Óleyfilegt að auglýsa að mjólkurvörur bæti tannheilsu barna

Það má ekki segja hvað sem er í markaðssetningu matvæla. Strangar reglur gilda um heilsufullyrðingar og þær eru, miðað við skýrslu MAST og fleiri, þverbrotnar.

Fæðubótarefni Mynd: Pexels
Auglýsing

Óleyfi­legar full­yrð­ingar í mark­aðs­setn­ingu mat­væla, sér­stak­lega fæðu­bót­ar­efna, eru algeng­ar. Þetta er nið­ur­staða eft­ir­lits­verk­efnis um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar sem Mat­væla­stofnun og heil­brigð­is­eft­ir­lit sveit­ar­fé­lag­anna stóð að og birtar voru í dag. Um slíkar full­yrð­ingar gildir sér­stök lög­gjöf, reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar er varða mat­væli sem tók gildi árið 2007 og var inn­leidd í íslenska lög­gjöf árið 2010. Ein­ungis er leyfi­legt að nota þær full­yrð­ingar sem upp­fylla skil­yrði í reglu­gerð u heilsu­full­yrð­ingar og eru á listum ESB yfir leyfi­legar full­yrð­ingar og með þeim skil­yrðum sem þar koma fram.

Stofn­an­irnar segja að óleyfi­legar full­yrð­ingar komi fram í merk­ingum á vör­unum en einnig í ýmsu mark­aðs­efni sem notað er við mark­aðs­setn­ingu. Nið­ur­staðan sé sú „að veru­lega skorti á að allar full­yrð­ingar sem not­aðar voru við mark­aðs­setn­ingu mat­væla væru í sam­ræmi við gild­andi regl­ur. „Staða þess­ara mála hefur ekki batnað síðan síð­asta eft­ir­lits­verk­efni um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar var fram­kvæmt árið 2017.“

Auglýsing

Í verk­efn­inu var reynt að skoða sér­stak­lega vörur sem bera full­yrð­ingar um að þau styrki ónæm­is­kerfi lík­am­ans og full­yrð­ingar um efni sem koma í veg fyrir eða draga úr líkum á sjúk­dóm­um, svo­kall­aðar sjúk­dóms­full­yrð­ing­ar. Yfir­leitt er hér um að ræða fæðu­bót­ar­efni sem geta inni­haldið margs konar virk efni. Þau algeng­ustu eru A-, C-, D-, E-, B6- og B12-vítamín og stein­efni s.s. járn, kopar og selen og einnig astax­ant­ín, ýmsar fitu­sýrur og melt­ingarör­verur (probiot­ics) auk ýmissa ann­arra efna sem ekki falla í þessa flokka.

Fram­kvæmd eft­ir­lits var ýmist hefð­bundið eft­ir­lit sem fór fram á smá­sölu­stað, s.s. í stór­versl­un­um, apó­tekum og sér­vöru­versl­unum með fæðu­bót­ar­efni. Einnig var fram­kvæmt raf­rænt eft­ir­lit með heima­síðum dreif­ing­ar- og sölu­að­ila, á sam­fé­lags­miðlum og loks aug­lýs­ingum í fylgi­blöðum dag­blaða.

Í markaðsefni fæðubótarefna er reynt að höfða til fólks sem þráir að bæta heilsu sína. En það má ekki segja hvað sem er í auglýsingum. Mynd: Pexels

Vör­urnar sem voru skoð­aðar voru upp­runnar frá Íslandi, Evr­ópu­sam­band­inu, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um. Flestar óleyfi­legar full­yrð­ingar fylgdu vörum frá Banda­ríkj­unum en þar gildir önnur lög­gjöf um full­yrð­ingar við mark­aðs­setn­ingu mat­væla heldur en í Evr­ópu.

Í Evr­ópu gilda hins vegar aðrar reglur og þar er ein­fald­lega óheim­ilt að mark­aðs­setja mat­væli með heilsu­full­yrð­ingum án þess að þær hafi verið sér­stak­lega leyfð­ar.

Full­yrð­ing­arnar sem fylgdu vör­unum sem skoð­aðar voru í tengslum við eft­ir­lits­verk­efnið voru að miklu leyti að finna í íslensku mark­aðs­efni, s.s. í aug­lýs­inga­bæk­ling­um, en ekki á merk­ingum var­anna.

Full­yrð­ingar voru einnig áber­andi í reynslu­sögum sem not­aðar eru við mark­aðs­setn­ingu. „Reynslu­sögur eru kost­aðar aug­lýs­ingar þar sem vara er aug­lýst með því að ein­stak­lingur lýsir góðri reynslu sinni af vör­unni og oft er vafið inn í text­ann ein­hvers­konar fróð­leik og full­yrð­ingum um virkni ákveð­inna efna,“ segir í skýrslu stofn­anna um nið­ur­stöðu verk­efn­is­ins. Bent er á að sömu reglur gilda um reynslu­sögur og aðrar teg­undir mark­aðs­setn­ing­ar.

Vara sögð draga úr hættu á ákveðnum sjúk­dómum

Þrír flokkar óleyfi­legra full­yrð­inga voru sér­stak­lega áber­andi en það voru full­yrð­ingar sem vísa í hlut­verk nær­ing­ar­efnis eða ann­ars efnis í vexti, þroskun og starf­semi lík­am­ans, full­yrð­ingar um að varan dragi úr sjúk­dóms­á­hættu sem og ósér­tækar full­yrð­ing­ar, segir í skýrsl­unni. „Strangar reglur gilda um notkun full­yrð­inga en því miður virð­ist sem mat­væla­fyr­ir­tæki séu ekki með­vituð um þær reglur eða ein­fald­lega kjósi að fylgja þeim ekki.“

Stjórn­endur mat­væla­fyr­ir­tækja bera ábyrgð á að allar full­yrð­ingar sem not­aðar er við mark­aðs­setn­ingu mat­væl­anna, hvort sem um er að ræða full­yrð­ingar á mat­væl­unum sjálfum eða í mark­aðs­efni þeirra, upp­fylli ákvæði laga og reglu­gerða sem þetta varð­ar.

Dæmi um óleyfi­legar heilsu­full­yrð­ingar sem stofn­an­irnar gera athug­semdir við:

„Mjólk­ur­vörur bæta tann­heilsu barna“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til þrosk­unar og heil­brigðis barna (1. mgr. 14. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„D-vítamín er hollt og gott fyrir lík­amann.“

- Ósér­tæk heilsu­full­yrð­ing (3. mgr. 10. gr. Reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Þeir sem borða ekki þetta fæðu­bót­ar­efni mega búast við lak­ari lík­am­legri heilsu“

- Heilsu­full­yrð­ing sem gefur til kynna að það geti haft áhrif á heil­brigði ef mat­væl­anna er ekki neytt (a-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Þeir sem borða 2 töflur af XX á dag mega búast við að létt­ast um 5 kg á viku.“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til þess hversu hratt eða mikið þyngd­ar­tap kunni að verða (b-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„NN bækl­un­ar­læknir á Land­spít­al­anum mælir sér­stak­lega með XX fyrir lið­ina“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til með­mæla ein­stakra lækna eða fag­fólks í heil­brigð­is­þjón­ustu (c-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„A-vítamín bætir starf­semi lungna og eykur súr­efn­is­flæði í lík­am­an­um.“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í hlut­verk nær­ing­ar­efnis eða ann­ars efnis í vexti, þroskun og starf­semi lík­am­ans (a-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„LA sýra stuðlar að and­legum og vits­muna­legum þroska“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í sál­ræna og atferl­is­lega starf­semi (b-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Hjálpar til við að draga úr syk­ur­fíkn“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í megr­un, þyngd­ar­stjórnun eða minni svengd­ar­til­finn­ingu eða aukna til­finn­ingu fyrir saðn­ingu eða skert orku­inni­hald fæð­unnar (c-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„XX dregur úr nið­ur­broti brjósks í stoð­kerfi lík­am­ans“

- Heilsu­full­yrð­ing sem full­yrðir að dregið sé úr sjúk­dóms­á­hættu (1. mgr. 14. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent