Opnað á aðskilnað ríkis og kirkju í drögum að landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins

9555631404_e663c5b735_z.jpg
Auglýsing

Tals­verð breyt­ing verður á stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mál­efnum þjóð­kirkj­unnar ef drög að lands­fund­ar­á­lyktun verða sam­þykkt. Þar er opnað á aðskilnað ríkis og kirkju.

„Áhrif þjóð­kirkj­unnar á íslenskt sam­fé­lag eru bæði menn­ing­ar­leg og sið­ferði­leg. Núver­andi kirkju­skipan og aðskilnað ríkis og kirkju þarf að skoða með far­sæld þjóð­kirkj­unnar og þjóð­ar­innar að leið­ar­ljósi.“ Þetta er það eina sem sagt er um þjóð­kirkj­una í drögum að lands­fund­ar­á­lykt­un. Þessi máls­grein um þjóð­kirkj­una er í kafl­anum mann­rétt­indi, þar sem einnig er fjallað um trú­frelsi, sem telj­ist til almennra mann­rétt­inda. „Trú­ar­iðkun er ekki æðri lög­um.“

Í núver­andi stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þessum mál­u­m er orða­lagið tals­vert öðru­vísi. Þar er sér­stakur kafli um trú­mál, en ekk­ert er minnst á önnur trú­ar­brögð eða trú­frelsi þar. Aðeins er talað um þjóð­kirkj­una.

Auglýsing

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn telur að kristin gildi séu þjóð­inni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trú­ar­lífi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill standa vörð um þjóð­kirkju Íslands sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Lands­fundur telur mik­il­vægt að rík­is­valdið standi full skil á félags­gjöldum (sókn­ar­gjöld­um) þjóð­kirkj­unnar og ann­arra trú­fé­laga.“

Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra er enn sem komið er eini fram­bjóð­and­inn til vara­for­manns flokks­ins á lands­fund­inum og mál­efni kirkj­unnar eru á hennar könnu. Hún hefur tjáð sig tals­vert um mál­efni kirkj­unnar og í jan­úar var greint frá því að til stæði að end­ur­greiða kirkj­unni 660 millj­ónir króna. Þá sagði hún að þjóð­kirkjan væri „mjög mik­il­væg stofnun í sam­fé­lag­inu. Það er eng­inn vafi á því. Og ég lít mjög jákvæðum augum til kirkj­unn­ar.“

Í lok sept­em­ber var Ólöf hins vegar á opnum fundi á Eski­firði þar sem hún var spurð um mögu­legan aðskilnað ríkis og kirkju. Aust­ur­frétt spurði hana um málið og hún svar­aði þá: „Þarna á milli hafa verið deilur og ég held að málið sé komið á það stig að við þurfum að taka það allt upp og ræða hvernig þessi sam­skipti eiga að ver­a.“ Þessi mál yrði hins vegar ekki leyst á svip­stundu, og stærsta úrlausn­ar­efnið séu eign­ar­rétt­ar­mál.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None