Rekstrartap útgáfufélags Morgunblaðsins var 210 milljónir króna í fyrra

Þrátt fyrir að hafa fengið 100 milljónir króna í ríkisstyrk í fyrra var rekstrartap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, yfir 200 milljónir króna á síðasta ári. Starfsfólki fækkaði um 14 prósent en launakostnaður stjórnenda jókst um fimm prósent.

Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Auglýsing

Tekjur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, mbl.is og K100, dróg­ust saman um rúm fjögur pró­sent í fyrra og voru rúm­lega 3,2 millj­arðar króna. Laun og launa­tengd gjöld dróg­ust saman um 187 millj­ónir króna og stöðu­gildum fækk­aði að með­al­tali úr 153 í 132, sem þýðir að starfs­fólki útgáfu­fé­lags­ins fækk­aði um næstum 14 pró­sent á síð­asta ári. 

Heild­ar­laun og þókn­anir til stjórn­enda félags­ins á árinu 2020 námu 141,8 millj­ónum króna. Það er hækkun á launum þeirra um næstum fimm pró­sent á milli ára á sama tíma og öðru starfs­fólki var fækk­að. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Árvak­ur­s. 

Í síð­asta mán­uði var birt frétt í Morg­un­blað­inu þar sem því að Árvakur hefði tapað 75 millj­ónum króna á árinu 2020. Í þeirri frétt fagn­aði Har­aldur Johann­essen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs og annar rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, því að rekst­ur­inn væri að fara í rétta átt þar sem tap væri að minnka.

Í árs­reikn­ingi Árvak­urs, sem varð aðgengi­legur á vef Skatts­ins í þess­ari viku, kemur þó fram að rekstr­ar­tap félags­ins var mun meira, eða 210,3 millj­ónir króna á síð­asta ári. Það er aðeins minna rekstr­ar­tap en árið áður þegar það var 245,3 millj­ónir króna. 

Sá munur var á rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla árið 2020 miðað við árið 2019 að í fyrra ákvað Alþingi að veita rekstr­ar­stuðn­ing til þess að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­urs­ins, og studdi við fyr­ir­tæki með ýmsum öðrum hætti.

Rekstr­ar­styrk­ur­inn sem Árvakur fékk nam alls 99,9 millj­ónum króna, en eitt hund­rað millj­óna króna þak var á styrkjum til hvers fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Því má ætla að rekstr­ar­tapið hafi verið yfir 300 millj­ónir króna ef ekki hefði verið fyrir rekstr­ar­styrk­inn. 

Alþingi sam­þykkti undir lok maí að sam­bæri­legir styrkir yrðu áfram veittir einka­reknum fjöl­miðlum út næsta ár.

Hlut­deild í afkomu dótt­ur­fé­lags breytti umfangi taps

Hlut­deild í afkomu dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­laga, sem teng­ist ekki grunn­rekstri Árvak­urs, útskýrir þann mun sem er á end­an­legri afkomu og rekstr­ar­af­komu, en hún er jákvæð um 160 millj­ónir króna. Þar skiptir mestu hlut­deild í Lands­prenti, sem rekur prent­smiðju sem prentar þorra þeirra prent­miðla sem gefnir eru út á Íslandi, en hún var 144 millj­ónir króna í fyrra. Árs­reikn­ingi Lands­prents hefur verið skilað til árs­reikn­inga­skrár en ekki verið birtur á heima­síðu Skatts­ins. Vinnu­mála­stofnun greindi frá því í maí í fyrra að Lands­prent væri eitt þeirra fyr­ir­tækja sem hefði nýtt sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, þar sem ríkið greiddi hluta af launum starfs­fólks, fyrir sex starfs­menn eða fleiri. 

Auglýsing
Á meðal hlut­deild­ar­fé­laga Árvak­urs er svo Póst­dreif­ing, sem Árvakur á með Torgi útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins, en Póst­dreif­ing sagði upp öllum 304 blað­berum sínum í fyrra­sum­ar. Hluti þeirra var svo ráðnir aftur með breyttu vinnu­fyr­ir­komu­lagi og starfs­hlut­falli. Hlut­deild Árvak­urs í afkomu Póst­dreif­ingar er jákvæð um 15 millj­ónir króna. Árs­reikn­ingi Póst­dreif­ingar hefur verið skilað inn til árs­reikn­inga­skrár en hann er enn sem komið er ekki aðgengi­legur á heima­síðu Skatts­ins. 

Árvakur er á meðal stærstu við­skipta­vina bæði Lands­prents og Póst­dreif­ing­ar. Í fyrra keypti Árvakur þjón­ustu af Lands­prenti fyrir 570,3 millj­ónir króna. Útgáfu­fé­lagið skuldar hins vegar dótt­ur­fé­lagi sínu líka háar upp­hæð­ir, alls 476,5 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. ÁRvakur keypti þjón­ustu af Póst­dreif­ingu fyrir 550 millj­ónir króna í fyrra og skuld­aði því félagi 53,6 millj­ónir króna í lok árs 2020. Þá juk­ust skuldir Árvak­urs við Þórs­mörk, félagi utan um eign­ar­haldið á útgáfu­fé­lag­inu, um 12 millj­ónir króna í fyrra. Alls hækk­uðu skuldir Árvak­urs við tengda aðila um 120 millj­ónir króna milli ára. 

Ákveðin óvissa gæti ríkt um rekstr­ar­hæfi

Í árs­reikn­ingi Árvak­urs segir að á árinu 2020 hafi verið „unnið að hag­ræð­ing­ar­að­gerðum í rekstri félags­ins til að mæta þeim rekstr­ar­vanda sem einka­reknir fjöl­miðlar hér á landi búa við og mun verða haldið áfram á þeirri veg­ferð til að ná jafn­vægi í rekstri þess, en hvenær það næst er erfitt að meta með áreið­an­legum hætti. Það er mat stjórn­enda félags­ins að ekki sé vafi á rekstr­ar­hæfi félags­ins eins og staða þess er í dag. En gangi áætl­anir stjórn­enda ekki eftir ríkir ákveðin óvissa um rekstr­ar­hæfi félags­ins til lengri tíma.“

Guðbjörg Matthíasdóttir og aðilar tengdir henni eru stærstu eigendur Árvakurs. Mynd: Bára Huld Beck

Sá eig­enda­hópur sem tók við Árvakri árið 2009 hefur sam­tals lagt félag­inu til 1,9 millj­arða króna í nýtt hlutafé á rúmum ára­tug, síð­ast 300 millj­ónir króna á árinu 2019. Sam­an­lagt end­an­legt tap félags­ins á sama tíma­bili er yfir 2,5 millj­örðum króna. 

Stærsti eig­and­inn er Guð­björg Matth­í­as­dóttir og börn henn­ar, í gegnum félögin Hlyn A og Ísfé­lag Vest­manna­eyja. Sam­an­lagt á sá hópur 25,5 pró­sent hlut. Næst stærsti eig­and­inn eru Íslenskar Sjáv­ar­af­urð­ir, í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, með 19,4 pró­sent eign­ar­hlut.

Mikið tap árum saman og fallandi rekstur á prenti

End­an­legt tap Árvak­urs í fyrra, 75 millj­ónir króna, var það minnsta allt frá árinu 2016, er félagið tap­aði 50 millj­ónum króna. Árið 2017 nam tap­rekst­ur­inn 284 millj­ónum og árið 2018 var útgáfu­fé­lagið rekið með 415 millj­óna króna tapi og 210 millj­óna króna halla árið 2019. Rekstr­ar­tapið hefur þó oft verið mun meira, líkt og rakið er hér að ofan.

Lestur Morg­un­blaðs­ins, sem er stærsti áskrift­ar­mið­ill lands­ins, hefur verið á und­an­haldi und­an­farin ár. Sam­kvæmt tölum Gallup um lestur dag­blaða á Íslandi lesa nú innan við 20 pró­sent lands­manna Morg­un­blaðið og innan við tíu pró­sent fólks á aldr­inum 18-49 ára.

Á sama tíma og lestur prent­miðla dvínar hefur mbl.is, sem um ára­bil hafði verið mest lesni vef­mið­ill lands­ins nær allar vikur árs­ins sam­kvæmt vef­mæl­ingum Gallup, verið skákað af þeim stalli það sem af er ári. Vís­ir.is, vef­mið­ill í eigu Sýn­ar, hefur náð að taka fram úr hvað fjölda not­enda varð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent