Ölvun á rafskútum verði refsiverð við 0,5 prómill, en heimilt að aka þeim á sumum umferðargötum

Verkefnishópur innviðaráðuneytisins um smáfarartæki á borð við rafhlaupahjól hefur sett fram nokkrar úrbótatillögur. Ef þær verða að veruleika verður refsivert að aka slíkum tækjum með meira en 0,5 prómill af áfengi í blóðinu.

Rafskútur hafa á skömmum tíma orðið vinsæll og mikið notaður fararmáti. En því fylgja áskoranir.
Rafskútur hafa á skömmum tíma orðið vinsæll og mikið notaður fararmáti. En því fylgja áskoranir.
Auglýsing

Verk­efn­is­hópur inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins um smá­far­ar­tæki, sem skip­aður var í upp­hafi þessa árs, leggur til að refsi­vert verði að stjórna raf­drifnum smá­far­ar­tækjum á borð við raf­skútur (raf­hlaupa­hjól) ef magn áfengis í blóði er meira en 0,5 pró­mill.

Í dag flokk­ast þessi tæki sem reið­hjól sam­kvæmt lögum og hvað ölvun á reið­hjólum varðar segir í lögum að refsi­vert sé að stjórna reið­hjóli og þar með raf­hlaupa­hjóli ef fólk er ekki fært um að stjórna tæk­inu örugg­lega vegna neyslu áfeng­is.

Þó er ekki að finna hlut­læg mörk um magn áfengis í blóði eða útönd­un­ar­lofti sem miða skal við líkt og þegar um vél­knúin öku­tæki er að ræða. Starfs­hóp­ur­inn leggur til að slíkum hlut­lægum mæli­kvörðum verði beitt þegar um er að ræða smá­far­ar­tæki með sama hætti og þegar um er að ræða vél­knúin öku­tæki á borð við t.d. bif­reiðar og bif­hjól.

Hóp­ur­inn telur einnig, að því gefnu að til­lögur hans um bæði ölvun við akstur og 13 ára ald­urs­tak­mark gangi eft­ir, að leyfa skuli akstur raf­knú­inna smá­far­ar­tækja í almennri umferð á götum þar sem hámarks­hraði er 30 kíló­metrar á klukku­stund eða lægri.

Í dag má ein­ungis vera á raf­hlaupa­hjólum á hjóla­stígum og gang­stéttum og hafa sumir not­endur bent á að stundum væri örugg­ara að vera á göt­un­um, þar sem gang­stéttir eru víða óslétt­ar.

Á meðal úrbóta­til­lagna sem verk­efn­is­hóp­ur­inn setur fram, í skýrslu­drögum sem birt voru í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í gær, er einnig að sett verði mörk á afl smá­far­ar­tækja með það að mark­miði að mögu­legur hámarks­hraði þeirra fari ekki yfir 25 kíló­metra á klukku­stund. „Engin sam­leið er með umferð gang­andi veg­far­enda og raf­hlaupa­hjóla sem aka á 70 km/klst. hraða,“ segir um þetta í skýrsl­unni.

Í til­lögu hóps­ins er gengið út frá því að hámarks­afl far­ar­tækj­anna verði 1000 wött, en það eru sömu mörk og eru nú í Finn­landi. Raf­mótor hjól­anna frá leigu­fyr­ir­tæk­inu Hopp er 700 wött, sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrslu­drög­un­um.

39 pró­sent slasast á djamm­tíma

Starfs­hóp­ur­inn var skip­aður til þess að koma fram með til­lögur um aðgerðir sem miða að því bún­að­ur, umhverfi og notkun smá­far­ar­tækja séu örugg, auk þess að styðja við inn­leið­ingu fjöl­breyttra og umhverf­is­vænna far­ar­máta.

Skýrslan fjallar að miklu leyti um raf­skút­ur, sem hafa orðið afar vin­sæll ferða­máti á allra síð­ustu árum. Áætlað er að 2,5 millj­ónir ferða verði farnar með leigðum raf­skútum á þessu ári, auk þess sem um 30 þús­und hjól eru í einka­eigu hér­lend­is.

Auglýsing

Vin­sældum þessa nýja far­ar­máta hafa fylgt áskor­an­ir, sem fjallað er um í skýrsl­unni, en þar kemur fram að 17 pró­sent allra sem slös­uð­ust alvar­lega í umferð­inni á Íslandi í fyrra hafi verið á raf­hlaupa­hjóli er slysið varð, þrátt fyrir að akstur á raf­hlaupa­hjólum sé innan við 1 pró­sent af allri umferð í land­inu.

Ölvun hefur verið áber­andi í þessum hópi slas­aðra, sam­kvæmt rann­sókn sem neyð­ar­mót­taka Land­spít­al­ans gerði, en stór hluti slysa á sér stað seint um kvöld á föstu­dögum og laug­ar­dög­um. 39 pró­sent þeirra sem slös­uð­ust alvar­lega á raf­skútum árið 2021 slös­uð­ust á djamm­tíma,

Þessar stað­reynd­ir, auk við­horfa ungs fólks á aldr­inum 18-24 ára í garð þess að vera ölvuð á raf­skút­um, þóttu gefa til­efni til aðgerða. Í könnun sem Sam­göngu­stofa gerði í fyrra kom fram að um 40 pró­sent þeirra á aldr­inum 18-24 ára sem á annað borð höfðu prófað raf­hlaupa­hjól höfðu notað slík tæki undir áhrifum áfeng­is.

Verk­efn­is­hóp­ur­inn er skip­aður full­trúum lög­regl­unn­ar, inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins, Reykja­vík­ur­borg­ar, Sam­taka sveit­ar­fé­laga, Vega­gerð­ar­innar og Sam­göngu­stofu.

Fréttin hefur verið upp­færð með árett­ingum þess efnis að í dag er þegar refsi­vert að stjórnar raf­hlaupa­hjól­um, rétt eins og reið­hjól­um, ef fólk er ekki fært um að stjórna tæk­inu öruggl­gea vegna neyslu áfeng­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent