Ein ríkasta fjölskyldan verður enn ríkari vegna stríðsins í Úkraínu

Systkinin James, Austen og Marianne, barnabarnabörn Wallice nokkurs Cargill, hafa skotist upp á lista yfir 500 ríkustu manneskjur veraldar vegna stríðsins í Úkraínu. Langafinn stofnaði fyrirtæki árið 1865 sem hefur fært afkomendum hans gríðarleg auðæfi.

Löndin við Svartahaf, þeirra á meðal Úkraína, hafa verið stórtæk í útflutningi á hveiti á síðustu árum.
Löndin við Svartahaf, þeirra á meðal Úkraína, hafa verið stórtæk í útflutningi á hveiti á síðustu árum.
Auglýsing

Á nýbirtum lista Bloomberg yfir 500 rík­ustu mann­eskjur heims er að finna hóp fólks sem teng­ist nánum fjöl­skyldu­bönd­um. Nokkur þeirra voru þar fyrir en önnur eru „ný­lið­ar“ meðal mestu millj­arða­mær­ing­anna og skýr­ingin á fyrst og fremst rætur að rekja til stríðs­rekstrar Rússa í Úkra­ínu.

Stríð hafa áhrif á heims­hag­kerf­ið. Allt á það til að hækka, hvort sem það er mat­ur, orka eða jarð­málmar hvers kon­ar. Stríðið í Úkra­ínu er þar engin und­an­tekn­ing, stríð sem hefur staðið í meira en fimm­tíu daga, lagt heilu og hálfu borg­irnar í rúst, orðið til þess að millj­ónir hafa lagt á flótta og hund­ruð ef ekki þús­undir almennra borg­ara látið lífið eða særst. Og því virð­ist ekk­ert ætla að ljúka á næst­unni. Rússar gerðu áhlaup á margar borgir Úkra­ínu í nótt og morg­un. Það versta gæti enn átt eftir að koma, vilja úkra­ínsk stjórn­völd meina.

Auglýsing

Verð á mat­vælum í heim­inum fer sam­hliða stríð­inu hækk­andi og það veru­lega. Sam­ein­uðu þjóð­irnar vara við enn frek­ari hækk­unum og að þær gætu orðið meiri en nokkru sinni áður. Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) benda á að mat­ar­vísi­tala hennar hafi hækkað um tæp 13 pró­sent milli febr­úar og mars og hafi tekið „risa­stórt stökk“ upp í „nýjar og hæstu hæð­ir“ frá því að hún var fyrst tekin saman í upp­hafi tíunda ára­tugar síð­ustu ald­ar.

Wallace Cargill keypti kornhlöðu á þar síðustu öld. Síðan hefur veldi fjölskyldunnar vaxið gríðarlega. Mynd: Wikipedia

Þetta er ekki eina „risa­stökk­ið“ sem orðið hefur að und­an­förnu því á öðrum lista, millj­arða­mær­inga­lista Bloomberg, hafa sumir einnig tekið gríð­ar­leg stökk síð­ustu daga og vik­ur. Nýliðar vik­unnar eru systk­ini sem til­heyra hinni ofur­ríku, banda­rísku Car­g­ill-­fjöl­skyldu. Þau James Car­g­ill, Austen Car­g­ill og Mari­anne Lieb­mann, hafa nú skot­ist upp á lista yfir 500 rík­ustu mann­eskjur jarðar og slást þar með í hóp frændsystk­ina sinna sem þar voru fyrir þeirra Pauline Kein­ath og Gwendo­lyn Sont­heim Meyer. Öll eru þau barna­barna­börn Wallace Car­g­ill sem stofn­aði árið 1865 fyr­ir­tækið Car­g­ill. Fyr­ir­tæki sem nú er með 155 þús­und starfs­menn í vinnu í um sjö­tíu löndum víðs vegar um heim­inn. Og þetta fyr­ir­tæki, sem frændsystk­inin fimm eiga meiri­hluta í, verslar með ýmis­legt en fyrst og fremst mat­væli.

Met­hagn­aður í fyrra

Auður þeirra er sam­kvæmt Bloomberg met­inn á bil­inu 5,4-8 millj­arða banda­ríkja­dala, eða um 650-1.000 millj­arða íslenskra króna. Car­g­ill-­sam­steyp­an, sem á mikið undir í mat­væla­mark­aði sem og við­skiptum með orku og málma, býst við met hagn­aði í ár og að hann slái met síð­asta árs en þá nam hann 5 millj­örðum dala. Fyr­ir­tækið rekur jafnt naut­gripabú sem gríð­ar­stór slát­ur­hús, ræktar korn, pakkar mat­vælum af öllum toga og dreif­ir. Car­g­ill-­fjöl­skyldan, sem á um 90 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu, er talin sú fjórða rík­asta í Banda­ríkj­un­um.

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa varað við „högg­bylgju“ áhrifa á hrá­vöru­mark­aði hafa átt sér stað, m.a. á korn fyrir búfénað og græn­met­is­ol­í­ur. FAO segir að verð þessum vörum, sem og korn­vörum almennt og kjöti, séu hærra en nokkru sinni.

Höfuðstöðvar Cargill eru í Minnesota í Bandaríkjunum.

Í grein á vef breska blaðs­ins Guar­dian, þar sem fjallað er um Car­g­ill sem og hvers vegna stríðið hafi þessi áhrif á mark­aði, kemur fram að rof hafi orðið í flutn­ingum um Svarta­hafið en löndin umhverfis það hafa flutt út meira en fjórð­ung alls hveitis í heim­in­um, svo dæmi sé nefnt. Úkra­ína var stór­tækt í útflutn­ingi á bæði hveiti og maís og er bæði sú fram­leiðsla og sá útflutn­ingur í upp­námi. Þá hefur Rúss­land lagt mikið til marg­vís­legs útflutn­ings en þar sem landið sætir nú ýmsum við­skipta­þving­un­um, bæði hvað varðar sölu á vörum og flutn­inga, m.a. með skip­um, hefur það áhrif sem hrísl­ast um allt alþjóða hag­kerf­ið.

Í grein Guar­dian er tekið sem dæmi að verð á hveiti hafi hækkað um 19,7 pró­sent á einum mán­uði og verð á maís um 19 pró­sent. Aðrar korn­teg­undir hafa sömu­leiðis hækkað veru­lega í verði.

Stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hefur farið vaxandi síðustu klukkustundir. Hann hefur staðið samfleytt í 54 sólarhringa. Mynd: EPA

Það er ekki aðeins stríðið í Úkra­ínu sem hefur haft áhrif á hagnað Car­g­ill-­sam­steypunn­ar. Nokkru fyrir stríð var verð á ýmsum varn­ingi, m.a. mat­væl­um, farið að hækka sem rekja má til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Á meðan far­aldr­inum stóð rofn­uðu ýmsar fram­leiðslu- og flutn­ings­keðjur og við­búið var að það myndi taka tíma að kom­ast aftur í samt horf.

Hagn­aður Car­g­ill jókst um 63 pró­sent í fyrra miðað við árið 2020 og hefur aldrei verið meiri í 157 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins.

Íbúar á vest­ur­löndum geta margir hverjir kom­ist af þrátt fyrir þetta. Það eru fátæk­ustu jarð­ar­bú­arnir sem munu helst súpa seyðið af þessum hækk­unum – hækk­unum sem gætu, verði þær við­var­andi, steypt millj­ónum ofan í hyl­dýpi fátæktar með ófyr­ir­séðum afleið­ingum til fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent