Óska eftir að starfsemi vöggustofa í Reykjavík verði rannsökuð

Hópur manna sem vistaður var á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni.“

Starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins
Auglýsing

Hópur manna óskar eftir því að borg­ar­stjórn skipi teymi sér­fræð­inga til rann­saka starf­semi Vöggu­stof­unnar að Hlíð­ar­enda og Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lags­ins og afleið­inga hennar í víðum skiln­ingi. Skoða þurfi „af hverju mann­skemm­andi upp­eld­is­stefna varð fyrir val­inu og við lýði eftir að skað­semi hennar var ljós“.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá hópn­um, en hann skipa Árni H. Krist­jáns­son, Fjölnir Geir Braga­son, Hrafn Jök­uls­son, Tómas V. Alberts­son og Viðar Egg­erts­son. Allir voru þeir vistaðir á vöggu­stofum og flestir á fleiri opin­berum upp­eld­is­stofn­un­um.

Munu þeir eiga fund með með borg­ar­stjóra, Degi B. Egg­erts­syni, mið­viku­dag­inn næst­kom­andi á skrif­stofu borg­ar­stjóra í Ráð­húsi Reykja­víkur og ræða málið við hann.

Auglýsing

Mik­il­vægt að við­ur­kenna að vistun barna hafi ollið þeim tjóni

Þeir vilja að kannað verði hversu mörg börn voru vistuð á vöggu­stof­unum á starfs­tíma þeirra; hvernig þeim heils­að­ist eftir vist­ina og hvernig þeim gekk að fóta sig í líf­inu.

„Þetta er afar brýnt atriði því nú þegar liggja fyrir vitn­is­burðir skjól­stæð­inga vöggu­stof­anna um slæma and­lega heilsu og erf­ið­leika á lífs­leið­inni. Það er mik­il­vægt fyrir eft­ir­lif­andi börn að við­ur­kennt sé að vistun þeirra á vöggu­stofum borg­ar­innar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rann­saka hvernig börnum var ráð­stafað í fóstur eða til ætt­leið­inga, for­send­ur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Málið liggur enn í þagn­ar­gildi

Þá kemur fram að Vöggu­stofan að Hlíð­ar­enda og Vöggu­stofa Thor­vald­sens­fé­lags­ins hafi verið reknar af Reykja­vík­ur­borg sem bar ábyrgð á starf­sem­inni. Ljóst sé að með­ferð á börnum sem vistuð voru á stofn­un­unum olli þeim og fjöl­skyldum þeirra mis­miklum skaða.

„Dr. Sig­ur­jón Björns­son sýndi fram á að oft var skaði barn­anna var­an­legur vegna þess rofs sem var til­finn­inga­legum þroska þeirra. Þrátt fyrir háværa gagn­rýni á starfs­hátt­unum þá brást borg­ar­stjórn lítt eða ekk­ert við. Löngu síðar eða árið 1993 komst starf­semi vöggu­stofa aftur í hámæli í kjöl­far frum­flutn­ings útvarps­þáttar Við­ars Egg­erts­son­ar, „Eins og dýr í búri“. Þátt­ur­inn hefur verið end­ur­fluttur nokkrum sinnum og jafnan vakið athygli. Það hefur þó ekki orðið til þess að hreyfa við borg­ar­stjórn og málið liggur því enn í þagn­ar­gildi á þeim vett­vang­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Benda þeir á að dæmi séu um að fóstur og ætt­leið­ingar barna frá vöggu­stof­unum hafi verið á vafasömum for­send­um. Það hafi verið á almanna­vit­orði að þangað skyldu barn­laus hjón leita eftir börn­um. Enn fremur hafi mæður barn­anna yfir­leitt verið í erf­iðri félags­legri stöðu, eins og ungar ein­stæðar mæður eða ein­fald­lega fátæk­ar. Auk þess hafi þessar mæður átt það sam­merkt að hafa veikt bak­land. Því hafi þær brotnað undan þrýst­ingi félags­mála­yf­ir­valda og afsalað sér börnum sín­um.

Hægt er að lesa for­sögu máls­ins og yfir­lýs­ing­una hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent