Ný lagagrein „skref í átt að lögregluríki“

Með nýrri grein í frumvarpi að útlendingalögum um að hægt sé að skylda útlendinga í læknisrannsókn er „verið að nota heilbrigðisstarfsfólk í pólitískum tilgangi til að brjóta mannréttindi jaðarsetts hóps,“ segir hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt.

Flóttafólk mótmælir - 13. febrúar 2019
Auglýsing

Með því að þvinga flótta­fólk og hæl­is­leit­endur til að gang­ast undir heil­brigð­is­rann­sóknir er gefið til kynna að til sé heil­brigð­is­starfs­fólk sem getur hugsað sér að vald­beita ein­stak­ling í þessum við­kvæma hópi, skrifar Anna Kristín B. Jóhann­es­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur og aðjúnkt, í umsögn um drög að nýjum útlend­inga­lögum sem kynnt voru í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Anna Kristín er í hópi nokk­urra þeirra 22 ein­stak­linga og sam­taka sem gáfu umsögn við drögin er gera sér­stak­lega athuga­semd við nýja grein í frum­varp­inu sem „vegur að frið­helgi þess­ara ein­stak­linga að ráða yfir lík­ama sínum og hvaða heil­brigð­is­rann­sóknir þeir gang­ast und­ir,“ líkt og Anna Kristín orðar það. Um er að ræða 19. grein frum­varps­ins sem felur í sér að lög­reglu sé heim­ilt að skylda útlend­ing til að gang­ast undir heil­brigð­is­skoðun og lækn­is­rann­sókn „ef nauð­syn­legt þykir til að tryggja fram­kvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfir­gefa land­ið“.

Auglýsing

Í frum­varps­drög­unum segir að með heil­brigð­is­skoðun og lækn­is­rann­sókn sé átt við „mat á ein­stak­lingi sem við­ur­kenndur heil­brigð­is­starfs­maður fram­kvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heil­brigð­is­á­stand við­kom­andi m.a. til að meta hvort hann sé nægi­lega hraustur til að geta ferð­ast eða skapi hugs­an­lega hættu fyrir heil­brigði ann­ars fólks“.

Skoð­unin geti náð yfir athugun heil­brigð­is­skjala og lík­ams­skoð­un, s.s. með töku blóð- og þvag­sýna og önnur líf­sýni úr við­kom­andi og rann­saka þau, „svo og að fram­kvæma á honum aðra þá lík­ams­rann­sókn sem þörf er á til að tryggja fram­kvæmd ákvörð­unar og gerð verður honum að meina­lausu“. Neiti útlend­ingur að und­ir­gang­ast heil­brigð­is­skoðun og lækn­is­rann­sókn er lög­reglu heim­ilt að bera kröfu um skyld­una fyrir dóm­ara.

„Ef þetta gengur í gegn í þessu frum­varpi tel ég það mjög hættu­legt for­dæmi og með því væri íslenska ríkið að nota heil­brigð­is­starfs­fólk í póli­tískum til­gangi til þess að brjóta mann­rétt­indi jað­ar­setts hóps,“ skrifar Anna Kristín í umsögn­inni. „Einnig opnar frum­varpið á þann mögu­leika að heil­brigð­is­starfs­fólk eigi að fram­vísa trún­að­ar­upp­lýs­ingum um ein­stak­ling­ana til lög­regl­unn­ar. Það er gíf­ur­lega alvar­legt og brýtur ekki ein­ungis á rétt­indum flótta­fólks til óháðrar heil­brigð­is­þjón­ustu heldur brýtur það í bága við skyldur heil­brigð­is­starfs­fólks sem eiga að vera málsvarar sinna skjól­stæð­inga, líkna þá og lækna. Heil­brigð­is­starfs­fólk á ekki að vera sett í þá stöðu að fram­fylgja landamæra­stefnu íslenska rík­is­ins en ef þetta frum­varp gengur í gegn verður það sann­ar­lega sorg­leg og hættu­leg þró­un.“

Vegið „harka­lega“ að grund­vall­ar­rétti fólks

Marta Jóns Hjör­dís­ar­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur minnir í umsögn sinni á að fólk á flótta og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sé „einn af okkar við­kvæm­ustu sam­fé­lags­hóp­um. Í þessu frum­varpi er vegið harka­lega að grund­vallar rétti þeirra til öruggrar heil­brigð­is­þjón­ust­u“.

Hún skrifar að sjúk­lingur eigi rétt á þjón­ustu sem mið­ast við ástand hans og horfur á hverjum tíma, byggt á bestu þekk­ingu sem völ er á. Vitnar hún í lög um rétt­indi sjúk­linga þar sem segi: „Virða skal rétt sjúk­lings til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur með­ferð… enga með­ferð má fram­kvæma án sam­þykk­ist sjúk­lings“.

Fangelsið á Hólmsheiði.

Í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi sé lög­reglu hins vegar gefin heim­ild til að „neyða sjúk­linga til að gang­ast undir heil­brigð­is­skoðun og lækn­is­rann­sókn. Það hlýtur að stang­ast á við rétt sjúk­lings um að ákveða sjálfur hvort hann þiggur með­ferð“.

Þá sé einnig ætl­unin með frum­varp­inu að tryggja lög­reglu heim­ild til að afla heilsu­fars­upp­lýs­inga frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum og „neyða heil­brigð­is­starfs­fólk til að afhenda slíkar upp­lýs­ing­ar“.

Marta bendir á að í siða­reglum hjúkr­un­ar­fræð­inga er hjúkr­un­ar­fræð­ingi gert skylt að hafa sam­ráð við skjól­stæð­ing sinn og virða rétt hans til að taka ákvarð­anir um eigin með­ferð auk þess sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur standi vörð um rétt­indi skjól­stæð­ings til einka­lífs og gætir trún­aðar og þag­mælsku. „Verði þetta frum­varp að lögum vegur það harka­lega að rétti fólks á flótta til grunn heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ skrifar hún. „Ég tel það vera skyldu okkar að byggja lagaum­hverfi okkar upp þannig að það þjóni okkar við­kvæm­ustu sam­fé­lags­hópum á sem bestan hátt.

Við eigum öll skilið gott aðgengi að bestu mögu­legu heil­brigð­is­þjón­ust­u.“

Heim­il­is­lækni mis­boðið

Pétri Heim­is­syni heim­il­is­lækni finnst inni­hald þess­arar til­teknu greinar frum­varps­ins „and­stætt og mis­bjóða ýmsu því sem ég hef sem heil­brigð­is­starfs­mað­ur, læknir í ára­tugi átt að venjast“. Hann telur of langt gengið í að þvinga fólk til að sæta rann­sókn „og svo mjög að erfitt geti orðið fyrir heil­brigð­is­fag­fólk að sinna verk­beiðnum sam­kvæmt þessu enda geti slíkt verið and­stætt siða­reglum við­kom­and­i“.

Samkvæmt nýju greininni er hægt að skylda útlendinga í lífssýnatöku. Mynd: EPA

Hann segir í umsögn sinni að engu lík­ara sé þó en að í frum­varp­inu sé einmitt fyrir því hugsað með eft­ir­far­andi setn­ing­ar­hluta: „Með heil­brigð­is­skoðun og lækn­is­rann­sókn er átt við mat á ein­stak­lingi sem við­ur­kenndur heil­brigð­is­starfs­maður fram­kvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heil­brigð­is­á­stand við­kom­and­i....“

„Þessi opnun á að annar en „við­ur­kenndur heil­brigð­is­starfs­mað­ur“ ann­ist skoð­un/­rann­sókn er að mati Pét­urs „sér­lega alvar­leg“ í ljósi þess hvað um skoð­un­ina sjálfa segir í frum­varp­inu: „Skoð­unin getur náð yfir athugun heil­brigð­is­skjala sem og lík­ams­skoðun eftir því sem rétt­læt­an­legt er miðað við aðstæður í hverju til­viki, s.s. með töku blóð- og þvag­sýna og önnur líf­sýni úr við­kom­andi og rann­saka þau, svo og að fram­kvæma á honum aðra þá lík­ams­rann­sókn sem þörf er á til að tryggja fram­kvæmd ákvörð­unar og gerð verður honum að meina­lausu.“

Pétri finnst „andi þess­arar greinar í and­stöðu við mann­virð­ingu og mennsk­una sjálfa og í raun vera skref í átt að lög­reglu­rík­i“.

Víð­tækt inn­grip í frið­helgi einka­lífs­ins

Rauði kross Íslands skil­aði ítar­legri umsögn um frum­varps­drög­in, m.a. um hina umdeildu 19. grein. Hvað skyldu útlend­ings til að und­ir­gang­ast heil­brigð­is­skoðun eða lækn­is­rann­sókn varðar bendir Rauði kross­inn á að slíkt feli í sér „víð­tækt inn­grip í frið­helgi einka­lífs fólks“ og þurfa að mati sam­tak­anna ákveðin skil­yrði því að vera upp­fyllt svo laga­setn­ing sem þessi stand­ist stjórn­ar­skrá og alþjóða­skuld­bind­ing­ar.

„Þegar grein­ar­gerð við frum­varpið er skoðuð telur Rauði kross­inn ljóst að mark­miðið með því að skylda ein­stak­linga í lík­ams­rann­sókn og/eða heil­brigð­is­skoðun fellur ekki undir þau mark­mið sem stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu telja lög­mæt [...] Mark­miðið virð­ist vera að unnt sé að vísa ein­stak­lingum úr landi á sem skil­virkastan hátt eftir að ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar eða úrskurður kæru­nefndar útlend­inga­mála liggur fyr­ir. Fær Rauði kross­inn ekki séð að það mark­mið eitt og sér geti talist lög­mætt enda ekki nauð­syn­legt vegna þjóðar­ör­ygg­is, almanna­heilla eða efna­hags­legrar far­sældar þjóð­ar­inn­ar, til þess að firra glund­roða eða glæp­um, til verndar heilsu manna, sið­gæði eða rétt­indum og frelsi ann­arra.“

COVID-19 er tíma­bundið ástand

Tak­mark­anir á mann­rétt­indum mega ekki ganga lengra en nauð­syn­legt er svo að mark­mið þeirra náist, segir RKÍ í umsögn sinni. Tak­mark­anir þurfa að vera í sam­ræmi við með­al­hófs­reglu.

Í athuga­semdum við frum­varpið kemur fram að við und­ir­bún­ing og gerð þess hafi sér­stak­lega verið litið til þess hvort önnur væg­ari úrræði væru tæk. Í þessu sam­bandi er sér­stak­lega fjallað um þær áskor­anir að útlend­ing­ar, sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóð­lega vernd, neiti að und­ir­gang­ast PCR-­sýna­töku og komi þannig í veg fyrir fram­kvæmd flutn­ings.

Hælisleitendur frá Palestínu sem Útlendingastofnun setti út á götu er þeir neituðu að fara í PCR-próf. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Segir í frum­varp­inu að þrjár leiðir hafi verið kann­aðar en að mati frum­varps­höf­unda nái engin þeirra því mark­miði sem stefnt væri að og því sé nauð­syn­legt að kveða á um skyldu útlend­ings til þess að gang­ast undir sýna­töku, með lög­reglu­valdi ef þörf kref­ur.

Hvað PCR-­próf varðar sér­stak­lega bendir Rauði kross­inn á að far­sótt líkt og COVID-19 er tíma­bundið ástand og „ekki má nýta það til þess að lög­festa ákvæði til fram­búðar sem skerða mann­rétt­indi ein­stak­linga á svo víð­tækan hátt“.

Einnig gerir Rauði kross­inn athuga­semdir við orða­lag ákvæð­is­ins þess efnis að heil­brigð­is­starfs­maður eða annar aðili sem er til þess bær skuli ákvarða heil­brigð­is­á­stand við­kom­andi. „Rétt væri að til­taka sér­stak­lega hvaða aðrir aðilar en heil­brigð­is­starfs­fólk séu til þess bærir að ákvarða heil­brigð­is­á­stand eigi það að koma til álita að aðrir aðilar fram­kvæmi slíkt mat“.

Geti átt von á frels­is­svipt­ingu

Í umsögn lög­manns­stof­unnar Claudia & Partners er gerð „mjög alvar­leg athuga­semd“ við að lög­reglan megi þvinga umsækj­endur um alþjóð­lega vernd í heil­brigð­is­skoð­un. „Neitar umsækj­andi að gang­ast undir slíkt próf, má vænta þess að málið verði með­höndlað á grund­velli laga um með­ferð saka­mála og að lög­regla megi krefj­ast gæslu­varð­halds­úr­skurðar yfir ein­stak­lingum sem geta átt von á frels­is­svipt­ingu í allt að tvær vik­ur,“ segir í umsögn­inni.

„Í ljósi núgild­andi fram­kvæmdar þar sem ein­stak­lingar sem í raun eru í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, m.a. vegna fötl­un­ar, alvar­legrar and­legrar eða lík­am­legrar heilsu eru ekki metnir sem slík­ir.“ Sömu ein­stak­lingar verði lík­legir til þess að verða frels­is­sviptir og gert að sæta gæslu­varð­haldi m.a. í fang­els­inu á Hólms­heiði.

Við hin heppnu

„Það er ófrá­víkj­an­leg stað­reynd að flótta­fólk og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eru einn af þeim sam­fé­lags­hópum sem er hvað við­kvæm­ast­ur,“ skrifar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn Anna Kristín í umsögn sinni. „Því ætti hverskyns laga­frum­varp um þennan hóp að hverf­ast um að standa vörð um þeirra rétt­indi til mann­sæm­andi lífs. Þetta frum­varp vegur hins vegar að frið­helgi þessa ein­stak­linga með því að svipta þeim ákveðnum grund­vall­ar­mann­rétt­indum sem við, hin heppnu sem fæð­umst í frið­sælu og auð­ugu landi tökum sem gefn­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent