Kínverski vefrisinn Alibaba hefur keypt hlut í indverska fjarskiptafyrirtækinu Paytm fyrir samtals 680 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega 90 milljörðum króna. Eignarhlutur Alibaba í Paytm er nú kominn í 40 prósent, samkvæmt upplýsingum Quartz.
Kaup Alibaba nú voru á hugbúnaðarlausnum dótturfyrirtækisins, One97, en áður hafði fyrirtækið keypt fjármálalausnir frá Paytm, Ant Financial.
Viðskiptin þykja til marks um ört vaxandi fjarskipta- og netfyritækjamarkað í Asíu en Paytm hefur leitt netverslun í Indlandi og telja sérfræðingar líklegt að það geti vaxið hratt og náð mikill markaðshlutdeild í Asíu. Alibaba er þegar stærsta vefverslun í heimi. Saman eru heimamarkaðir Alibaba og Paytm með meira 40 prósent af öllum íbúum jarðar, en um 1,4 milljarður manna býr í Kína og 1,3 milljarður í Indlandi, en heildaríbúafjöldi jarðarinnar er ríflega sjö milljarðar.
Alibaba inks strategic investment in Paytm, deal could be worth $680M http://t.co/1AnPg3Kl1z pic.twitter.com/T0HSn2rbNs
— VentureBeat (@VentureBeat) September 29, 2015