Óleyfilegt að auglýsa að mjólkurvörur bæti tannheilsu barna

Það má ekki segja hvað sem er í markaðssetningu matvæla. Strangar reglur gilda um heilsufullyrðingar og þær eru, miðað við skýrslu MAST og fleiri, þverbrotnar.

Fæðubótarefni Mynd: Pexels
Auglýsing

Óleyfi­legar full­yrð­ingar í mark­aðs­setn­ingu mat­væla, sér­stak­lega fæðu­bót­ar­efna, eru algeng­ar. Þetta er nið­ur­staða eft­ir­lits­verk­efnis um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar sem Mat­væla­stofnun og heil­brigð­is­eft­ir­lit sveit­ar­fé­lag­anna stóð að og birtar voru í dag. Um slíkar full­yrð­ingar gildir sér­stök lög­gjöf, reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar er varða mat­væli sem tók gildi árið 2007 og var inn­leidd í íslenska lög­gjöf árið 2010. Ein­ungis er leyfi­legt að nota þær full­yrð­ingar sem upp­fylla skil­yrði í reglu­gerð u heilsu­full­yrð­ingar og eru á listum ESB yfir leyfi­legar full­yrð­ingar og með þeim skil­yrðum sem þar koma fram.

Stofn­an­irnar segja að óleyfi­legar full­yrð­ingar komi fram í merk­ingum á vör­unum en einnig í ýmsu mark­aðs­efni sem notað er við mark­aðs­setn­ingu. Nið­ur­staðan sé sú „að veru­lega skorti á að allar full­yrð­ingar sem not­aðar voru við mark­aðs­setn­ingu mat­væla væru í sam­ræmi við gild­andi regl­ur. „Staða þess­ara mála hefur ekki batnað síðan síð­asta eft­ir­lits­verk­efni um nær­ing­ar- og heilsu­full­yrð­ingar var fram­kvæmt árið 2017.“

Auglýsing

Í verk­efn­inu var reynt að skoða sér­stak­lega vörur sem bera full­yrð­ingar um að þau styrki ónæm­is­kerfi lík­am­ans og full­yrð­ingar um efni sem koma í veg fyrir eða draga úr líkum á sjúk­dóm­um, svo­kall­aðar sjúk­dóms­full­yrð­ing­ar. Yfir­leitt er hér um að ræða fæðu­bót­ar­efni sem geta inni­haldið margs konar virk efni. Þau algeng­ustu eru A-, C-, D-, E-, B6- og B12-vítamín og stein­efni s.s. járn, kopar og selen og einnig astax­ant­ín, ýmsar fitu­sýrur og melt­ingarör­verur (probiot­ics) auk ýmissa ann­arra efna sem ekki falla í þessa flokka.

Fram­kvæmd eft­ir­lits var ýmist hefð­bundið eft­ir­lit sem fór fram á smá­sölu­stað, s.s. í stór­versl­un­um, apó­tekum og sér­vöru­versl­unum með fæðu­bót­ar­efni. Einnig var fram­kvæmt raf­rænt eft­ir­lit með heima­síðum dreif­ing­ar- og sölu­að­ila, á sam­fé­lags­miðlum og loks aug­lýs­ingum í fylgi­blöðum dag­blaða.

Í markaðsefni fæðubótarefna er reynt að höfða til fólks sem þráir að bæta heilsu sína. En það má ekki segja hvað sem er í auglýsingum. Mynd: Pexels

Vör­urnar sem voru skoð­aðar voru upp­runnar frá Íslandi, Evr­ópu­sam­band­inu, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um. Flestar óleyfi­legar full­yrð­ingar fylgdu vörum frá Banda­ríkj­unum en þar gildir önnur lög­gjöf um full­yrð­ingar við mark­aðs­setn­ingu mat­væla heldur en í Evr­ópu.

Í Evr­ópu gilda hins vegar aðrar reglur og þar er ein­fald­lega óheim­ilt að mark­aðs­setja mat­væli með heilsu­full­yrð­ingum án þess að þær hafi verið sér­stak­lega leyfð­ar.

Full­yrð­ing­arnar sem fylgdu vör­unum sem skoð­aðar voru í tengslum við eft­ir­lits­verk­efnið voru að miklu leyti að finna í íslensku mark­aðs­efni, s.s. í aug­lýs­inga­bæk­ling­um, en ekki á merk­ingum var­anna.

Full­yrð­ingar voru einnig áber­andi í reynslu­sögum sem not­aðar eru við mark­aðs­setn­ingu. „Reynslu­sögur eru kost­aðar aug­lýs­ingar þar sem vara er aug­lýst með því að ein­stak­lingur lýsir góðri reynslu sinni af vör­unni og oft er vafið inn í text­ann ein­hvers­konar fróð­leik og full­yrð­ingum um virkni ákveð­inna efna,“ segir í skýrslu stofn­anna um nið­ur­stöðu verk­efn­is­ins. Bent er á að sömu reglur gilda um reynslu­sögur og aðrar teg­undir mark­aðs­setn­ing­ar.

Vara sögð draga úr hættu á ákveðnum sjúk­dómum

Þrír flokkar óleyfi­legra full­yrð­inga voru sér­stak­lega áber­andi en það voru full­yrð­ingar sem vísa í hlut­verk nær­ing­ar­efnis eða ann­ars efnis í vexti, þroskun og starf­semi lík­am­ans, full­yrð­ingar um að varan dragi úr sjúk­dóms­á­hættu sem og ósér­tækar full­yrð­ing­ar, segir í skýrsl­unni. „Strangar reglur gilda um notkun full­yrð­inga en því miður virð­ist sem mat­væla­fyr­ir­tæki séu ekki með­vituð um þær reglur eða ein­fald­lega kjósi að fylgja þeim ekki.“

Stjórn­endur mat­væla­fyr­ir­tækja bera ábyrgð á að allar full­yrð­ingar sem not­aðar er við mark­aðs­setn­ingu mat­væl­anna, hvort sem um er að ræða full­yrð­ingar á mat­væl­unum sjálfum eða í mark­aðs­efni þeirra, upp­fylli ákvæði laga og reglu­gerða sem þetta varð­ar.

Dæmi um óleyfi­legar heilsu­full­yrð­ingar sem stofn­an­irnar gera athug­semdir við:

„Mjólk­ur­vörur bæta tann­heilsu barna“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til þrosk­unar og heil­brigðis barna (1. mgr. 14. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„D-vítamín er hollt og gott fyrir lík­amann.“

- Ósér­tæk heilsu­full­yrð­ing (3. mgr. 10. gr. Reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Þeir sem borða ekki þetta fæðu­bót­ar­efni mega búast við lak­ari lík­am­legri heilsu“

- Heilsu­full­yrð­ing sem gefur til kynna að það geti haft áhrif á heil­brigði ef mat­væl­anna er ekki neytt (a-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Þeir sem borða 2 töflur af XX á dag mega búast við að létt­ast um 5 kg á viku.“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til þess hversu hratt eða mikið þyngd­ar­tap kunni að verða (b-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„NN bækl­un­ar­læknir á Land­spít­al­anum mælir sér­stak­lega með XX fyrir lið­ina“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar til með­mæla ein­stakra lækna eða fag­fólks í heil­brigð­is­þjón­ustu (c-liður 12. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„A-vítamín bætir starf­semi lungna og eykur súr­efn­is­flæði í lík­am­an­um.“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í hlut­verk nær­ing­ar­efnis eða ann­ars efnis í vexti, þroskun og starf­semi lík­am­ans (a-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„LA sýra stuðlar að and­legum og vits­muna­legum þroska“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í sál­ræna og atferl­is­lega starf­semi (b-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„Hjálpar til við að draga úr syk­ur­fíkn“

- Heilsu­full­yrð­ing sem vísar í megr­un, þyngd­ar­stjórnun eða minni svengd­ar­til­finn­ingu eða aukna til­finn­ingu fyrir saðn­ingu eða skert orku­inni­hald fæð­unnar (c-liður 1. mgr. 13. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

„XX dregur úr nið­ur­broti brjósks í stoð­kerfi lík­am­ans“

- Heilsu­full­yrð­ing sem full­yrðir að dregið sé úr sjúk­dóms­á­hættu (1. mgr. 14. gr. reglu­gerðar ESB nr. 1924/2006).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent