Rekinn eftir 27 ára starf hjá Eflingu – Sagði félagið „pólska útgáfu af stéttarfélagi“

Kjarafulltrúinn sem var rekinn frá Eflingu í gær er sagður vera sá sem er ásakaður um að hafa hótað að vinna fyrrverandi formanni félagsins mein. Hann segist hafa goldið þess að vera „Íslendingur og karlmaður“.

Tryggvi Marteinsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska.
Tryggvi Marteinsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska.
Auglýsing

Tryggvi Mart­eins­son, kjara­full­trúi hjá Efl­ingu, var rek­inn úr starfi í gær eftir 27 ára starf. Hann greinir frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hann að starf hans haf verið „virt að vettugi enda komm­ún­istar við stjórn. Það er mikil reisn yfir þessu félagi og þetta var það fyrsta sem ný stjórn sýndi til að leysa vand­ann sem Sól­veig skap­aði. Skömmin er mikil hjá þeim sem eru titl­aðir yfir­menn í dag.“

Í upp­haf­legri færslu Tryggva sagði hann einnig: „Ég galt þess að vera íslend­ingur og karl­mað­ur“. Hann breytti færsl­unni í nótt og tók þá setn­ingu út.

Sú Sól­veig sem Tryggvi vísar til er Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Efl­ing­ar, en hún sagði af sér for­mennsku í síð­ustu viku.

Í ummælum við stöðu­upp­færsl­una Tryggva lýsa ýmsir yfir óánægju með ákvörðun Efl­ing­ar. Á einum stað spurði maður hvað „gengi að þessu fólki“. Tryggvi svar­aði: „þetta er ein­hver pólsk útgáfa af stétt­ar­fé­lag­i“. Hann eyddi síðar þeim ummælum en skjá­skot af þeim má sjá hér að neð­an.

Sagður vera sá sem ásak­aður er um hót­anir

Kjör­inn vara­­for­­maður Efl­ing­­ar, Agnieszka Ewa Ziólkowska, tók við emb­ætti for­­manns stétt­­ar­­fé­lags­ins á stjórn­­­ar­fundi fyrir átta dög­um. Hún er pólsk að upp­runa, en um helm­ingur félags­manna í Efl­ingu eru aðkomu­fólk. Agnieszka er fyrsti for­maður Efl­ingar sem er af erlendu bergi brot­inn.

Á sama fundi var afsögn Sól­­veigar Önnu úr emb­ætti for­­manns Efl­ingar afgreidd. Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, sagði einnig upp störfum í síð­ustu viku. 

Auglýsing
Ólöf Helga Adolfs­dótt­ir, sem hefur verið mikið í fjöl­miðlum und­an­farið eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmanni hjá Icelanda­ir, tók við sem vara­­for­­maður Efl­ing­­ar. Næstu for­­manns- og stjórn­­­ar­­kosn­­ingar munu fara fram fyrir lok mars á næsta ári. 

Stjórn Efl­ingar fund­aði í fyrsta skipti í gær eftir að ný for­ysta tók við og í kjöl­farið var hald­inn mán­að­ar­legur fundur í trún­að­ar­ráði Efl­ing­ar. 

Í Morg­un­blað­inu í dag segir að blaðið hafi heim­ildir fyrir því að Tryggvi sé sá maður sem ásak­aður er um að hafa hótað að vinna Sól­veigu Önnu mein á meðan að hún var enn for­maður Efl­ing­ar.

„Aug­ljós­lega ein­hvers konar ofbeldi“

Sól­veig Anna greindi frá því máli í við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist um síð­ustu helgi án þess að nafn­greina Tryggva. Hún sagði að einn af karl­kyns starfs­­mönnum skrif­­stofu Efl­ingar hefði „lýst því yfir við annan starfs­­mann að hann væri mjög reiður út í mig og væri að hugsa um að fara heim til mín og vinna mér þar skaða sem ekki var lýst nánar en var aug­­ljós­­lega ein­hvers konar ofbeld­i.“ 

Hún hefur ekki til­greint nánar hvað það var sem mað­ur­inn ætl­aði að gera henni en í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði hún að mað­ur­inn, sem hafi verið ósáttur með að hafa ekki fengið stöðu­hækk­un, hefði lýst því að hann „hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sann­aði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fang­elsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafn­vel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint saka­vott­orð.“

Kall­aði Sól­veigu Önnu „kon­una“

Í við­tal­inu við Kjarn­ann sagði Sól­veig Anna: „Þegar mér er til­kynnt um þetta, þessa brjál­semi um að þarna væri maður sem kynni svona illa við mig, væri hættur að tala um mig með nafni heldur kalli mig „kon­una“, sem gekk á milli starfs­fólks og segið að ég væri fífl og fáviti sem kynni ekki neitt og væri núna far­inn að stíga skref­inu lengra og far­inn að orða fyr­ir­ætl­anir sínar um að koma heim til mín og gera mér mein, þá var það mjög erfitt. Þetta var og er allt raun­veru­legt, stað­fest. Ég fæ þessa vit­neskju og var mjög brugð­ið. Ég tók mér marga daga í að íhuga hvað ég ætti að gera. Og aldrei hugs­aði ég hvort það ætti að segja honum upp, vegna þess að ég vissi alveg að það myndi ekki geta gerst. Staða mín innan skrif­stof­unnar væri það slæm. Ég kemst svo að þeirri nið­ur­stöðu að þetta væri mjög alvar­legt, að mað­ur­inn væri far­inn að orða þessa óra sína. Að heiftin væri svo mikil að hann geti ekki hamið sig um að lýsa því í frekar miklum smá­at­riðum að hann ætli að gera þetta. Að hann hafi áður framið glæp og hafi ekki áhyggjur af því að vera dæmdur vegna þess að hann væri með hreint saka­vott­orð. Ég hugs­aði að ég gæti ekki boðið fjöl­skyld­unni minni upp á þetta. Dóttir mín er 21 árs býr á þessu heim­ili. Átti ég að segja við hana að við værum í ein­hvers­konar umsát­urs­á­stand­i?“

Hún sagð­ist síðar hafa fengið vit­neskju um það að mann­eskjan sem að hefði mót­tekið hót­un­ina í smá­at­rið­um, og brugðið svo mikið að hún sagði tveimur öðrum sam­starfs­mönnum frá, hafi ekki viljað skaða vinnu­sam­band sitt við umræddan mann. Því myndi hún ekki standa við frá­sögn sína. „Þá ákvað ég að ég gæti ekk­ert gert án þess að þessi ályktun trún­að­ar­manna um að ég væri með „af­töku­lista“ yrði dregin fram og sett í það sam­hengi að þessi maður sem væri að hóta mér ofbeldi væri á hon­um. Það kom svo í ljós núna eftir að ég sagði frá þessu. Þá er sagt að ég sé að ljúga. Að þetta sé upp­spuni frá rótum og eng­inn kann­ast allt í einu neitt við þetta. Þrátt fyrir að ég sé með þessa frá­sögn stað­festa í tölvu­pósti og hafi látið færa það til bókar hjá lög­regl­unn­i.“

Sól­veig Anna segir að hún hafi haft sam­band við lög­reglu vegna máls­ins nokkru áður en sú atburða­rás sem leiddi til afsagnar hennar hófst í lok októ­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent