Reykjavík segir tugi milljarða vanta inn í fjármögnun ríkisins á verkefnum sveitarfélaga

Í umsögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarp næsta árs er dregið saman að borgin telji sig eiga inni yfir 19 milljarða hjá ríkinu vegna vanfjármögnunar verkefna sem hún sinnir. Þar spilar málaflokkur fatlaðs fólks stærsta rullu.

Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í vor. Í forgrunni ræðast við þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í vor. Í forgrunni ræðast við þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg segir að ríkið hafi ógnað sjálf­bærni sveit­ar­fé­laga á Íslandi með því að van­fjár­magna ýmis verk­efni sem rík­is­valdið ætlar sveit­ar­fé­lögum að sinna. Þar beri van­fjár­mögnun á mála­flokki fatl­aðs fólks hæst. Þetta kemur fram í umsögn sem fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar hefur gert við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2023.

Í umsögn­inni er dregið saman að borgin líti svo á að van­fjár­mögnun rík­is­ins á hinum ýmsu verk­efnum sem borgin sinni, stundum í sam­starfi við önnur sveit­ar­fé­lög, nemi yfir 19 millj­örðum króna. Þar af sé þjón­usta við fatlað fólk, sem færð­ist frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 2011, van­fjár­mögnuð um 10,8 millj­arða króna.

Umsögn borg­ar­innar er nokkuð hvassyrt, en meðal ann­ars segir þar að sveit­ar­stjórn­ar­lög og lög um opin­ber fjár­mál renni styrkum stoðum undir þær leik­reglur sem gildi um fjár­hags­leg sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga.

„Fram­kvæmd rík­is­ins á þessum skýru laga­á­kvæðum hefur ekki verið í sam­ræmi við laga­skyldur og hefur í mik­il­vægum ákvörð­unum litið fram­hjá þeirri skyldu að meta fjár­hags­leg áhrif laga­frum­varpa og ann­arra áforma rík­is­ins á fjár­hag sveit­ar­fé­laga og tryggja þeim fjár­muni til að mæta breyttum skyld­um,“ segir í umsögn borg­ar­inn­ar.

Í kjöl­farið er svo farið yfir hina ýmsu mála­flokka, sem borgin segir að hafi um ára­bil verið til umræðu í sam­skiptum ríkis og borgar og séu van- eða ófjár­mögn­uð. Í umsögn borg­ar­innar segir að list­inn sé ekki tæm­andi, en hann er þrátt fyrir það ansi lang­ur.

Langstærsti lið­ur­inn er þjón­usta við fatlað fólk, sem færð­ist sem áður segir frá ríkis til sveit­ar­fé­laga árið 2011. Borgin segir að þrátt fyrir mikið kostn­að­arað­hald hafi þjón­usta við mála­flokk­inn kostað mun meira en fram­lög Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga og við­bót­ar­út­var sveit­ar­fé­lags­ins hafi staðið undir – og upp­hæðin hafi numið allt að 25,7 millj­örðum króna umfram tekjur á tíma­bil­inu 2011-2021.

Þessi samantekt borgarinnar á vanfjármögnun verkefna birtist í umsögn hennar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Hall­inn hefur auk­ist mikið síð­ustu ár og bendir borgin á að gjöld umfram tekjur hafi numið 5,7 millj­örðum árið 2020 og 6,7 millj­örðum króna á árinu 2021. Segir borgin að auknar kröfur um þjón­ustu, sem til koma vegna breyt­inga á lögum og reglu­gerðum og alþjóð­legum sam­þykkt­um, hafi valdið því að mis­munur tekna og gjalda hafi vax­ið.

Reykja­vík­ur­borg er síður en svo eina sveit­ar­fé­lagið sem er í þess­ari stöðu, og bendir á að nið­ur­staða starfs­hóps sem skip­aður var til að meta kostnað við mála­flokk­inn hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hall­inn á lands­vísu hafi verið um 8,9 millj­arðar á lands­vísu árið 2020 og að búast megi við því að hann hafi verið allt að 12-13 millj­arðar á síð­asta ári.

„Þar til við­bótar er mikil upp­söfnuð þörf fatl­aðs fólks fyrir búsetu­úr­ræði við hæfi. Sam­an­lagt er talið að við­bót­ar­út­gjöld sveit­ar­fé­lag­anna vegna upp­safn­aðrar þarfar fyrir búsetu­úr­ræði geti var­lega áætlað verið 10 ma.kr. í árlegan rekstr­ar­kostnað til nán­ustu fram­tíð­ar. Þar af nemi rekstr­ar­kostn­aður vegna upp­bygg­ingar á sér­tæku hús­næðisúr­ræði og nið­ur­lagn­ing her­bergja­sam­býla í Reykja­vík 3,7 ma.kr.,“ segir í umsögn Reykja­vík­ur­borg­ar, sem gerir kröfu um að tryggð verði full fjár­mögnun í sam­ræmi við þær nið­ur­stöður sem fyrir liggi um van­fjár­mögnun þjón­ust­unn­ar.

Borgin vill fá jöfn­un­ar­fram­lög til grunn­skóla­starfs

Í umsögn Reykja­vík­ur­borgar er einnig farið yfir kröfur borg­ar­innar um fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga vegna rekst­urs grunn­skóla og íslensku­kennslu barna af erlendum upp­runa. Eins og fram hefur komið rekur Reykja­vík­ur­borg nú mál fyrir dóm­stólum vegna almennra jöfn­un­ar­fram­laga, þar sem gerð er krafa um að borgin sé ekki úti­lokuð þeim fram­lögum á grund­velli stærðar borg­ar­inn­ar. Sú krafa sem borgin gerir vegna þessa nemur rúmum 5,4 millj­örðum króna.

Auglýsing

Til við­bótar gerir Reykja­vík­ur­borg svo kröfu um að fá fram­lög um Jöfn­un­ar­sjóði vegna íslensku­kennslu barna af erlendum upp­runa, en borgin rekur að greiddar séu um 150 þús­und krónur með hverju barni til sveit­ar­fé­laga um land allt, utan Reykja­vík­ur.

„Það að börn af erlendum upp­runa í Reykja­vík njóti ekki sömu jöfn­un­ar­fram­laga og ann­ars­staðar á land­inu er óásætt­an­legt og þess kraf­ist að þetta verði leið­rétt,“ segir í umsögn borg­ar­inn­ar, en mat borg­ar­innar er að 412,5 millj­ónir króna þyrfti til að Reykja­vík­ur­borg væri jafn­sett öðrum sveit­ar­fé­lögum hvað þetta varð­ar.

Far­sæld­ar­lögin kosti borg­ina 800 millj­ónir ofan á fram­lag rík­is­ins

Hin svoköll­uðu far­sæld­ar­lög, sem Ásmundur Einar Daða­son ráð­herra barna­mála beitti sér mikið fyrir á síð­asta kjör­tíma­bili og sam­þykkt voru í fyrra, hafa tekið gildi. Reykja­vík­ur­borg segir að í kostn­að­ar­mati rík­is­ins og mati á áhrifum á fjár­hag sveit­ar­fé­laga hafi aðal­lega verið horft til útgjalda vegna mál­stjóra og tengiliða, en horft hafi verið fram­hjá kostn­aði við að veita aukna þjón­ustu.

Ásmundur Einar Daðason ráðherra. Farsældarlög hans eru sögð dýrari fyrir sveitarfélögin en kostnaðarmat ríkisins við setningu laganna sagði til um. Mynd: Bára Huld Beck

„Í fjár­lögum fyrir árið 2022 var 1,1 ma.kr. veitt til Jöfn­un­ar­sjóðs til að auka snemmtæka íhlutun í mál­efnum barna sbr. lög um sam­þætt­ingu vel­ferð­ar­þjón­ustu í þágu barna. Það er mat sveit­ar­fé­lag­anna að fram­lagið sé langt undir þörfum og telja þau fjár­þörf­ina á lands­vísu vera nær 3 – 4 ma.kr.,“ segir í umsögn borg­ar­inn­ar, sem sjálf metur það sem svo að 800 millj­ónir króna vanti upp á að ríkið fjár­magni þá þjón­ustu sem nýju lögin skyldi sveit­ar­fé­lagið til að sinna.

Til við­bótar segir borgin að tvö hjúkr­un­ar­heim­ili, á Drop­laug­ar­stöðum og í Selja­hlíð, sem rekin eru fyrir ríkið á grunni daggjalda, séu ekki full­fjár­mögnuð af rík­is­ins hálfu. „Halla­rekstur 2011-2020 nam sam­an­lagt 2.684 mkr og á einkum rætur að rekja til þess að ríkið greiddi ekki hluta af stofn­kostn­aði en miðar dag­gjöld til borg­ar­innar við að ríkið hafi greitt 85% stofn­kostn­að­ar. Árið 2021 nam mis­munur tekna og útgjalda 337 m.kr.,“ segir í umsögn borg­ar­inn­ar.

Einnig er sagt mik­il­vægt að ríkið komi „með afger­andi hætti að því að treysta fjár­hags­legan grunn Strætó vegna þeirra fjár­hags­lega áfalla sem rekst­ur­inn hefur orðið fyrir á tímum heims­far­ald­urs kór­óna­veiru og komi áfram að rekstri almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með mynd­ar­legum hætt­i,“ en fjár­hags­legt tap Strætó, vegna tap­aðra far­gjalda­tekna í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, er sam­tals metið á 1,7 millj­arða króna sam­kvæmt umsögn borg­ar­inn­ar.

Borgin vill hlut­deild í fleiri tekju­stofnum

Reykja­vík­ur­borg leggur fram ýmsar til­lögur um fjár­hags­leg sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga. Meðal ann­ars vill borgin að tekjur af gistin­átta­skatti eða brott­far­ar­gjaldi renni að minnsta kosti að stærstum hluta til sveit­ar­fé­laga „vegna stór­auk­ins álags og við­halds­þarfar á sam­göngu­mann­virkj­um, kostn­aðar vegna hreins­unar gatna, göngu­leiða og almenn­ings­rýma í kjöl­far mik­illar fjölg­unar ferða­manna“, auk þess sem borgin vill að ríkið greiði sveit­ar­fé­lögum með beinum hætti tap útsvars­tekna vegna skatt­frjálsrar úttektar á sér­eigna­sparn­aði. Fram kemur í umsögn borg­ar­innar að tekju­tap sveit­ar­fé­laga vegna þess­arra úttekta frá árinu 2014 nemi tæp­lega 16 millj­örðum króna að nafn­virði.

Í umsögn Reykja­vík­ur­borgar um fjár­laga­frum­varpið er einnig vikið að því að aldrei hafi verið sýnt fram á raun­kostnað sem sveit­ar­fé­lög greiða rík­inu fyrir það að inn­heimta útsvar fyrir sveit­ar­fé­lög­in, en inn­heimtu­þókn­unin nemur 0,5 pró­sentum af útsvars­stofni. Vill borgin að þetta verði tekið til end­ur­skoð­un­ar.

Einnig leggur Reykja­vík­ur­borg áherslu á það Alþingi end­ur­skoði lög um tekju­skatt, með það fyrir augum að fella niður fjár­magnstekju­skott af láns­við­skiptum innan sam­stæðu borg­ar­inn­ar. „Í þessu sam­hengi er rétt að benda á að eitt af mark­miðum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins er að end­ur­lána rík­is­fyr­ir­tækjum í stað þess að heim­ila þeim lán­tökur með rík­is­á­byrgð. Eðli­legt væri að gera sveit­ar­fé­lög jafn­sett rík­inu og fyr­ir­tækjum þess að þessu leyt­i,“ segir í umsögn borg­ar­innar um þetta efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent