Óska eftir að starfsemi vöggustofa í Reykjavík verði rannsökuð

Hópur manna sem vistaður var á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni.“

Starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins
Auglýsing

Hópur manna óskar eftir því að borg­ar­stjórn skipi teymi sér­fræð­inga til rann­saka starf­semi Vöggu­stof­unnar að Hlíð­ar­enda og Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lags­ins og afleið­inga hennar í víðum skiln­ingi. Skoða þurfi „af hverju mann­skemm­andi upp­eld­is­stefna varð fyrir val­inu og við lýði eftir að skað­semi hennar var ljós“.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá hópn­um, en hann skipa Árni H. Krist­jáns­son, Fjölnir Geir Braga­son, Hrafn Jök­uls­son, Tómas V. Alberts­son og Viðar Egg­erts­son. Allir voru þeir vistaðir á vöggu­stofum og flestir á fleiri opin­berum upp­eld­is­stofn­un­um.

Munu þeir eiga fund með með borg­ar­stjóra, Degi B. Egg­erts­syni, mið­viku­dag­inn næst­kom­andi á skrif­stofu borg­ar­stjóra í Ráð­húsi Reykja­víkur og ræða málið við hann.

Auglýsing

Mik­il­vægt að við­ur­kenna að vistun barna hafi ollið þeim tjóni

Þeir vilja að kannað verði hversu mörg börn voru vistuð á vöggu­stof­unum á starfs­tíma þeirra; hvernig þeim heils­að­ist eftir vist­ina og hvernig þeim gekk að fóta sig í líf­inu.

„Þetta er afar brýnt atriði því nú þegar liggja fyrir vitn­is­burðir skjól­stæð­inga vöggu­stof­anna um slæma and­lega heilsu og erf­ið­leika á lífs­leið­inni. Það er mik­il­vægt fyrir eft­ir­lif­andi börn að við­ur­kennt sé að vistun þeirra á vöggu­stofum borg­ar­innar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rann­saka hvernig börnum var ráð­stafað í fóstur eða til ætt­leið­inga, for­send­ur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Málið liggur enn í þagn­ar­gildi

Þá kemur fram að Vöggu­stofan að Hlíð­ar­enda og Vöggu­stofa Thor­vald­sens­fé­lags­ins hafi verið reknar af Reykja­vík­ur­borg sem bar ábyrgð á starf­sem­inni. Ljóst sé að með­ferð á börnum sem vistuð voru á stofn­un­unum olli þeim og fjöl­skyldum þeirra mis­miklum skaða.

„Dr. Sig­ur­jón Björns­son sýndi fram á að oft var skaði barn­anna var­an­legur vegna þess rofs sem var til­finn­inga­legum þroska þeirra. Þrátt fyrir háværa gagn­rýni á starfs­hátt­unum þá brást borg­ar­stjórn lítt eða ekk­ert við. Löngu síðar eða árið 1993 komst starf­semi vöggu­stofa aftur í hámæli í kjöl­far frum­flutn­ings útvarps­þáttar Við­ars Egg­erts­son­ar, „Eins og dýr í búri“. Þátt­ur­inn hefur verið end­ur­fluttur nokkrum sinnum og jafnan vakið athygli. Það hefur þó ekki orðið til þess að hreyfa við borg­ar­stjórn og málið liggur því enn í þagn­ar­gildi á þeim vett­vang­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Benda þeir á að dæmi séu um að fóstur og ætt­leið­ingar barna frá vöggu­stof­unum hafi verið á vafasömum for­send­um. Það hafi verið á almanna­vit­orði að þangað skyldu barn­laus hjón leita eftir börn­um. Enn fremur hafi mæður barn­anna yfir­leitt verið í erf­iðri félags­legri stöðu, eins og ungar ein­stæðar mæður eða ein­fald­lega fátæk­ar. Auk þess hafi þessar mæður átt það sam­merkt að hafa veikt bak­land. Því hafi þær brotnað undan þrýst­ingi félags­mála­yf­ir­valda og afsalað sér börnum sín­um.

Hægt er að lesa for­sögu máls­ins og yfir­lýs­ing­una hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent