Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir

Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“

Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Auglýsing

Fyrir Kirkju­þingi, sem hefst á laug­ar­dag, liggur til­laga um að afnema gjald­töku fyrir auka­verk presta. Slík auka­verk eru meðal ann­ars skírn­ir, útfar­ir, kistu­lagn­ing, hjóna­vígsl­ur, ferm­inga­fræðsla frá og með byrjun árs 2023. Til­lagan er lögð fram af nefnd sem kosin var á Kirkju­þingi í fyrra til að end­ur­skoða starfs­reglur um starfs­kostnað vegna prests­þjón­ustu þjóð­kirkj­unnar og pró­fasts­starfa. ­Sam­kvæmt gild­andi gjald­skrá fyrir prest­þjón­ustu þjóð­kirkj­unnar ber að greiða prestum fyrir til að mynda útför 27.552 krónur og ferm­ing­ar­fræðsla kostar 21.194 krónur á hvert barn. 

Í til­lög­unni er nið­ur­lagn­ing greiðslna meðal ann­ars rök­studd með því að laun presta sam­kvæmt gild­andi kjara­samn­ingum verði „að telj­ast ágæt með hlið­sjón af launum allra þeirra sem eru í BHM“. Rík­is­sjóður greiðir laun presta. Þeir heyrðu lengst af undir kjara­ráð, sem ákvarð­aði laun þeirra, en sam­þykktu í sumar sem leið fyrsta kjara­samn­ing­inn sem gerður var við þjóð­kirkj­una og Bisk­ups­stofu. Sam­kvæmt úttekt Frjálsrar versl­unar á tekjum lands­manna, sem birt var í ágúst, voru tíu prestar með tekjur á bil­inu 1.427 til 2.163 þús­und krónur á mán­uði í fyrra. Þær tekjur inni­halda ekki fjár­magnstekjur eða skatt­frjálsar greiðslur en geta í ein­hverjum til­fellum inni­haldið úttekt á sér­eign­ar­sparn­aði.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir enn fremur að vígð þjón­usta kirkj­unnar eigi ávallt að vera grund­völluð á kristi­legum kær­leika og sem mest án hind­r­ana fyrir fólk. „Það er tíma­skekkja og frá­hrind­andi ásýnd kirkju­legrar þjón­ustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorg­ar­stundum sendi við­kom­andi síðan reikn­ing vegna þjón­ustu sinn­ar. Þetta dregur mjög úr trú­verð­ug­leika kirkju­legrar þjón­ustu. Einkum er þetta slæm birt­ing­ar­mynd þegar um efna­lítið fólk er að ræða.“

Helm­ingur umsagna um auka­greiðsl­urnar

Hægt var að senda inn umsagnir um þær til­lögur sem leggja á fyrir Kirkju­þing, en frestur til að skila þeim inn rann út 15. októ­ber síð­ast­lið­inn. Alls bár­ust sex umsagnir um þau 35 mál sem liggja fyrir þing­inu. Helm­ingur umsagna barst vegna til­lög­unnar um afnám greiðslna vegna prests­þjón­ustu.

Auglýsing
Ein umsögnin er frá Arn­aldi A. Bárð­ar­syni, kjara­mála­full­trúa Presta­fé­lags Íslands. Þar segir hann að inn­heimtan fyrir þessi til­teknu prests­verk byggi á „gam­alli hefð“ og varði miklu um kjör og hags­muni presta­stétt­ar­inn­ar. Arn­aldur efast um að það sé laga­stoð til að afnema greiðsl­urnar og segir að ef Kirkju­þing ákveði upp á sitt eins­dæmi að afnema greiðsl­urnar þurfi „þjóð­kirkjan að bæta prestum tekju­tap vegna slík­s.“ Hann segir einnig að það að „greiða presti hóf­lega þóknun fyrir þjón­ustu er því mörgum kær­komin við­ur­kenn­ing, - þakk­læt­is­vottur til prests fyrir vel veitta þjón­ust­u.“ 

Vill afslátt fyrir þá sem eru í þjóð­kirkj­unni

Þor­geir Ara­son, sókn­ar­prestur Egils­staða­presta­kalls, skrifar einnig umsögn. Hann er heilt yfir ekki sáttur með til­lög­una og segir í umsögn sinni að með henni sé „ein­fald­lega gert ráð fyrir að þessi hluti af launa­kjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjaraupp­bót komi í stað­inn. Ekki veit ég um neina starfs­stétt með snefil af sjálfs­virð­ingu sem myndi fella sig við slíkt.“ 

Á meðal þess sem Þor­geir leggur til í umsögn sinni er að gjald­skránni fyrir auka­verk presta verði breytt með þeim hætti að fólk sem sé skráð í þjóð­kirkj­una fái afslátt. Það væri „eðli­legt að umb­una þá fyrst og fremst þeim sem kjósa að vera í Þjóð­kirkj­unni með slíku gjald­skrár­frelsi. Í fjöl­mörgum félaga­sam­tökum tíðkast að með­limir njóti með ein­hverjum hætti sér­stakra kjara á þeirri þjón­ustu sem félagið býður upp á. Sem dæmi má nefna að félagar í félaga­sam­tökum sem ráða yfir sal­ar­kynnum leigja gjarnan hús­næði félags­ins á öðru verði en utan­að­kom­andi aðil­ar. Ekk­ert er óeðli­legt við þá ráð­stöf­un, enda leggja þeir ein­stak­lingar til félags­ins með sinni aðild, rétt eins og félagar í Þjóð­kirkj­unni láta sitt sókn­ar­gjald renna til sinnar sókn­ar.“

Alls eru 229.623 ein­stak­lingar skráðir í þjóð­kirkj­una, eða 61,3 pró­sent lands­manna. Næstum 150 þús­und manns standa utan þjóð­kirkj­unnar sem stend­ur, en sá hópur taldi tæp­lega 31 þús­und manns um síð­ustu alda­mót. 

„Blaut tuska í and­lit­ið“

Síð­asta umsögnin er svo frá Sig­urði Grét­ari Sig­urðs­syni, presti í Útskála­presta­kalli. Hann segir meðal ann­ars að engin stétt geti fall­ist á kjara­skerð­ingu á borð við þá sem boðuð er í til­lög­unni og segir að prestum hafi verið lofað að kjör þeirra myndu ekki versna við það að Bisk­ups­stofa færi að greiða þeim laun í stað Fjár­sýslu rík­is­ins. 

Sig­urður segir að kristi­legur kær­leikur verði ekk­ert minni í þjón­ust­unni þó prestur fái laun fyr­ir. „Launin hafa verið byggð upp með ákveðnum hætti í mjög langan tíma, ann­ars vegar föst laun frá launa­greið­anda og hins vegar þóknun vegna prests­verka sem prestur inn­heimtir sjálf­ur. Það er blaut tuska í and­litið að slengja svona til­lögu fram.“

Hann telur svo upp rök­semdir fyrir því að greiðsl­urnar séu hóf­legar og að fólk furði sig oft á því hvað þær séu lágar þegar kemur að greiðslu. „Greiðslan til prests­ins fyrir ferm­ing­ar­fræðsl­una er u.þ.b. 2500 krónum hærri en kran­sa­kaka fyrir 30 manns sem borðuð er á hálf­tíma.“

Sig­urður hefur áhyggjur af því að verði til­lagan sam­þykkt muni það leiða til veru­legrar þjón­ustu­skerð­ingar þar sem prestar muni ekki verða fúsir til að sinna umræddum verkum utan hefð­bund­ins vinnu­tíma án greiðslu. „Allar til­lögur sem miða að því að skerða launa­kjör presta eru óásætt­an­leg­ar,“ skrifar Sig­urður í lok umsagnar sinn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent