„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“

Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.

Pillur Mynd: Unsplash/James Yarema
Auglýsing

Andrés Magn­ús­son fíknig­eð­læknir hjá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins segir að lækna­sam­fé­lagið stjórn­ist ekki ein­göngu af vís­indum heldur geti fjár­hags­legir hags­munir í ákveðnum til­vikum haft veru­leg áhrif á starfs­hætti þess.

Þetta kemur fram í rit­stjórn­ar­grein lækn­is­ins í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Vísar hann í grein í Lækna­blað­inu eftir fimm íslenska lækna sem sýnir að enn eykst notkun ópíóíða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram kemur í ályktun grein­ar­innar að þróun lyfja­á­vís­ana á allar teg­undir ópíóíða­lyfja til skjól­stæð­inga heilsu­gæslu­stöðva á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árunum 2008 til 2017 ætti að hvetja til end­ur­skoð­unar á verkja­með­ferð innan heilsu­gæsl­unnar og gæða­þró­unar á því sviði. Jafn­framt ættu nið­ur­stöð­urnar að hvetja til end­ur­mats á vinnu­lagi við end­ur­nýjum ávís­ana á ópíóíða­lyf í heilsu­gæslu.

Auglýsing

Andrés rekur sög­una í grein sinni og bendir á að á síð­asta ald­ar­fjórð­ung hafi notkun ópíóíða marg­fald­ast í Banda­ríkj­un­um. Þar í landi hafi hálf milljón manna á besta aldri lát­ist frá alda­mótum vegna ofskammta ópíóíða, flestir vegna ávís­aðra ópíóíða. Talað sé um ópíóíða­far­aldur en hann segir að far­ald­ur­inn sé ekki bund­inn við Banda­rík­in, sama þró­unin hafi verið í mörgum Evr­ópu­lönd­um, til dæmis Bret­landi.

Lækn­ir­inn ber aukna ábyrgð

„Þessi mikla aukn­ing hefur meðal ann­ars verið rakin til óvæg­innar mark­aðs­her­ferðar lyfja­fyr­ir­tækja sem fram­leiða ópíóíða. Banda­rískir dóm­stólar hafa úrskurðað að lyfja­fyr­ir­tækið Pur­due Pharma hafi gefið í skyn að lítil hætta væri á að mynda fíkn í ákveðin ópíóíða­lyf, blekkt mark­að­inn, borið fé á lækna og hunsað vit­neskju um að auð­velt væri að mis­nota lyf þeirra. Fjöl­margir ein­stak­ling­ar, ætt­bálkar, fylki, sveit­ar­fé­lög og aðrir opin­berir aðilar hafa stefnt Pur­due Pharma og unnið mörg mál. Nú er svo komið að búið er að taka Pur­due Pharma til gjald­þrota­skipta upp í skaða­bætur auk þess sem eig­end­urnir þurfa að borga per­sónu­lega millj­arða doll­ara í skaða­bæt­ur,“ skrifar Andr­és.

Hann segir þetta sýna meðal ann­ars að lækna­sam­fé­lagið stjórn­ist ekki ein­göngu af vís­indum heldur geti fjár­hags­legir hags­munir í ákveðnum til­vikum haft veru­leg áhrif á starfs­hætti þess. „Það er eft­ir­tekt­ar­vert að hvorki lög­gjaf­ar­vald­ið, fram­kvæmd­ar­valdið né lækna­sam­fé­lagið skar upp herör gegn ópíóíða­far­aldr­inum í Banda­ríkj­unum heldur dóms­vald­ið. Nú þurfa Íslend­ingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á ten­ingnum á Íslandi, sér­stak­lega þar sem lang­flestar ávís­anir lækna á ópíóíða á Íslandi eru utan ábend­inga. Þar ber lækn­ir­inn aukna ábyrgð.“

Langal­geng­asti ópíóíð­inn á Íslandi park­ódín

Andrés Magnússon Mynd: Læknablaðið

Vísar Andrés aftur í fyrr­nefnda grein þar sem kemur fram að langal­geng­asti ópíóíð­inn á Íslandi sé park­ódín, en í Sér­lyfja­skrá segir að því skuli aðeins ávísað í þrjá daga í senn nema að sér­stak­lega standi á.

„En hvað er til bragðs að taka? Heil­brigð­is­ráðu­neytið gaf út skýrslu fyrir þremur árum síðan um hvernig sporna mætti við notkun ávana­bind­andi lyfja en erfitt hefur reynst að hrinda þeim ágætu hug­myndum í fram­kvæmd. Þó hafa þau gleði­tíð­indi gerst að í nýjum umferð­ar­lög­um, 6 lið 48 grein­ar, er komið inn ákvæði sem heim­ilar að settar verði svip­aðar reglur um akstur undir áhrifum slævandi lyfja og gilda í Nor­egi og Dan­mörku. Langal­geng­ustu ópíóíð­arnir á Íslandi eru park­ódín og park­ódín forte en óheim­ilt er að aka bif­reið í Dan­mörku og Nor­egi ef þessum lyfjum hefur verið ávís­að, þar sem áhrif á akst­urs­getu eru svipuð og eftir neyslu áfeng­is. Ætla má að draga myndi úr eft­ir­spurn eftir þessum lyfjum á Íslandi ef sjúk­ling­ur­inn vissi að hann yrði til­kynntur til Sam­göngu­stofu ef ávísað yrði á hann park­ódíni, líkt og dönskum og norskum læknum er upp­álagt að gera. Heim­ilt er að aka bif­reið í Nor­egi og Dan­mörku ef ávísað hefur verið í ákveð­inn tíma lang­virk­andi ópíóíðum af þeim teg­undum sem krabba­meins­sjúk­lingar fá,“ skrifar hann.

Ópíóíðar afar léleg lyf við lang­vinnum verkjum

Telur Andrés að aukn­ingin í notkun ópíóíða sé aðeins hluti af stærri mynd, nefni­lega aukn­ingu á notkun alls konar ávana­bind­andi efna. Aukn­ing hafi orðið síð­ustu ára­tugi í öllum þremur flokk­un­um: ólög­legum vímu­efn­um, ávana­bind­andi lyfjum og áfengi. Á Íslandi hafi áfeng­is­neysla til dæmis fimm­fald­ast frá 1950. Talið sé að fóstur séu 15 sinnum meira útsett fyrir fóst­ur­skemm­andi áhrifum áfengis í dag heldur en var 1950.

„Fjöl­margar rann­sóknir hafa sýnt fram á að ópíóíðar eru afar léleg lyf við lang­vinnum verkj­um, svo sem bak­verkj­um, þótt þeim sé senni­lega lang­mest ávísað við slíkum kvill­um. En því má aldrei gleyma að ópíóíðar eru frá­bær lyf í bráða­að­stæðum og þegar hilla fer undir lífs­lok. Aðeins 5% ópíóíða er ávísað vegna krabba­meins­verkja.

Árin 2011-2013 voru 7-10 and­lát á ári á Íslandi vegna ofskammta ópíóíða en 2018 til 2020 voru þau orðin að með­al­tali 17,3 á ári. Þessar tölur renna enn frek­ari stoðum undir nið­ur­stöður Sig­ríðar og félaga um að ópíóíða­far­ald­ur­inn sé alls ekki í rénun á Íslandi. Það er öfugt við það sem hefur gerst til dæmis í Banda­ríkj­unum og Bret­landi þar sem við­snún­ingur varð fyrir um það bil 5 árum síð­an. Það er lofs­vert að Sig­ríður og félagar hafi notað þá vönd­uðu skrán­ingu og gagna­grunna sem til eru á Íslandi til þess að vekja athygli á þessum skað­valdi sem ekki hefur tek­ist að koma böndum á hér á land­i,“ skrifar hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent