Hollenski fjölmiðla- og kapalrisinn Altice hefur keypt Cablevision í Bandaríkjunum fyrir 17,7 milljarða Bandaríkjdala, eða sem nemur um 2.300 milljörðum króna, en inn í kaupverðinu er yfirtaka á skuldum félagsins. Þetta eru með umfangsmestu viðskiptum í fjölmiðlarekstri í Bandaríkjunum á undanförnum fimm árum.
Cablevision er fimmta stærsta fyrirtæki sinnar tegundar og er helsta markaðssvæði fyrirtækisins New York borg og nágrenni þess. Fyrirtækið býður kapalkerfi fyrir sjónvarp, en mikil hagræðing hefur að undanförnu átt sér stað á þessum markaði, og hefur Altice sótt stíft inn á Bandaríkjamarkað, samkvæmt umfjöllun CNBC. Í maí síðastliðnum keypti fyrirtæki Suddenlink, og reyndi einnig að kaup Time Warner Cable, dótturfyrirtæki Time Warner, en þau viðskipti gengu ekki eftir.
Altice er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu og býður heimilum sjónvarps- og kapatengingar um alla Evrópu.
Cablevision agrees to sell itself to Altice, a European telecommunications giant, for about $17.7 billion http://t.co/ilDdpR0GMR
— The New York Times (@nytimes) September 17, 2015