„Orkan þarf að rata í orkuskiptin“

Orkuskipti eru lykilmarkmið stjórnvalda í loftslagsmálum en það er ekki þar með sagt að orkan sem framleidd er rati í orkuskiptin, segir orkumálastjóri. „Græna orkan er verðmæt, takmörkuð auðlind, olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með.“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Auglýsing

Orku­skiptin eru „heldur bet­ur“ lyk­il­mál­efni í að leysa lofts­lags­málin en þau eru ekki auð­velt við­fangs­efni. Til að þau verði að veru­leika þarf fjár­magn, inn­viði og „það þarf líka að vera orka til staðar í orku­skipt­i,“ sagði Halla Hrund Loga­dóttir orku­mála­stjóri á lofts­lags­deg­inum, stórri ráð­stefnu á vegum Umhverf­is­stofn­un­ar, sem fram fór í Hörpu í dag. „Orkan þarf að rata í orku­skipt­in.“

Og þá er komið að einu lyk­il­máli, að sögn Höllu Hrund­ar: „Við þurfum að horfa á það að þó að orku­skipti séu lyk­il­mark­mið stjórn­valda, þá er ekki sjálf­gefið að orka, sama hvort að er úr núver­andi fram­leiðslu eða fram­tíð­ar­virkj­ana­kost­um, rati sjálf­krafa í orku­skipta­verk­efn­in.“

Það er vegna þess, benti Halla á, að það er svo mikil sam­keppni um ork­una. „Það eru svo margir leik­endur sem vilja kaupa orku, græna orku, þetta er eft­ir­sótt vara. Og vegna þess að orkan er seld á mark­aði, þá þarf að skapa sér­staka lag­ara­mma og hvata til þess að orkan rati í orku­skiptin – ef við ætlum að kom­ast sem hrað­ast í mark og ná að leysa þann þátt lofts­lags­mál­anna sem orku­málin eru hluti af.“

Auglýsing

Halla sagði einnig að gera mætti ráð fyrir því að með síhækk­andi orku­verði i Evr­ópu, m.a. vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu, muni eft­ir­spurn eftir orkunni okkar halda áfram að vaxa. „Stundum hefur verið sagt að það sé nóg að auka orku­fram­boð ótak­markað til að leysa þennan vanda. En þótt slíkt hljómi kannski vel á blaði þá þurfum við að horfa til þess, í raun­heim­um, að þó að orkan okkar sé end­ur­nýj­an­leg að þá er hún ekki óend­an­leg. Græna orkan er verð­mæt tak­mörkuð auð­lind, hún er olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með, og verðum að horfa á í sam­hengi við lyk­il­mál­efni eins og orku­skipt­in.“

Um­ræða um orku­skipti umlykur orðið allt og er sett á odd­inn í stefnu stjórn­valda til að leysa lofts­lags­vand­ann. Að skipta út jarð­efna­elds­neyti í stað­inn fyrir raf­magn, metan eða raf­elds­neyti, er mark­mið sem sett hefur verið fram af ástæðu. Olía sem notuð er á bíla- og fiski­skipa­flot­ann brennur og myndar þannig koltví­sýr­ing (CO2), loft­teg­und sem safn­ast upp í loft­hjúpnum og hefur áhrif á lofts­lag.

Og olíu­notkun Íslend­inga er mik­il. Hún var um fimmtán pró­sent af allri frumorku­notkun okkar árið 2019, líkt og Jón Ásgeir Hauk­dal Þor­valds­son, verk­efna­stjóri í orku­skiptum hjá Orku­stofn­un, kom inn á í sínu erindi á lofts­lags­deg­in­um. Fimmtán pró­sent lítur kannski út fyrir að vera frekar lág tala, sagði Jón Ásgeir, en til að skilja umfangið þá þurfi að setja það í sam­hengi við eitt­hvað sem við þekkjum og skilj­um.

Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson sýndi með sláandi hætti það magn af olíu sem er notað á bílaflotann.

Og þá er upp­lagt að nota Laug­ar­dals­laug­ina til sam­an­burð­ar. Sund­laug sem margir Íslend­ingar þekkja vel. „Að­allaug Laug­ar­dals­laugar er ein milljón lítr­ar,“ sagði Jón Ásgeir. Þetta er 50 metra löng laug, 22 metrar á breidd. „Það þarf því 390 sund­laugar til að taka elds­neyt­is­notkun bif­reiða árið 2019 – á einu ári.“

Hægt hefði verið að fylla Laug­ar­dals­laug­ina tæp­lega 400 sinnum með allri þeirri olíu og bens­íni sem við not­uðum þetta ár.

Jón Ásgeir lét ekki staðar numið við þennan sam­an­burð og tók fleiri dæmi. Lofts­lags­dag­ur­inn fór fram í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu. „Það þarf eina Laug­ar­dals­laug til að fylla þetta rými upp í tvo metra,“ sagði hann ofan af svið­inu í salnum og leit yfir áhorf­end­ur. „Það þyrfti því fimm sund­laugar til að fylla rýmið upp í topp. Þannig að við þyrftum að fylla þetta rými, allan sal­inn, 77 sinnum til að eiga fyrir elds­neyt­is­notkun bif­reiða á einu ári.“ Fiski­skipa­flot­inn þyrfti svo 37 Norð­ur­ljósa­sali og flugið 78. Þá eru ótaldir aðrir minni flokkar sem nota jarð­efna­elds­neyti.

Auglýsing

Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, svið­stjóri orku­skipta og lofts­lags­mála hjá Orku­stofn­un, sagði að það áhuga­verða við þau mark­mið í orku­skiptum og sam­drætti í losun sem sett hefðu verið væri að þau væru tækni­lega mögu­leg. „Og hag­kvæm,“ bætti hann við. „Þannig að það verður algjör­lega okkur að kenna ef við klúðrum Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u.“

Sigurður Ingi Friðleifsson sagði breyttar ferðavenjur hluta af lausninni.

Erindi Sig­urðar Inga hét „Orku­skipti á manna­máli“ og stóð það undir nafni enda Sig­urður beittur og hnit­mið­aður í orðum sín­um. Hann sagð­ist vera búinn að tala um orku­skipti í fimmtán ár en að nú fyrst væri fólk farið að sperra eyr­un. Gjald­eyr­is­sparn­að­ur, minni meng­un, minni hávaði, bætt nýt­ing raf­orku­kerfis og rekstr­ar­sparn­að­ur. Allt þetta er ávinn­ingur orku­skipta í bílum okk­ar. „Þetta er allt sam­fé­lags­á­vinn­ingur og þess vegna er svo fynd­ið, finnst mér alla vega, þegar menn eru að tala um íviln­anir og svo­leiðis og sjá fyrir sér að eyða þurfi pen­ingum í þetta. En þetta er algjör fjár­fest­ing. Bein og skyn­sam­leg fjár­fest­ing.“

Sig­urður Ingi sagði málið þó ekki aðeins snú­ast um raf­bíla. Þeir leysi ekki örtröð­ina á göt­un­um. „Við verðum líka að breyta ferða­venj­u­m,“ sagði hann, „og það hratt.“

Hann sagði bíla mjög heilaga í hugum Íslend­inga. „Eins og mað­ur­inn sagði: Ég á þrjú börn. Erlu, Gunnar og Skoda Oct­a­vi­a.“

Málið snú­ist þó ekki um bíl­lausan lífs­stíl fyrir alla heldur að fækka eknum kíló­metr­um. Benti hann á appið Korter „sem sýnir okkur hvað við erum ofboðs­lega vit­laus að nota bíl­inn.“ Í app­inu er hægt að sjá hversu langan tíma tekur að ganga eða hjóla til næsta áfanga­stað­ar.

Ein­falt væri að kenna grunn­skóla­börnum á strætó­kerfið og verk­efni er nú hafið á Akur­eyri sem gengur út á einmitt það. Þetta verk­efni mætti taka upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu því það væri „eitt­hvað bilað við það að útskrifa börn úr grunn­skóla sem hafa aldrei stigið inn í strætó. Og á sama tíma að segja þeim að hætta að nota bíl.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent