Nýtt hafrannsóknaskip mun brenna milljón lítrum af olíu á ári

Þrátt fyrir að ein af aðgerðunum í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum til ársins 2030 sé orkuskipti skipa á vegum ríkisins er gert ráð fyrir að nýtt hafrannsóknaskip muni ganga að mestu fyrir jarðefnaeldsneyti.

Nýtt rannsóknaskip mun taka við af Bjarna Sæmundssyni sem sést hér við bryggju fyrir utan höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.
Nýtt rannsóknaskip mun taka við af Bjarna Sæmundssyni sem sést hér við bryggju fyrir utan höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að nýtt haf­rann­sókna­skip sem nú stendur til að smíða muni brenna á bil­inu 900 þús­und til milljón lítrum af olíu á ári hverju. Þetta kemur fram í svari atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um skipið og smíði þess. Útboðs­ferli á smíði skips­ins var kynnt á vef stjórn­ar­ráðs­ins í síð­asta mán­uði en þar segir meðal ann­ars að við hönnun skips­ins hafi verið horft til ýmissa leiða til að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is.

Ein af aðgerðum stjórn­valda til að stuðla að sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til árs­ins 2030 eru orku­skipti í skipum á vegum rík­is­ins. Aðgerð­in, sem finna má í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda frá því í júní í fyrra, felur í sér að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis í skipum á vegum rík­is­ins. Minnst er á smíði nýs haf­rann­sókna­skips í kafl­anum þar sem þessi aðgerð er tekin fyrir og þar tekið fram að kann­aðir hafi verið hvaða orku­gjafar aðrir en jarð­efna­elds­neyti komi til greina fyrir skip­ið.

„Auk þess er gert ráð fyrir að skipið verði búið vélum sem geta auk jarð­efna­elds­neytis og líf­dís­ils mögu­lega nýtt met­anól sem orku­gjafa. Það ræðst þó af vinnu við þróun fjór­geng­is­véla af þeirri stærð sem skipið þarf hvort unnt verður að búa það slíkri vél,“ segir í kafl­anum um þessa til­teknu aðgerð.

Auglýsing

Sú aðgerð að ráð­ast í orku­skipti skipa á vegum rík­is­ins teng­ist einnig aðgerðum í rík­is­rekstri sem settar eru fram í aðgerða­á­ætl­un­inni. Meðal aðgerða í rík­is­rekstri er aðgerð sem felur í sér að tekið verði til­lit til umhverf­is­sjón­ar­miða við öll inn­kaup rík­is­ins, aðgerð sem felur í sér að loft­st­lags­á­hrif laga­frum­varpa verði metin og að stjórn­ar­ráðið verði að fyr­ir­mynd í lofts­lags­málum með sér­stakri lofts­lags­stefnu, svo fátt eitt sé nefnt.

Raf­magn úr landi verði sex til átta pró­sent orku­notk­unar

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið til þess að spyrja um nýsmíð­ina og hvernig útbún­aður skips­ins rímar við þær aðgerðir sem settar eru fram í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Ráðu­neytið er í for­svari fyrir þá aðgerð sem snýr að orku­skiptum skipa rík­is­ins, Haf­rann­sókna­stofnun heyrir undir ráðu­neytið auk þess sem það fer með orku­mál.

„Rétt er að taka fram að skipið er eins umhverf­is­vænt og tækni­lega er mögu­legt í dag,“ eru upp­hafs­orð svars­ins, enda geti rann­sókna­skip sem þarf að hafa allt að 30 daga úti­vist á sjó ekki ein­vörð­ungu gengið fyrir öðrum orku­gjöfum en jarð­efna­elds­neyti. Skipið muni engu að síður standa mjög fram­ar­lega hvað umhverf­is­mál varð­ar, segir í svar­inu, „en flest ef ekki öll sam­bæri­leg haf­rann­sókna­skip ganga fyrir jarð­efna­elds­neyt­i.“

Meðal þeirra leiða sem farnar verða til að spara orku er að nota LED tækni til lýs­ingar um borð. Spil­bún­aður skips­ins verður raf­drif­inn og afgangsorka frá kæli­vatni aðal­véla skips­ins notuð til upp­hit­un­ar. Í höfn verður skipið tengt við raf­magn í landi og gert er ráð fyrir að settir verði upp varma­skiptar í heima­höfn skips­ins þannig að það verði hitað með vatni frá hita­veitu. Talið er að orku­notkun skips­ins í höfn muni nema um 300 til 400 þús­und kílóvatt­stundum á ári sem er um sex til átta pró­sent af heildar orku­notkun skips­ins.

Áætla að skipið end­ist í 30 ár

Heild­ar­orku­notkun skips­ins á ári er hins vegar talin verða um 4,5 millj­ónir kílóvatt­stunda. Skipið mun því þurfa að brenna um 900 þús­und til milljón lítrum af olíu á ári, en um 80 pró­sent af orku­notkun skips­ins fer í að drífa það áfram. Hin 20 pró­sentin af orku­notk­un­inni fara í ýmsa notkun innan skips­ins sem áður hefur verið nefnd; spil­bún­að, upp­hit­un, lýs­ingu og annað slíkt.

Hvernig slíkt sam­ræm­ist áherslum rík­is­stjórn­ar­innar í umhverf­is­málum og við aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum svarar ráðu­neyt­ið: „Eins og fram kemur í svörum hér að framan var leitað allra leiða til að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis við hönnun skips­ins. Áfram verður unnið með mögu­leik­ana á því að skipið verði drifið áfram á líf­dísil eða met­anóli, verði hent­ugar vélar komnar í fram­leiðslu á smíða­tím­an­um. Því hefur verið leitað allra mögu­legra leiða við hönn­un­ina til að skipið verði sem vist­vænast, í sam­ræmi við áherslur stjórn­valda í umhverf­is­mál­u­m.“

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur einnig fram að lang stærstur hluti þess elds­neytis sem skip Haf­rann­sókna­stofn­unar nota sé jarð­efna­elds­neyti. Svar við spurn­ing­unni um hversu hátt hlut­fallið sé liggur ekki ljóst fyrir en skip Haf­rann­sókna­stofn­unar nota um 1,6 millj­ónir lítra af jarð­efna­elds­neyti á ári. Þegar skipin liggja við land­festar eru þau alltaf tengd við raf­magn sem ráðu­neytið segir að spari umtals­verða notkun á óvist­vænum orku­gjöf­um.

Áætl­aður end­ing­ar­tími nýja skips­ins er allt að 30 ár, svo ljóst er að skipa­floti Haf­rann­sókna­stofn­unar mun halda áfram að brenna umtals­verðu magni af jarð­efna­elds­neyti, nema ef ske kynni að vélum hins nýja skips verði skipt út.

Hafa haft vak­andi auga fyrir met­anól­vélum

Kjarn­inn spurði auk þess um hvort mat lægi fyrir um kostnað þess að smíða skip sem ekki gengi fyrir jarð­efna­elds­neyti, skip sem gengi til að mynda fyrir met­anóli. Sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins liggur slíkt mat ekki fyrir af þeirri ein­földu ástæðu að það sé ekki tækni­lega fram­kvæm­an­legt að smíða rann­sókna­skip sem þarf að vera úti á sjó í 30 daga í senn sem gengur alfarið fyrir öðrum orku­gjöfum en jarð­efna­elds­neyti, líkt og áður hefur komið fram.

„Þar sem met­anól er sér­stak­lega nefnt í fyr­ir­spurn­inni þá er rétt að taka það fram að Haf­rann­sókna­stofnun og smíða­nefnd skips­ins hafa verið sér­stak­lega vak­andi fyrir þeim mögu­leika og vaktað reglu­lega áform helstu véla­fram­leið­enda varð­andi smíði á vélum til brennslu met­anóls. Ennþá hefur eng­inn af helstu véla­fram­leið­endum getað gefið ákveðin svör um hvort eða hvenær fjór­gengis met­anól vél verði til­búin til fram­leiðslu,“ segir í svari atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent