Orkan sem átti að fara í kísilbræðslu í Helguvík nýttist í annað

Ekki var virkjað sérstaklega á sínum tíma til að útvega kísilverinu í Helguvík orku. Landsvirkjun samdi við þáverandi eigendur verksmiðjunnar um afhendingu 35 MW eða 300 gígavattstunda árlega.

Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017. Félagið sem rak hana varð gjaldþrota árið 2018.
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017. Félagið sem rak hana varð gjaldþrota árið 2018.
Auglýsing

Lands­virkjun afhenti kís­il­ver­inu í Helgu­vík orku þegar það tók til starfa, en ekki var virkjað sér­stak­lega til að útvega þá orku. Samn­ing­ur­inn kvað á um 35 mega­vött eða 300 gíga­vatt­stund­ir.

Þetta segir Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­virkj­un­ar. Arion banki, sem á kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík, greindi frá því í gær að við­ræðum um mögu­leg kaup PCC á verk­smiðj­unni hefði verið slit­ið. Sam­hliða hefði bank­inn sagt upp raf­orku­samn­ingi við Lands­virkjun enda fram­leiðsla kís­ils for­senda samn­ings­ins.

Auglýsing

Það er þó ekki þannig að með upp­sögn­inni verði allt í einu 35 MW af orku á lausu í raf­orku­kerfi okk­ar. „Þau ár sem liðin eru frá því að verk­smiðj­unni var lokað hefur sú orka, sem ann­ars hefði farið til henn­ar, verið nýtt á annan hátt og verður það áfram,“ segir Ragn­hild­ur. „Ákvæði um kaup­skyldu kís­il­vers­ins tóku aldrei gildi og því var engin kvöð á Lands­virkjun að hafa til­tæka orku fyrir kís­il­ver­ið, enda ljóst að ef það yrði end­ur­ræst og kallað eftir orkunni yrði aðdrag­andi þess lang­ur.“

Langri áfalla­sögu senn að ljúka?

Áfalla­saga kís­il­vers­ins í Helgu­vík er löng og hófst áður en kynt var upp í fyrsta og eina ljós­boga­ofni þess. Skipu­lags­stofnun gaf álit sitt á mati á umhverf­is­á­hrifum 100 þús­und tonna árs­fram­leiðslu félags­ins Stakks­brautar 9 ehf. á kísli í Helgu­vík í Reykja­nesbæ árið 2013. Umhverf­is­stofnun veitti félag­inu starfs­leyfi rúmu ári síð­ar. Starfs­leyfið var svo flutt yfir á félagið Sam­einað Síli­kon hf.

­Mann­virki verk­smiðj­unnar voru byggð á árunum 2014-2016. Þegar þau hófu að rísa fóru að renna tvær grímur á íbúa Reykja­nes­bæj­ar. Áttu húsin virki­lega að vera svona stór og áber­andi? Í mats­skýrsl­unni sagði að verk­smiðjan myndi „varla verða sjá­an­leg frá Kefla­vík“ og á myndum sem fylgdu litu þau allt öðru­vísi út.

Þegar farið var að graf­ast fyrir um málið kom í ljós að hluti hús­anna er þrettán metrum hærri en mats­skýrslan og deiliskipu­lag gerði ráð fyrir og aðrir hlutar átta metrum hærri. „Mann­leg mis­tök“ eru sögð hafa orðið til þess að teikn­ingar sem húsin voru byggð eftir voru stimpl­aðar og þar með sam­þykktar hjá starfs­manni Reykja­nes­bæj­ar.

Kís­il­verið var gang­sett 11. nóv­em­ber árið 2016 með einum ljós­boga­ofni sem fékk nafnið Ísa­bella. Fljót­lega fóru íbúar í nágrenn­inu að finna óþef. Þegar í byrjun des­em­ber var slökkt á ofn­inum og til­kynnti Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu Síli­koni hf. að hann yrði ekki ræstur á ný fyrr en hún hefði metið yfir­stand­andi úrbæt­ur.

Auglýsing

Ísa­bella var óstöðug allt frá upp­hafi og átti ítrekað eftir að hiksta og hósta með til­heyr­andi mengun þar til yfir lauk. Það kom alvar­lega niður á fólki sem bjó í nágrenn­inu sem og bæj­ar­fé­lag­inu er stólað hafði á tekjur frá fyr­ir­tæki sem var orðið gjald­þrota rúmu ári eftir að fyrstu neist­arnir voru bornir að ofn­in­um.

Helsti lán­ar­drott­inn fyr­ir­tæk­is­ins, Arion banki, fékk svo að finna fyrir því og end­aði að lokum með verk­smiðj­una í fang­inu. Bank­inn hafði allt þar til nú þá stefnu að gera end­ur­bætur á verk­smiðj­unni, auka fram­leiðslu­get­una og selja hana. Skipu­lags­stofnun gaf út álit sitt á umhverf­is­mats­skýrslu bank­ans, þar sem áformuð stækkun í allt að fjóra ljós­boga­ofna var met­in, í lok síð­asta árs.

Skömmu eftir að mati á umhverf­is­á­hrifum lauk hófust form­legar við­ræður við PCC, eig­anda kís­il­vers­ins á Bakka, um mögu­leg kaup á verk­smiðj­unni. Þeim hefur eins og fyrr segir nú verið slit­ið.

Hvað tekur við?

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir að bank­inn telji nú „full­reynt“ að rekin verði kís­il­verk­smiðja í Helgu­vík. Haldið verður áfram að reyna að selja inn­við­ina en þá til flutn­ings eða til aðila sem finna mun henni nýtt hlut­verk og að þar verði ann­ars konar starf­semi en kís­ilfram­leiðsla. Í til­kynn­ingu bank­ans sagði að við­ræður væru þegar hafnar við nokkra aðila, inn­lenda og erlenda, í þessu sam­bandi.

En í hvaða geirum eru þessir aðilar sem verið er að ræða við og vilja finna inn­við­unum í Helgu­vík nýtt hlut­verk? Ann­ars konar málm­bræðslu? Eða ein­hverju allt öðru?

„Þær við­ræður eru í raun ekki komnar á þann stað að það sé tíma­bært að ræða hvers eðlis sú starf­semi gæti ver­ið,” segir Har­aldur Guðni Eiðs­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Arion banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent