Öllum lögfræðingum sagt upp – Rauði krossinn telur „erfitt og jafnvel ómögulegt“ að tryggja órofna þjónustu

Margra ára þekking og reynsla gæti glatast eftir að dómsmálaráðuneytið ákvað, með stuttum fyrirvara, að framlengja ekki samning við Rauða krossinn um lögbundna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Stjórnvöld ákváðu fyrir áratug að fólk sem hér leitaði verndar ætti rétt á ókeypis lögfræðiþjónustu. Sinni Rauði krossinn ekki því hlutverki mun annar aðili gera það.
Stjórnvöld ákváðu fyrir áratug að fólk sem hér leitaði verndar ætti rétt á ókeypis lögfræðiþjónustu. Sinni Rauði krossinn ekki því hlutverki mun annar aðili gera það.
Auglýsing

Í kjöl­far ákvörð­unar dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins að fram­lengja ekki samn­ing við Rauða kross­inn um rétt­ar­að­stoð og tals­manna­þjón­ustu fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd hefur öllum lög­fræð­ingum félags­ins verið sagt upp störf­um. Að jafn­aði starfa fimmtán lög­fræð­ingar hjá Rauða kross­inum á grund­velli samn­ings­ins.

Samn­ing­ur­inn gildir til febr­ú­ar­loka en hægt hefði verið að fram­lengja hann í eitt ár til við­bót­ar. Ráðu­neytið ákvað hins vegar að fram­lengja hann aðeins í tvo mán­uði sem þýðir að óbreyttu að allir lög­fræð­ingar Rauða kross­ins hætta störfum í lok apr­íl. Auk þeirra starfa t.d. 45 sjálf­boða­liðar að jafn­aði við þetta til­tekna verk­efni innan Rauða kross­ins en slíkt fyr­ir­komu­lag er aðeins mögu­legt hjá frjálsum félaga­sam­tök­um.

Auglýsing

Rauði kross­inn er óhagn­að­ar­drifið félag og ber ekki hagnað af verk­efn­inu og hefur félagið bent á að „hag­kvæmni verk­efn­is­ins fyrir stjórn­völd [sé] því ótví­ræð“.

Nú eru tæp­lega 600 ein­stak­lingar í kerf­inu sem not­færa sér þjón­ustu Rauða kross­ins að veru­legu leyti, þar af um 400 umsækj­endur sem enn eiga umsókn um alþjóð­lega vernd til með­ferðar hjá Útlend­inga­stofnun eða kæru­nefnd útlend­inga­mála.

Í frétt Vísis í gær, þar sem fyrst var greint frá upp­sögnum lög­fræð­ing­anna, var haft eftir Jóni Gunn­ars­syni dóms­mála­ráð­herra að ekki væri víst að þjón­ustan við hæl­is­leit­endur yrði boðin út að nýju.

Eiga rétt á end­ur­gjalds­lausri lög­fræði­að­stoð

Ára­tugur er síðan stjórn­völd ákváðu að hæl­is­leit­endur ættu rétt á end­ur­gjalds­lausri lög­fræði­að­stoð og hefur Rauði kross­inn sinnt henni frá árinu 2014 í kjöl­far forút­boðs á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu. Við þá samn­inga var rætt að þegar Rauði kross­inn myndi hætta verk­efn­inu yrði með góðum fyr­ir­vara hægt að byggja upp kerfi þar sem aðrir aðilar sem kæmu að tals­manna­þjón­ustu gætu stigið inn í. „Sú vinna hefur ekki verið haf­in, að minnsta kosti ekki með aðkomu Rauða kross­ins sem býr yfir miklu magni gagn­legra upp­lýs­inga, hefur gagna­banka og verk­ferla sem munu ónýt­ast ef ekki eru gerðar ráð­staf­anir af hálfu ráðu­neyt­is­ins um hvernig skuli byggja upp nýtt kerfi fari svo að Rauði kross­inn muni ekki sinna verk­efn­inu næstu árin,“ sagði í umsögn RKÍ við breytta skipan ráðu­neyta í jan­ú­ar.

Áhyggjur félags­ins snú­ast fyrst og fremst að því að vegna þess skamma tíma sem ætl­aður er til­færslu verk­efn­is­ins til ann­ars aðila verði rof í þjón­ustu við þennan við­kvæma hóp fólks.

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur gefið þá skýr­ingu að með til­færslu hluta þjón­ustu við hæl­is­leit­endur til ann­ars ráðu­neytis er ný rík­is­stjórn var mynduð í nóv­em­ber, séu for­sendur samn­ings­ins brostnar og ákvað að fram­lengja ekki samn­ingnum út febr­úar 2023 líkt og heim­ilt var að gera.

Meg­in­mark­mið samn­ings­ins er að tryggja hlut­lausa og óháða rétt­ar­gæslu fyrir alla umsækj­endur þannig að jafn­ræðis er gætt og að allir umsækj­endur fái vand­aða máls­með­ferð. Áður en undir hann var skrifað sáu sjálf­stætt starf­andi lög­menn með mis­mikla þekk­ingu á mál­efnum flótta­fólks um þjón­ust­una sem Útlend­inga­stofnun greiddi fyrir – oft án sam­hengis við eðli og umfang máls. Raunin verð sú að gæði þjón­ust­unnar voru afar mis­mun­andi.

„For­senda Rauða kross­ins fyrir sam­starf­inu var að sam­hliða starfi Rauða kross­ins yrði unnið að því að betrumbæta máls­með­ferð fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, hún stytt á sama tíma og gæði hennar yrðu bætt. Hvort tveggja hefur tek­ist á því tíma­bili sem hér um ræðir líkt og tölur um máls­með­ferð­ar­tíma og við­ur­kenn­ing­ar­hlut­fall umsækj­enda sýna.“

Fók­us­inn á stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður

Í umsögn sinni við breytta skipan ráðu­neyta rakti Rauði kross­inn sam­skipti sín við stjórn­völd í lok síð­asta árs. Í núgild­andi samn­ingi er heim­ild til fram­leng­ingar til eins árs „ef samn­ings­að­ilar hefðu samið um slíkt fyrir lok nóv­em­ber 2021“.

Rauði kross­inn hafði sam­band við dóms­mála­ráðu­neytið þann 3. nóv­em­ber sl. til þess að kanna áform ráðu­neyt­is­ins. „Í því sam­tali greindi Rauði kross­inn frá áhætt­unni sem fylgir óvissu um fram­leng­ingu sem gæti haft þær afleið­ingar að starfs­fólk hyrfi til ann­arra starfa.“

Í svari ráðu­neyt­is­ins sama dag kom m.a. fram að þar sem hvorki væri starf­andi rík­is­stjórn né ráð­herra til þess að bera málið undir væri ekki hægt að svara því hvort samn­ing­ur­inn yrði fram­lengd­ur. Ráðu­neytið myndi þó í öllu falli láta Rauða kross­inn vita fyrir 1. des­em­ber sl. hvort af fram­leng­ingu yrði svo Rauði kross­inn gæti gert ráð­staf­anir varð­andi starfs­lok starfs­manna sem starfa á grund­velli samn­ings­ins. „Það var ekki gert og í raun barst ekki svar fyrr en Rauði kross­inn innti ráðu­neytið eftir svari með tölvu­pósti þann 2. des­em­ber sl. og þá barst óform­legt munn­legt svar að samn­ing­ur­inn kynni að vera í upp­námi vegna upp­skipt­ingar mála­flokks­ins á milli tveggja ráðu­neyta.“

Auglýsing

Skrif­leg og form­leg stað­fest­ing þess efnis barst Rauða kross­inum með tölvu­pósti 8. des­em­ber þar sem ráðu­neytið taldi fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar valda for­sendu­bresti samn­ings­ins og þar af leið­andi væri ekki hægt að fram­lengja hann. „Rauði kross­inn telur reyndar óvíst hvort rétt sé að líta svo á að skipt­ing mála­flokks­ins á milli ráðu­neyta geti talist fela í sér breyt­ingar á for­sendum samn­ings­ins enda for­dæmi fyrir því að fleiri en eitt ráðu­neyti komi að sama samn­ingi og ætti íslenska rík­inu að vera fært að upp­fylla skyldur sínar sam­kvæmt samn­ingnum eftir sem áður.“

Vildu tryggja órofna þjón­ustu

Með hlið­sjón af mik­il­vægi mála­flokks­ins og fjölda opinna mála lagði Rauði kross­inn til­lögu fram í tölvu­pósti 10. des­em­ber þess efnis að núgild­andi samn­ingur við félagið yrði fram­lengdur til loka febr­úar 2023 eins og heim­ilt er að gera. Mark­mið til­lög­unnar var að tryggja „órofna þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og vand­aða og skil­virka máls­með­ferð“.

Til­lagan mið­aði að því að stjórn­völd fengju nægan tíma til að klára fyr­ir­hugað útboðs­ferli, þ.e. að und­ir­búa og fram­kvæma útboð og vinna samn­inga á grund­velli þess ásamt því að und­ir­búa til­færslu opinna mála og verk­efna frá Rauða kross­inum ef ekki yrði samið á ný við félag­ið.

Til­færsla opinna mála gæti þá haf­ist í haust til að tryggja að Rauði kross­inn gæti gengið frá verk­efn­inu í lok febr­úar 2023, nema að nýr samn­ingur yrði gerður við félagið um áfram­hald­andi þjón­ustu af öðru eða báðum ráðu­neyt­um. Dóms­mála­ráðu­neytið hafn­aði til­lögu Rauða kross­ins og lagði þess í stað til tveggja mán­aða fram­leng­ingu, þ.e. til loka apríl í ár.

Auglýsing

„Rauði kross­inn harmar þá nið­ur­stöðu ráðu­neyt­is­ins að leggja ein­ungis til tveggja mán­aða fram­leng­ingu á núgild­andi samn­ing­i,“ segir í umsögn félags­ins. „Það tólf mán­aða tíma­bil sem Rauði kross­inn lagði til byggir á því mati að sá tími sé nauð­syn­legur til að tryggja fag­lega og vand­aða yfir­færslu verk­efn­is­ins og koma í veg fyrir að sú umfangs­mikla þekk­ing og verð­mæta reynsla glat­ist sem byggð hefur verið upp á und­an­förnum árum. Þó svo að Rauði kross­inn hafi sam­þykkt þá fram­leng­ingu sem ráðu­neytið lagði til telur félagið að erfitt og jafn­vel ómögu­legt verði að tryggja órofna fram­kvæmd þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd með því fyr­ir­komu­lag­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent