Komdu fagnandi, Birgitte Nyborg!

Hún er mætt aftur, hin metnaðarfulla og sjarmerandi stjórnmálakona Birgitte Nyborg í fjórðu þáttaröðinni af Borgen. Nú er það Grænland sem er í brennidepli og baráttan um norðurslóðir.

Birgitte Nyborg tekst á við stór verkefni í nýjustu þáttaröðinni af Borgen.
Birgitte Nyborg tekst á við stór verkefni í nýjustu þáttaröðinni af Borgen.
Auglýsing

„Allt þetta getur orðið þitt! En vald er sann­ar­lega ekki sæt­ur, lít­ill hvolpur sem stekkur upp í kjöltu þína og leggst nið­ur. Það þarf að taka sér vald og halda því fast!“

Þessi orð sagði helsti ráð­gjafi Birgitte Nyborg við hana er hún var um það bil að verða fyrsti kven­kyns for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Með því tíma­bili í ævi hinnar metn­að­ar­fullu Nyborg fylgd­umst við með í þremur fyrstu þátta­röð­unum af hinum geysi­vin­sælu dönsku sjón­varps­þátt­um, Borgen. Valda­bar­átt­an, hrossa­kaup­in, bakstung­urnar og bak­tjalda­makkið sem hún átti í fyrstu erfitt með að taka þátt í, konan sem vildi breyta stjórn­mál­un­um, ein­kenndu sögu­þráð­inn og svo hennar einka­líf sem varð flókn­ara eftir því sem á leið.

Auglýsing

Þessi flétta heill­aði ekki aðeins Dani heldur áhorf­endur víða um heim, ekki síst á Íslandi, og er Nyborg hvarf af skjánum fyrir ára­tug, þá for­maður flokks­ins sem hún stofn­aði, Nýja demókra­ta­flokks­ins, sem hlaut að end­ingu stór­sigur í þing­kosn­ing­um, syrgðu það marg­ir. Hví var ekki hægt að gera að minnsta kosti eina seríu til við­bót­ar?

Og nú er hún loks kom­in: Fjórða þátta­röðin af Borgen sem heitir Rík­ið, valdið og sæmdin (Ri­get, mag­ten og æren). Fyrsti þátt­ur­inn var frum­sýndur í Danska rík­is­sjón­varp­inu í gær­kvöldi og eins og nafnið gefur til kynna er valdið enn meg­in­stefið – enda jú enn verið að fjalla um drama­tík­ina í dönskum stjórn­mál­um. Því miður verður þátta­röðin ekki sýnd á RÚV líkt og hinar fyrri þar sem streym­isveitan Net­flix tryggði sér sýn­ing­ar­rétt­inn.

Birgitte Hjort Sørensen í hlutverki Katrine Fønsmark. Mynd: DR

Birgitte Nyborg er enn for­maður Nýja demókra­ta­flokks­ins og eftir nokkur ár í stjórn­ar­and­stöðu er hún orðin utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn með Verka­manna­flokkn­um. Sú sem stjórn­ina leiðir er tíu árum yngri en Nyborg, orðin unga, sjar­mer­andi og metn­að­ar­fulla konan í augum dönsku þjóð­ar­innar sem Nyborg hafði eitt sinn ver­ið.

Sidse Babett Knud­sen fer sem fyrr með hlut­verk Nyborg og fleiri kunn­ug­leg and­lit munu áfram birt­ast á skján­um, m.a. Lars Mikk­el­sen og Birgitte Hjort Søren­sen en ein­hverjir munu eflaust sakna Pilou Asbæk sem lék spuna­meist­ar­ann Kasper Juul en hann hefur nú sagt skilið við þátta­röð­ina.

Núna er Nyborg eldri og reynd­ari og líf hennar hefur breyst mik­ið. Börnin hennar tvö eru upp­kom­in. Stóra verk­efnið sem við blasir í upp­hafi nýju þáttar­að­ar­innar er olíufundur á Græn­landi sem gæti orðið lyk­ill­inn að sjálf­stæði þess. Þetta eru gleði­tíð­indi fyrir marga en utan­rík­is­ráð­herr­ann Nyborg er ekki par hrifin þar sem hún hefur lagt áherslu á lofts­lags­málin í sinni póli­tík. Upp­hefst því bar­átta um fram­tíð norð­ur­slóða, rétt eins og við þekkjum vel úr raun­veru­leik­an­um.

Greinin heldur áfram fyrir neðan stikl­una.

For­sæt­is­ráð­herr­ann ungi, Signe Kragh, ætlar ekki að láta segja sér fyrir verkum og sömu sögu er að segja um utan­rík­is­ráð­herra Græn­lands, Hans Eli­as­sen.

Það er því alþjóð­legri bragur á Borgen í þetta skiptið þótt hið danska yfir­bragð sé að sjálf­stöðu enn til stað­ar.

„Vin­sældir fyrri þáttarað­anna á alþjóða­vísu komu á óvart,“ segir Eva Red­vall, aðstoð­ar­pró­fessor við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og sér­fræð­ingur í skand­in­av­ískri kvik­mynda­gerð. En dönsk inn­an­rík­is­póli­tík og áherslan á einka­líf per­són­anna féll vel í kramið hjá fólki víða um heim.

Sidse Babett Knudsen og Pilou Asbæk í annarri þáttaröðinni. Mynd: DR

Þegar fyrsta þátta­röðin af Borgen var frum­sýnd árið 2010 þótti það nokkuð fram­andi að kona, móðir tveggja ungra barna, yrði for­sæt­is­ráð­herra. Það var m.a. fram­andi fyrir Dani enda var það ekki fyrr en ári síðar að fyrsta konan tók raun­veru­lega við stjórn lands­ins. Fyrsta konan varð for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar árið 2021 og árið 2017 varð Jacinda Ardern fyrsti for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands sem eign­að­ist barn í emb­ætti.

Borgen var sýnd í sjón­varpi í tugum landa á sínum tíma og er hún var tekin til sýn­inga á Net­flix árið 2020 hóf ný kyn­slóð að horfa. Fjórða þátta­röðin verður einnig sýnd á Net­flix en þó ekki fyrr en allir átta þætt­irnir hafa verið sýndir í danska rík­is­sjón­varp­inu.

Auglýsing

Það var því fólk á öllum aldri sem sett­ist við sjón­varps­skjá­inn í gær til að sjá fyrsta þátt­inn. Og við­brögðin eru góð ef marka má umfjöllun í dönskum fjöl­miðl­um. Jyllands-Posten gefur fjórar stjörnur af sex mögu­legum og byggir þá ein­kunna­gjöf á áhorfi á fyrstu þrjá þætt­ina.

Blaða­maður Berl­inske er enn örlát­ari og gefur fyrsta þætt­inum fimm stjörnur af sex mögu­leg­um.

Fyrsti þátt­ur­inn hefur svo þegar fengið ein­kunn­ina 8,1 á IMDB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent