Pútín: Allt að sjö þúsund hryðjuverkamenn frá gömlum Sóvétríkjum með Íslamska ríkinu

putin_her.jpg
Auglýsing

Vladímír Pútín, for­seti Rúss­lands, segir að allt að sjö þusund hryðju­verk­menn, sem eigi rætur í ríkjum sem til­heyrðu Sov­ét­ríkj­unum fyrir fall þeirra, vera að berj­ast með Íslamska rík­inu í Sýr­landi. Þetta kom í ræðu Pútíns í fundi í Kasakstan, að því er segir í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC.  Hann gagn­rýndi enn fremur Banda­ríkja­menn fyrir að forð­ast við­ræður um lausn á stöðu mála í Sýr­landi.

Pútín sagði enn fremur að hann hefði miklar áhyggjur af því að ótryggt ástand í Afganistan, þar sem Íslamska rík­inu hefur vaxið ásmeg­in, gæti haft smit­andi áhrif til Mið-Asíu­ríkja. Þá þyrftu þjóðir heims að taka höndum sam­an, til þess að vinna gegn Íslamska rík­inu og upp­gangi hryðju­verka­hópa.Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, greindi form­lega frá því í vik­unni að ákveðið hefði verið að halda 5.500 her­mönnum áfram í Afganist­an. Til stóð að draga allan her­inn úr land­inu, áður en kjör­tíma­bili Obama myndi ljúka, en af því verður ekki. Vax­andi átök og óör­yggi í land­inu er ástæða þess að banda­rísk stjórn­völd meta stöð­una með þessum hætti.

Rússar hafa haldið upp­teknum hætti í Sýr­landi og barist við hlið stjórn­ar­hers Bashar al-Assad for­seta Sýr­lands gegnum upp­reisn­ar­hópum í land­inu og Íslamska rík­inu. Þetta er gert í óþökk Banda­ríkj­anna og flestra Vest­ur­landa, meðal ann­ars Frakk­lands og Bret­lands, sem segja ótækt að starfa með Assad. Hann geti aldrei orðið hluti af póli­tískri lausn í Sýr­landi.

Um tíu millj­ónir manna eru nú á ver­gangi í Sýr­landi, af um 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda, og sam­an­lagður földi flótta­manna þegar Afganistan og Írak er með­talið, er um 20 til 25 millj­ónir manna.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None