Róbert Marshall: Fylgistap Bjartrar framtíðar ekki einungis á ábyrgð formannsins

14404321392_475ee53c3b_b.jpg
Auglýsing

Róbert Mars­hall, þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, seg­ist ekki skilja gagn­rýni Heiðu Krist­ínar Helga­dótt­ur, fyrrum stjórn­ar­for­manns flokks­ins, á Bjarta fram­tíð og Guð­mund Stein­gríms­son, for­mann hans. Fylgis­tap Bjartrar fram­tíðar sé ekki á ábyrgð Guð­mundar fremur en ein­hverra ann­arra í for­ystu flokks­ins heldur sé það stefna hans sem skipti máli. Róbert segir það barna­skap að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og nið­ur. Þetta kom fram í hádeg­is­fréttum Bylgj­unnar þar sem rætt var við Róbert.

Þar kom einnig fram að Björt fram­tíð und­ir­búi nú flokks­fund á fimmtu­dags­kvöldið þar sem rætt verður um stöðu flokks­ins. Meðal þess sem til greina kemur er að rótera emb­ættum eins og Píratar hafa valið að gera.

Fyrrum stjórn­ar­for­maður gagn­rýnir flokk­innHeiða Kristín sagði í við­tali við Kjarn­ann á þriðju­dag að það þyrfti mikið að ger­ast hjá Bjartri fram­tíð, flokk­inum sem hún tók þátt í að stofna, til að henni finn­ist ákjós­an­legt að stíga inn á þann vett­vang á ný, en hún hætti störfum fyrir flokk­inn í lok síð­asta árs. „Mér finnst vandi Bjartrar fram­tíðar vera inni í Bjartri fram­tíð, hann er ekki vandi kjós­enda. Vand­inn er ekki til­kom­inn vegna þess að kjós­endur skilja ekki flokk­inn heldur er hann vandi for­manns­ins [Guð­mundar Stein­gríms­son­ar] og þeirra sem starfa í Bjartri fram­tíð,“ sagði Heiða Krist­ín.

Heiða Kristín bætti síðan í gagn­rýni sína í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 1 á laug­ar­dag. Þar sagð­ist hún treysta sér full­kom­lega til þess að verða for­maður Bjartrar fram­tíð­ar. Ef það sé vilji fyrir því innan flokks­ins þá sé hún til­búin að bjóða sig fram til for­manns. Það getur hún gert í sept­em­ber næst­kom­andi þegar árs­fundur flokks­ins fer fram. Í þætt­inum gagn­rýndi hún Guð­mund, for­mann flokks­ins sem stofn­aði hann með henni á sínum tíma, og sagði hann hafa fengið ágætis tæki­færi til að sanna sig en að for­ysta hans væri aug­ljós­lega ekki að virka.

Auglýsing

Fylgi Bjartrar fram­tíðar hefur hríð­fallið und­an­far­ið. Í könnun sem MMR birti í vik­unn­i ­sögð­ust ein­ungis 4,4 pró­sent kjós­enda ætla að kjósa flokk­inn. Miðað við það fylgi myndi Björt fram­tíð ekki ná inn manni í kom­andi kosn­ing­um. Í nýj­ustu könnun Gallup mælist fylgi Bjartrar fram­tíðar fimm pró­sent Flokk­ur­inn mæld­ist með um 20 pró­sent fylgi í könn­unum  í fyrra­haust.

Hrós úr óvæntri áttBjört fram­tíð fékk hrós úr óvæntri átt í dag þegar Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hrós­aði þing­mönnum flokks­ins í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar gerði Brynjar dalandi fylgi Bjartrar fram­tíðar að umtals­efni og sagði: "Ekki er ég stuðn­ings­maður BF. Hvað sem um þing­menn BF má segja finnst mér þeir hafa staðið sig hvað best stjórn­ar­and­stæð­inga. Dug­legir í störfum þings­ins, sam­kvæmir sjálfum sér og umfram flesta aðra stjórn­ar­and­stæð­inga hafa þeir skiln­ing á þing­ræð­inu. Það er mik­il­vægt á síð­ustu og verstu tím­um."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None