Óleyfilegt að auglýsa að mjólkurvörur bæti tannheilsu barna

Það má ekki segja hvað sem er í markaðssetningu matvæla. Strangar reglur gilda um heilsufullyrðingar og þær eru, miðað við skýrslu MAST og fleiri, þverbrotnar.

Fæðubótarefni Mynd: Pexels
Auglýsing

Óleyfi­legar full­yrð­ingar í mark­aðs­setn­ingu mat­væla, sér­stak­lega fæðu­bót­ar­efna, eru algeng­ar. Þetta er nið­ur­staða eft­ir­lits­verk­efnis um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar sem Mat­væla­stofnun og heil­brigð­is­eft­ir­lit sveit­ar­fé­lag­anna stóð að og birtar voru í dag. Um slíkar full­yrð­ingar gildir sér­stök lög­gjöf, reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar er varða mat­væli sem tók gildi árið 2007 og var inn­leidd í íslenska lög­gjöf árið 2010. Ein­ungis er leyfi­legt að nota þær full­yrð­ingar sem upp­fylla skil­yrði í reglu­gerð u heilsu­full­yrð­ingar og eru á listum ESB yfir leyfi­legar full­yrð­ingar og með þeim skil­yrðum sem þar koma fram.

Stofn­an­irnar segja að óleyfi­legar full­yrð­ingar komi fram í merk­ingum á vör­unum en einnig í ýmsu mark­aðs­efni sem notað er við mark­aðs­setn­ingu. Nið­ur­staðan sé sú „að veru­lega skorti á að allar full­yrð­ingar sem not­aðar voru við mark­aðs­setn­ingu mat­væla væru í sam­ræmi við gild­andi regl­ur. „Staða þess­ara mála hefur ekki batnað síðan síð­asta eft­ir­lits­verk­efni um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar var fram­kvæmt árið 2017.“

Auglýsing

Í verk­efn­inu var reynt að skoða sér­stak­lega vörur sem bera full­yrð­ingar um að þau styrki ónæm­is­kerfi lík­am­ans og full­yrð­ingar um efni sem koma í veg fyrir eða draga úr líkum á sjúk­dóm­um, svo­kall­aðar sjúk­dóms­full­yrð­ing­ar. Yfir­leitt er hér um að ræða fæðu­bót­ar­efni sem geta inni­haldið margs konar virk efni. Þau algeng­ustu eru A-, C-, D-, E-, B6- og B12-vítamín og stein­efni s.s. járn, kopar og selen og einnig astax­ant­ín, ýmsar fitu­sýrur og melt­ingarör­verur (probiot­ics) auk ýmissa ann­arra efna sem ekki falla í þessa flokka.

Fram­kvæmd eft­ir­lits var ýmist hefð­bundið eft­ir­lit sem fór fram á smá­sölu­stað, s.s. í stór­versl­un­um, apó­tekum og sér­vöru­versl­unum með fæðu­bót­ar­efni. Einnig var fram­kvæmt raf­rænt eft­ir­lit með heima­síðum dreif­ing­ar- og sölu­að­ila, á sam­fé­lags­miðlum og loks aug­lýs­ingum í fylgi­blöðum dag­blaða.

Í markaðsefni fæðubótarefna er reynt að höfða til fólks sem þráir að bæta heilsu sína. En það má ekki segja hvað sem er í auglýsingum. Mynd: Pexels

Vör­urnar sem voru skoð­aðar voru upp­runnar frá Íslandi, Evr­ópu­sam­band­inu, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um. Flestar óleyfi­legar full­yrð­ingar fylgdu vörum frá Banda­ríkj­unum en þar gildir önnur lög­gjöf um full­yrð­ingar við mark­aðs­setn­ingu mat­væla heldur en í Evr­ópu.

Í Evr­ópu gilda hins vegar aðrar reglur og þar er ein­fald­lega óheim­ilt að mark­aðs­setja mat­væli með heilsu­full­yrð­ingum án þess að þær hafi verið sér­stak­lega leyfð­ar.

Full­yrð­ing­arnar sem fylgdu vör­unum sem skoð­aðar voru í tengslum við eft­ir­lits­verk­efnið voru að miklu leyti að finna í íslensku mark­aðs­efni, s.s. í aug­lýs­inga­bæk­ling­um, en ekki á merk­ingum var­anna.

Full­yrð­ingar voru einnig áber­andi í reynslu­sögum sem not­aðar eru við mark­aðs­setn­ingu. „Reynslu­sögur eru kost­aðar aug­lýs­ingar þar sem vara er aug­lýst með því að ein­stak­lingur lýsir góðri reynslu sinni af vör­unni og oft er vafið inn í text­ann ein­hvers­konar fróð­leik og full­yrð­ingum um virkni ákveð­inna efna,“ segir í skýrslu stofn­anna um nið­ur­stöðu verk­efn­is­ins. Bent er á að sömu reglur gilda um reynslu­sögur og aðrar teg­undir mark­aðs­setn­ing­ar.

Vara sögð draga úr hættu á ákveðnum sjúk­dómum

Þrír flokkar óleyfi­legra full­yrð­inga voru sér­stak­lega áber­andi en það voru full­yrð­ingar sem vísa í hlut­verk nær­ing­ar­efnis eða ann­ars efnis í vexti, þroskun og starf­semi lík­am­ans, full­yrð­ingar um að varan dragi úr sjúk­dóms­á­hættu sem og ósér­tækar full­yrð­ing­ar, segir í skýrsl­unni. „Strangar reglur gilda um notkun full­yrð­inga en því miður virð­ist sem mat­væla­fyr­ir­tæki séu ekki með­vituð um þær reglur eða ein­fald­lega kjósi að fylgja þeim ekki.“

Stjórn­endur mat­væla­fyr­ir­tækja bera ábyrgð á að allar full­yrð­ingar sem not­aðar er við mark­aðs­setn­ingu mat­væl­anna, hvort sem um er að ræða full­yrð­ingar á mat­væl­unum sjálfum eða í mark­aðs­efni þeirra, upp­fylli ákvæði laga og reglu­gerða sem þetta varð­ar.

Dæmi um óleyfi­legar heilsu­full­yrð­ingar sem stofn­an­irnar gera athug­semdir við:

„Mjólk­ur­vörur bæta tann­heilsu barna“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til þrosk­unar og heil­brigðis barna (1. mgr. 14. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„D-vítamín er hollt og gott fyrir lík­amann.“

- Ósér­tæk heilsu­full­yrð­ing (3. mgr. 10. gr. Reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Þeir sem borða ekki þetta fæðu­bót­ar­efni mega búast við lak­ari lík­am­legri heilsu“

- Heilsu­full­yrð­ing sem gefur til kynna að það geti haft áhrif á heil­brigði ef mat­væl­anna er ekki neytt (a-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Þeir sem borða 2 töflur af XX á dag mega búast við að létt­ast um 5 kg á viku.“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til þess hversu hratt eða mikið þyngd­ar­tap kunni að verða (b-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„NN bækl­un­ar­læknir á Land­spít­al­anum mælir sér­stak­lega með XX fyrir lið­ina“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til með­mæla ein­stakra lækna eða fag­fólks í heil­brigð­is­þjón­ustu (c-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„A-vítamín bætir starf­semi lungna og eykur súr­efn­is­flæði í lík­am­an­um.“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í hlut­verk nær­ing­ar­efnis eða ann­ars efnis í vexti, þroskun og starf­semi lík­am­ans (a-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„LA sýra stuðlar að and­legum og vits­muna­legum þroska“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í sál­ræna og atferl­is­lega starf­semi (b-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Hjálpar til við að draga úr syk­ur­fíkn“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í megr­un, þyngd­ar­stjórnun eða minni svengd­ar­til­finn­ingu eða aukna til­finn­ingu fyrir saðn­ingu eða skert orku­inni­hald fæð­unnar (c-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„XX dregur úr nið­ur­broti brjósks í stoð­kerfi lík­am­ans“

- Heilsu­full­yrð­ing sem full­yrðir að dregið sé úr sjúk­dóms­á­hættu (1. mgr. 14. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent