Fundu sýklalyf í lífrænt vottuðu kjöti

Fjölmargar og sífellt fleiri lífrænar vottanir á dýraafurðum eru til þess fallnar að rugla neytendur, segja samtök sem fundu leifar af sýklalyfjum í kjöti sem framleitt er m.a. fyrir Whole Foods í Bandaríkjunum.

Sýklalyfjanotkun í bandarískum landbúnaði er mikil.
Sýklalyfjanotkun í bandarískum landbúnaði er mikil.
Auglýsing

Við rann­sókn óháðu sam­tak­anna Farm Forward á kjöti sem selt er í versl­unum Whole Foods í Banda­ríkj­unum og fengið hefur líf­ræna vottun fund­ust leifar af sýkla­lyfj­um. Sýnin voru tekin í slát­ur­húsi sem vinnur m.a. kjöt sem selt er hjá Whole Foods, kjöti sem fengið hefur sér­staka vottun USDA um dýra­vel­ferð sem og sam­bæri­legan og líf­rænan stimpil úr vott­un­ar­kerfi versl­an­anna sjálfra. Whole Foods full­yrðir að ekk­ert kjöt sem þar sé selt inni­haldi sýkla­lyf – „aldrei nokkurn tím­ann“.

Þetta er þó ekki eina rann­sóknin sem sýnt hefur sömu nið­ur­stöðu. Í byrjun apríl var birt nið­ur­staða rann­sóknar í vís­inda­tíma­rit­inu Sci­ence en sam­kvæmt nið­ur­stöðum hennar fund­ust sýkla­lyf í kúm sem not­aðar voru til fram­leiðslu kjöts sem fengið hafði sömu vott­an­ir.

Auglýsing

Höf­undar þeirrar rann­sókn­ar, sem m.a. eru vís­inda­menn við George Was­hington-há­skóla, segja að það sé nær ómögu­legt fyrir neyt­endur að sann­reyna hvort að dýr sem notuð eru til kjöt­fram­leiðslu hafi fengið sýkla­lyf eða ekki. Neyt­endur þurfi því að geta treyst á fram­leið­end­ur, stjórn­völd eða vott­un­ar­að­ila í þeim efn­um. Stjórn­völd beri ábyrgð á því að farið sé eftir vott­unum sem þessum enda gefi þau þeim grænt ljós en yfir­völd geri þó engar sjálf­stæðar rann­sókn­ir.

Tals­maður Whole Foods segir í sam­tali við Was­hington Post að fyr­ir­tækið hafi ekki nokkra ástæðu til að trúa því að kjöt af þeim naut­gripum sem sýni voru tekin úr við rann­sókn­irnar rati í þeirra versl­an­ir. Ekki sé hægt að ganga úr skugga um það þar sem rann­sak­endur hafi ekki gefið upp nafnið á slát­ur­hús­inu þaðan sem sýnin voru tek­in. Erfitt sé því að skera úr um hvort að um kerf­is­legt vanda­mál sé að ræða eða að þarna séu aðeins á ferð „nokkur skemmd epli“.

Kerf­is­lægur vandi

Kevin Lo, sem starfar með FoodID sem tók þátt í rann­sókn­inni ásamt vís­inda­mönnum George Was­hington-há­skóla, segir að nið­ur­stöð­urnar sýni að vand­inn sé kerf­is­lægur og snú­ist ekki um ein­staka bænd­ur, ein­stök býli, versl­anir eða veit­inga­staði. Meðal þess sem fannst við rann­sókn sam­tak­anna Farm Forward voru leifar vaxt­ar­hvetj­andi lyfja, lyfja sem bannað er að nota sam­kvæmt líf­rænu vott­un­ar­stof­un­um.

Sam­tökin segja að í banda­rískum kjöt­iðn­aði séu not­aðar margar og rugl­andi vott­anir til að dreifa athygli neyt­enda. Meira að segja stórar keðjur á borð við Whole Foods, sem rekur um 500 versl­anir vítt og breitt um Banda­rík­in, Kanada og Bret­land, geti ekki tryggt að kjötið sem þar er selt sé lyfja­laust.

Nýlegar rann­sóknir hafa sýnt að ónæmi fyrir sýkla­lyfjum sé vax­andi vanda­mál hjá fólki víða um heim og er það bein­tengt gríð­ar­legri notkun slíkra lyfja í búfjár­eldi. Lyfin eru notuð til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk­dóma á hverslags verk­smiðju­búum og til að auka vaxt­ar­hraða dýr­anna sem þar eru hald­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent