum tekjum í mars.

Líka fiskur og ál

Norski orku­geir­inn er þó ekki einn um að hafa hagn­ast á miklum verð­hækk­unum síð­ustu mán­aða, en einnig má sjá miklar hækk­anir í virði útflutn­ings ann­arra vara. Þeirra á meðal er ál og álaf­urð­ir, en útflutn­ings­virði þeirra hefur auk­ist um 78 pró­sent á milli mán­aða í land­inu vegna verð­hækk­ana.

Sömu­leiðis var nýtt met slegið í síð­ast mán­uði í útflutn­ings­verð­mæti fisks og fiski­af­urða, þrátt fyrir að útflutt magn á fiski hafi dreg­ist saman um 12 pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Aukn­ingin var fyrst og fremst til­komin vegna mik­illa verð­hækk­ana á norskum laxi, en hann er nú orð­inn um þriðj­ungi dýr­ari en hann var í fyrra­vor.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent