Ein ríkasta fjölskyldan verður enn ríkari vegna stríðsins í Úkraínu

Systkinin James, Austen og Marianne, barnabarnabörn Wallice nokkurs Cargill, hafa skotist upp á lista yfir 500 ríkustu manneskjur veraldar vegna stríðsins í Úkraínu. Langafinn stofnaði fyrirtæki árið 1865 sem hefur fært afkomendum hans gríðarleg auðæfi.

Löndin við Svartahaf, þeirra á meðal Úkraína, hafa verið stórtæk í útflutningi á hveiti á síðustu árum.
Löndin við Svartahaf, þeirra á meðal Úkraína, hafa verið stórtæk í útflutningi á hveiti á síðustu árum.
Auglýsing

Á nýbirtum lista Bloomberg yfir 500 rík­ustu mann­eskjur heims er að finna hóp fólks sem teng­ist nánum fjöl­skyldu­bönd­um. Nokkur þeirra voru þar fyrir en önnur eru „ný­lið­ar“ meðal mestu millj­arða­mær­ing­anna og skýr­ingin á fyrst og fremst rætur að rekja til stríðs­rekstrar Rússa í Úkra­ínu.

Stríð hafa áhrif á heims­hag­kerf­ið. Allt á það til að hækka, hvort sem það er mat­ur, orka eða jarð­málmar hvers kon­ar. Stríðið í Úkra­ínu er þar engin und­an­tekn­ing, stríð sem hefur staðið í meira en fimm­tíu daga, lagt heilu og hálfu borg­irnar í rúst, orðið til þess að millj­ónir hafa lagt á flótta og hund­ruð ef ekki þús­undir almennra borg­ara látið lífið eða særst. Og því virð­ist ekk­ert ætla að ljúka á næst­unni. Rússar gerðu áhlaup á margar borgir Úkra­ínu í nótt og morg­un. Það versta gæti enn átt eftir að koma, vilja úkra­ínsk stjórn­völd meina.

Auglýsing

Verð á mat­vælum í heim­inum fer sam­hliða stríð­inu hækk­andi og það veru­lega. Sam­ein­uðu þjóð­irnar vara við enn frek­ari hækk­unum og að þær gætu orðið meiri en nokkru sinni áður. Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) benda á að mat­ar­vísi­tala hennar hafi hækkað um tæp 13 pró­sent milli febr­úar og mars og hafi tekið „risa­stórt stökk“ upp í „nýjar og hæstu hæð­ir“ frá því að hún var fyrst tekin saman í upp­hafi tíunda ára­tugar síð­ustu ald­ar.

Wallace Cargill keypti kornhlöðu á þar síðustu öld. Síðan hefur veldi fjölskyldunnar vaxið gríðarlega. Mynd: Wikipedia

Þetta er ekki eina „risa­stökk­ið“ sem orðið hefur að und­an­förnu því á öðrum lista, millj­arða­mær­inga­lista Bloomberg, hafa sumir einnig tekið gríð­ar­leg stökk síð­ustu daga og vik­ur. Nýliðar vik­unnar eru systk­ini sem til­heyra hinni ofur­ríku, banda­rísku Car­g­ill-­fjöl­skyldu. Þau James Car­g­ill, Austen Car­g­ill og Mari­anne Lieb­mann, hafa nú skot­ist upp á lista yfir 500 rík­ustu mann­eskjur jarðar og slást þar með í hóp frændsystk­ina sinna sem þar voru fyrir þeirra Pauline Kein­ath og Gwendo­lyn Sont­heim Meyer. Öll eru þau barna­barna­börn Wallace Car­g­ill sem stofn­aði árið 1865 fyr­ir­tækið Car­g­ill. Fyr­ir­tæki sem nú er með 155 þús­und starfs­menn í vinnu í um sjö­tíu löndum víðs vegar um heim­inn. Og þetta fyr­ir­tæki, sem frændsystk­inin fimm eiga meiri­hluta í, verslar með ýmis­legt en fyrst og fremst mat­væli.

Met­hagn­aður í fyrra

Auður þeirra er sam­kvæmt Bloomberg met­inn á bil­inu 5,4-8 millj­arða banda­ríkja­dala, eða um 650-1.000 millj­arða íslenskra króna. Car­g­ill-­sam­steyp­an, sem á mikið undir í mat­væla­mark­aði sem og við­skiptum með orku og málma, býst við met hagn­aði í ár og að hann slái met síð­asta árs en þá nam hann 5 millj­örðum dala. Fyr­ir­tækið rekur jafnt naut­gripabú sem gríð­ar­stór slát­ur­hús, ræktar korn, pakkar mat­vælum af öllum toga og dreif­ir. Car­g­ill-­fjöl­skyldan, sem á um 90 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu, er talin sú fjórða rík­asta í Banda­ríkj­un­um.

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa varað við „högg­bylgju“ áhrifa á hrá­vöru­mark­aði hafa átt sér stað, m.a. á korn fyrir búfénað og græn­met­is­ol­í­ur. FAO segir að verð þessum vörum, sem og korn­vörum almennt og kjöti, séu hærra en nokkru sinni.

Höfuðstöðvar Cargill eru í Minnesota í Bandaríkjunum.

Í grein á vef breska blaðs­ins Guar­dian, þar sem fjallað er um Car­g­ill sem og hvers vegna stríðið hafi þessi áhrif á mark­aði, kemur fram að rof hafi orðið í flutn­ingum um Svarta­hafið en löndin umhverfis það hafa flutt út meira en fjórð­ung alls hveitis í heim­in­um, svo dæmi sé nefnt. Úkra­ína var stór­tækt í útflutn­ingi á bæði hveiti og maís og er bæði sú fram­leiðsla og sá útflutn­ingur í upp­námi. Þá hefur Rúss­land lagt mikið til marg­vís­legs útflutn­ings en þar sem landið sætir nú ýmsum við­skipta­þving­un­um, bæði hvað varðar sölu á vörum og flutn­inga, m.a. með skip­um, hefur það áhrif sem hrísl­ast um allt alþjóða hag­kerf­ið.

Í grein Guar­dian er tekið sem dæmi að verð á hveiti hafi hækkað um 19,7 pró­sent á einum mán­uði og verð á maís um 19 pró­sent. Aðrar korn­teg­undir hafa sömu­leiðis hækkað veru­lega í verði.

Stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hefur farið vaxandi síðustu klukkustundir. Hann hefur staðið samfleytt í 54 sólarhringa. Mynd: EPA

Það er ekki aðeins stríðið í Úkra­ínu sem hefur haft áhrif á hagnað Car­g­ill-­sam­steypunn­ar. Nokkru fyrir stríð var verð á ýmsum varn­ingi, m.a. mat­væl­um, farið að hækka sem rekja má til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Á meðan far­aldr­inum stóð rofn­uðu ýmsar fram­leiðslu- og flutn­ings­keðjur og við­búið var að það myndi taka tíma að kom­ast aftur í samt horf.

Hagn­aður Car­g­ill jókst um 63 pró­sent í fyrra miðað við árið 2020 og hefur aldrei verið meiri í 157 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins.

Íbúar á vest­ur­löndum geta margir hverjir kom­ist af þrátt fyrir þetta. Það eru fátæk­ustu jarð­ar­bú­arnir sem munu helst súpa seyðið af þessum hækk­unum – hækk­unum sem gætu, verði þær við­var­andi, steypt millj­ónum ofan í hyl­dýpi fátæktar með ófyr­ir­séðum afleið­ingum til fram­tíð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent