Lögmaður Samherja ekki lengur kjörræðismaður Kýpur á Íslandi

Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um það 2. júní að Arna B. McClure, lögmaður Samherja til margra ára, hefði látið af störfum sem kjörræðismaður Kýpur á Íslandi.

Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um brotthvarf Örnu frá kýpverskum stjórnvöldum þann 2. júní.
Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um brotthvarf Örnu frá kýpverskum stjórnvöldum þann 2. júní.
Auglýsing

Arna Bryndís Baldvins McClure, sem hefur verið lögmaður sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja undanfarin ár, hefur látið af störfum sem kjörræðismaður Kýpur á Íslandi. Nafn hennar er ekki að finna lengur, hvorki á vef utanríkisráðuneytisins né á vef Félags kjörræðismanna.

Utanríkisráðuneytið segist, í svari til Kjarnans, ekki hafa upplýsingar um brotthvarf Örnu úr þessari stöðu, aðrar en þær að ráðuneytinu barst tilkynning 2. júní frá stjórnvöldum á Kýpur að kjörræðismaður þeirra á Íslandi hefði látið af störfum.

Arna Bryndís er einn þeirra starfsmanna og launaðra ráðgjafa fyrirtækisins sem kölluðu sig „skæruliðadeild“ Samherja í samskiptum sín á milli, en fjallað var um samskiptagögn innan úr Samherja í röð fréttaskýringa sem birtust í Kjarnanum undir lok maímánaðar.

Hún er einnig á meðal þeirra sex núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja sem fengu réttarstöðu sakbornings við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara í fyrra vegna Namibíumálsins svokallaða.

Í málinu er grunur um að mútugreiðslur hafi átt sér stað, meðal annars til erlendra opinberra starfsmanna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegningarlaga um peningaþvætti og brot á ákvæði sömu laga um auðgunarbrot.

Auglýsing

Staða Örnu sem kjörræðismanns Kýpur á Íslandi hefur vakið nokkra athygli, í raun alveg frá því að Namibíumálið kom upp á yfirborðið í nóvember 2019.

Það hefur sagt frá því að hún gegni þessari stöðu, ekki síst í samhengi við mikil umsvif Samherja á Kýpur og við það að meintar mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna fóru frá dótturfélagi Samherja til heimilis á Kýpur og inn á reikning í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent