Ríkisstjórnin segist hafa lokið 138 af 189 aðgerðum sem hún lofaði í stjórnarsáttmála

Formenn stjórnarflokkanna eru allir sammála um að mikið verk hafi verið unnið á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson segir það hafa verið lærdómsríkt að fá nýjan samstarfsflokk og að það hafi „þétt samstarfið að fá krefjandi verkefni í fangið.“

Formenn stjórnarflokkanna á blaðamannafundinum fyrr í dag.
Formenn stjórnarflokkanna á blaðamannafundinum fyrr í dag.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin seg­ist hafa náð að ljúka 138 af 189 aðgerðum sem settar voru fram í stjórn­ar­sátt­mála hennar þegar Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur mynd­uðu rík­is­stjórn undir lok árs 2017. Auk þess hafi verið unnar stefnur í 73 málum því til við­bót­ar.

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem rík­is­stjórnin hélt í Grinda­vík í dag, meðal ann­ars vegna þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, kynnti til­lögu um þing­rof þann 12. ágúst á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í dag. Kosið verður til Alþingis 25. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Þar sagði Katrín að á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins hafi farið tölu­verð vinna í sam­tal við vinnu­mark­að­inn og aðgerðir til að tryggja frið á hon­um, sem lauk að ein­hverju leyti með gerð lífs­kjara­samn­ing­anna vorið 2019, og í að leggja grunn­inn að inn­viða­upp­bygg­ing­u. 

Seinni hluti kjör­tíma­bils­ins hafi farið öðru­vísi en búist var við, fyrst vegna nátt­úru­ham­fara og svo vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. „Það hefur mikið verk verið unnið á þessu kjör­tíma­bil­i,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra á fund­inum í dag.

Lær­dóms­ríkt að vinna með Vinstri grænum

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hefði gengið vel, sér­stak­lega sú áhersla að fjár­festa í innvið­um. „Við höfum náð að klára flest þau verk­efni sem við settum okkur fyr­ir­.“ 

Auglýsing
Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði að sú óvenju­lega sam­setta rík­is­stjórn sem mynduð hafði verið hefði skilað góðu verki. Rétt ára­tug eftir efna­hags­hrunið hafi verið byggðar stoðir undir rík­is­fjár­málin sem gerðu rík­is­sjóði kleift að taka á sig gríð­ar­legan skell þegar áföll dundu yfir vegna heims­far­ald­urs­ins, og styðja þannig atvinnu­líf og heim­ili í gegnum ástand­ið. Á kjör­tíma­bil­inu hafi verið leiddir fram lægstu hús­næð­is­vextir í sög­unni, lægstu stýri­vextir Seðla­banka Íslands í sög­unni og stöð­ug­leiki, í þeim skiln­ingi að verð­bólga hafi verið nokkuð stöðug í ólgu­sjó áfalla, miðað við það sem hún hefur verið áður þegar gefið hefur á. Þessu lýsti Bjarni sem „of­boðs­lega miklum árangri.“

Hann taldi það líka rík­is­stjórn­inni til tekna að hafa staðið við það að lækka skatta þrátt fyrir þessar aðstæður og mærði sölu rík­is­eigna, en þar átti hann sýni­lega við sölu á 35 pró­sent hlut í Íslands­banka í sum­ar. Bjarni sagði að í sínum huga væri aug­ljós­lega hægt að treysta rík­is­fjár­málin á kom­andi kjör­tíma­bili með því að halda áfram á þeirri braut, og selja meira í bank­an­um. „Þetta hefur verð lær­dóms­ríkt líka, bæði per­sónu­lega vil ég segja, undir lok kjör­tíma­bils, að eiga nýjan sam­starfs­flokk, og það hefur þétt sam­starfið að fá krefj­andi verk­efni í fang­ið,“ sagði Bjarni að lokum og vís­aði þar til fyrsta stjórn­ar­sam­starfs Sjálf­stæð­is­flokks við Vinstri græn. 

Stjórn­ar­skrá og Mið­há­lend­is­þjóð­garður út undan

Á meðal þeirra 51 aðgerða sem til­teknar voru í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem ekki tókst að ljúka á kjör­tíma­bil­inu eru til að mynda breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, en frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um nokkrar breyt­ingar á henni var ekki afgreitt úr nefnd. Því munu breyt­ingar á stjórn­ar­skrá ekki ná fram að ganga á næsta kjör­tíma­bil­i. 

Annað stórt mál sem komst ekki til fram­kvæmda, að uppi­stöðu vegna ósættis innan stjórn­ar­heim­il­is­ins, var stofnun Mið­há­lend­is­þjóð­garðs. 

Önnur mál sem ekki tókst að ljúka eru meðal ann­ars þau að móta eig­enda­stefnu fyrir Lands­virkj­un, vinna veg­vísi að kolefn­is­hlut­lausu Íslandi 2040, finna lausn á hús­næð­is­málum Lista­há­skóla Íslands, stuðla að bættu aðgengi lands­manna að öruggu hús­næði, tryggja sam­fellu í þjón­ustu og aðstoð við þá sem fá alþjóð­lega vernd, tryggja að Ísland nái með­al­tali Norð­ur­land­anna er varðar fjár­mögnun háskóla­stigs­ins árið 2025, inn­leiða keðju­á­byrgð í ólíkum atvinnu­grein­um, stofna Þjóð­ar­sjóð, hækka kolefn­is­gjald um 50 pró­sent, efla heil­brigð­is­þjón­ustu í fram­halds­skólum með áherslu á geð­heil­brigði, vinna gegn félags­legum und­ir­boð­um, man­sali og kenni­tölu­flakki, styrkja stöðu kærenda í kyn­ferð­is­brota­málum með því rýna lagaum­hverf­ið, færa tekjur af gistin­átta­gjaldi yfir til sveit­ar­fé­laga, skipu­leggja fram­boð hluta­starfa hjá hinu opin­bera fyrir fólk með skerta starfs­getu, vinna með Reykja­vík­ur­borg og íþróttahreyf­ing­unni að upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vangs í Laug­ar­dal, að end­ur­skoða útlend­inga­lög, gera úttekt á kjörum þeirra tekju­lægstu í sam­fé­lag­inu og leggja fram til­lögur til úrbóta, styrkja rekstr­ar­grund­völl hjúkr­un­ar­heim­ila, afnema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lánum og koma í veg fyrir nei­kvæð áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf­ríki hafs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent