Ráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana á „svarta listanum“

Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana sem rússnesk stjórnvöld hafa sett á svartan lista. „Ef á reynir verður það kannað nánar.“

Engar upplýsingar um gagnaðgerðir Rússa gegn Íslendingunum níu hafa borist utanríkisráðuneytinu.
Engar upplýsingar um gagnaðgerðir Rússa gegn Íslendingunum níu hafa borist utanríkisráðuneytinu.
Auglýsing

„Ut­an­rík­is­ráðu­neytið hefur engar upp­lýs­ingar umfram það sem hefur komið fram í fjöl­miðl­um. Ef á reynir verður það kannað nán­ar.“

Þetta segir Sveinn H. Guð­mars­son, upp­lýs­inga­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þau tíð­indi að rúss­nesk stjórn­völd hafa sett níu Íslend­inga á svartan lista vegna þátt­töku Íslands í refsi­að­gerðum Evr­ópu­sam­bands­ins vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu.

Auglýsing

Sama svar hafa norskir fjöl­miðlar fengið frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu þar í landi en í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef rúss­neska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í gær segir að „gagn­að­gerð­in“ bein­ist einnig gegn sextán Norð­mönn­um, þremur Græn­lend­ingum og þremur Fær­ey­ing­um. „Þessum ein­stak­lingum er bannað að koma til lands okk­ar,“ stendur í til­kynn­ing­unni.

Ekki liggur um hvaða ein­stak­linga er þarna um að ræða, en í til­kynn­ingu rúss­neska ráðu­neyt­is­ins er talað um að aðgerð­irnar bein­ist gegn þing­mönn­um, ráð­herrum, fólki úr við­skipta­líf­inu, fræði­mönn­um, fjöl­miðla­fólki og opin­berum per­sónum sem hafi „kynt undir and-rúss­neskri orð­ræðu“ og skipu­lagt og komið í verk stefnu­málum sem bein­ast gegn Rúss­landi.

­Sam­kvæmt því sem fram kemur í frétt norska rík­is­út­varps­ins (NRK) um málið munu ein­stak­ling­arnir sem aðgerðir Rússa ná til lík­lega ekki kom­ast að því að nöfn þeirra eru á „svarta list­an­um“ fyrr en þeir myndu reyna að kom­ast til Rúss­lands. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Norð­menn eru beittir sam­bæri­legum refsi­að­gerð­um. Það gerð­ist einnig eftir að Rússar tóku yfir Krím­skaga árið 2014 en þá beittu vest­ur­veldin þá einnig ýmsum þving­un­um.

Ísland hefur tekið undir allar þving­un­ar­að­gerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Rúss­landi sem gripið hefur verið til í kjöl­far þess að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkra­ínu í lok febr­ú­ar­mán­að­ar.

Á vef íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins má finna yfir­lit yfir þær aðgerðir sem Ísland tekur þátt í. Þar á meðal eru ferða­bönn og fryst­ing fjár­muna til­tek­inna ein­stak­linga. Þessar aðgerðir bein­ast meðal ann­ars að Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, og Sergei Lavrov utan­rík­is­ráð­herra, en einnig er þeim beint að með­limum þjóðar­ör­ygg­is­ráðs Rúss­lands sem studdu við­ur­kenn­ingu sjálf­stæðis svæð­anna Donetsk og Luhansk í Úkra­ínu, ein­stak­lingum sem tengj­ast rík­is­reknum fjöl­miðlum og ein­stak­lingum úr fjár­mála­geir­an­um.

Þá ná aðgerð­irnar sem Ísland tekur þátt í til flestra þing­manna rúss­neska þings­ins og bein­ast þær einnig að ein­stak­lingum sem sagðir eru stunda áróð­urs­starf­semi fyrir rúss­neska rík­ið, lobbí­istum og rúss­neskum auð­mönn­um.

„Meira síð­ar­...“

Míkhaíl Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, var boð­aður á fund í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í gær þar sem honum var til­kynnt að nær­veru hans væri ekki óskað við hátíða­höld 17. júní en sendi­herrum erlendra ríkja er jafnan boðið til þeirra.

Á fund­inum ítrek­uðu íslenskir emb­ætt­is­menn for­dæm­ingu stjórn­valda á inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu.

Til­kynn­ingin um „gagn­að­gerð­irn­ar“ á vef rúss­neska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í gær er ekki löng. Telur aðeins tvær máls­grein­ar. En í ensku útgáfu hennar má finna þessa setn­ingu neðst: „Meira síð­ar­...“ (To be cont­inu­ed).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent