Núverandi sóttvarnaráðstafanir verða framlengdar um tvær vikur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á blaðamannafundi að ákveðið hefði verið að framlengja núverandi reglugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir um tvær vikur þegar hún rennur út 13. ágúst.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Þegar núver­andi reglu­gerð um sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands, sem felur meðal ann­ars í sér að ein­ungis 200 manns mega koma saman og veit­inga­staðir og krár þurfa að vísa öllum gestum sínum út á mið­nætti, rennur út þann 13. ágúst, verður hún fram­lengd um tvær vik­ur.

Þetta til­kynnti Svan­dís Svav­ars­dóttir á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar sem fram fór í Reykja­nesbæ síð­degis í dag.

Fram kom í máli heil­brigð­is­ráð­herra að í minn­is­blaði sótt­varna­læknis hefðu verið færð rök fyrir því að ekki væri tíma­bært að aflétta gild­andi tak­mörk­unum á dag­legt líf lands­manna strax í næstu viku.

Auglýsing

Meðal ann­ars hefði þar sagt að meira en helm­ingur þeirra sem væru 70 ára og eldri og hefðu smit­ast af COVID-19 í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins væru ein­ungis á fyrstu viku veik­inda og því væri ekki komin nægi­leg reynsla á það hvernig við­kvæmum hópum myndi reiða af vegna veik­inda af völdum kór­ónu­veirunn­ar.

Aðgerð­irnar sem eru í gildi munu því vera við lýði til 27. ágúst, sam­kvæmt orðum heil­brigð­is­ráð­herra.

Skóla­starf tekur mið af tak­mörk­unum í sam­fé­lag­inu

Skóla­starf verður bundið sömu tak­mörk­unum og almennt gilda í sam­fé­lag­inu, þ.e. að ekki fleiri en 200 mega vera í sama rým­inu.

Und­an­tekn­ing verður þó gerð í skólum lands­ins hvað grímu­skyldu varð­ar, en nem­endur sem fæddir eru 2006 og síðar þurfa ekki að bera grímu og þeir sem fæddir eru fyrr mega taka niður grímuna þegar þau setj­ast niður í skóla­stof­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent