Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi

Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.

Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Auglýsing

Um fimm­tíu íbúar á Stöðv­ar­firði rit­uðu fyrir skemmstu nafn sitt á und­ir­skrifta­lista gegn útgáfu rekstr­ar­leyfis til Lax­eldis Aust­fjarða, sem hyggst setja á fót 7.000 tonna lax­eldi í firð­in­um. Innan við tvö hund­ruð manns búa í þorp­inu, sem er hluti sveit­ar­fé­lags­ins Fjarða­byggð­ar, og er því rúmur fjórð­ungur íbúa gegn áformun­um.

Ungur maður á Stöðv­ar­firði, Þórir Snær Sig­urðs­son, tók að sér safna und­ir­skriftum íbúa saman og koma þeim á Mat­væla­stofnun í síð­ustu viku, en til­laga stofn­un­ar­innar að rekstr­ar­leyfi fyrir eldið var birt í upp­hafi nóv­em­ber­mán­að­ar.

Sjón­mengun og önnur mengun fyrir fá störf í bænum

Þórir Snær segir við Kjarn­ann að hann telji málið koma öllum bæj­ar­búum við. Það sem hann og margir aðrir finna helst að áformunum er það að útsýni yfir fjörð­inn spillist með til­komu sjó­kví­anna, sem áætlað er að verði beint á móti bæj­ar­stæð­inu. Stöðv­ar­fjörður er fremur grunnur og ekki er fýsi­legt vegna öldu­gangs og strauma að fara með lax­eldið utar í fjörð­inn, fjær bæn­um.

Þetta gæti dregið úr aðdrátt­ar­afli Stöðv­ar­fjarð­ar, segir Þór­ir. Hann nefnir sér­stak­lega að mikið líf hafi verið í Sköp­un­ar­mið­stöð­inni í gamla frysti­húsi bæj­ar­ins og hluti af aðdrátt­ar­afli þess staðar og „biss­nessnum“ þar sé að leigja út vinnu­að­stöðu, jafn­vel með útsýni yfir fjörð­inn.

Fyrirhugað eldissvæði er beint á móti þorpinu og hafa íbúar haft áhyggjur af sjón- og ljósmengun.

Einnig segir hann að störfin sem skap­ist á Stöðv­ar­firði verði ekki mörg, að minnsta ekki nándar nærri nógu mörg til þess að ásýnd fjarð­ar­ins verði spillt. Nátt­úran eigi að fá að njóta vafans.

Fisk­eldi Aust­ur­lands er með fram­leiðslu nú þegar í Berufirði og Fáskrúðs­firði og segir Þórir talað um að lax­inum verði slátrað á Djúpa­vogi. Einu störfin sem fyr­ir­sjá­an­lega verði til á Stöðv­ar­firði í skiptum fyrir breytta ásýnd hafflat­ar­ins gegnt bæj­ar­stæð­inu verði þannig „örfá störf“ við kví­arn­ar.

Fisk­eldi Aust­fjarða talar um 10-20 störf í Stöðv­ar­firði

Í frum­mats­skýrslu til Skipu­lags­stofn­unar áætl­aði Fisk­eldi Aust­fjarða að þetta 7.000 tonna eldi í Stöðv­ar­firði myndi skapa alls 91 beint starf hjá Fisk­eldi Aust­fjarða og auk þess 70 óbein störf á svæð­inu. Þar af mætti reikna með 15-20 stöðu­gildum í Stöðv­ar­firði. Á öðrum stað í sömu skýrslu er reyndar talað um 10-20 störf.

Auglýsing

Þessar áætl­anir Fisk­eldis Aust­fjarða byggja á útreikn­ingum frá Byggða­stofn­un, þess efnis að fyrir hver þús­und tonn af fiski í eldi geti hugs­an­lega orðið til 23 störf, 13 bein og 10 óbein. Útreikn­ing­arnir voru settir fram í skýrsl­unni Byggða­leg áhrif fisk­eldis árið 2017.

Sam­kvæmt nýlegri sam­an­tekt Deloitte um fisk­eldi á Íslandi voru í fyrra 525 laun­þegar í fisk­eldi á Íslandi og fram­leiðslan stóð í 40,6 þús­und tonn­um, sem þýðir að laun­þegar í grein­inni voru 12,7 tals­ins á hver þús­und fram­leidd tonn. Mat Byggða­stofn­unar virð­ist nærri lagi, miðað við þessar töl­ur.

Í áliti Skipu­lags­stofn­unar vegna frum­mats­skýrsl­unnar má lesa að athuga­semdir bár­ust frá nokkrum aðilum við þann fjölda starfa sem Fisk­eldi Aust­fjarða heldur fram að skap­ast geti á Stöðv­ar­firði vegna eld­is­ins. Fram kom í umsögnum að störf yrðu flest á Djúpa­vogi þar sem lax­inum yrði öllum slátrað þar. Störf gætu skap­ast við umhirðu búra og fóðrun á Stöðv­ar­firði, en aldrei mörg – og ekki væri loku fyrir það skotið að mann­skapur frá Djúpa­vogi gæti sinnt búr­unum í Stöðv­ar­firði. Tæpir 80 kíló­metrar eru á milli bæj­anna.

Sveit­ar­fé­lagið Fjarða­byggð kom því svo á fram­færi í sinni umsögn til Skipu­lags­stofn­unar að eldið í Stöðv­ar­firði upp­fyllti ekki að fullu mark­mið sveit­ar­fé­lags­ins um að efna­hags­legur og sam­fé­lags­legur ábati af fisk­eld­inu nýtt­ist sveit­ar­fé­lag­inu til fram­tíð­ar, þar sem flest störf yrðu til þar sem fisknum yrði slátrað – á Djúpa­vogi í Múla­þingi.

Sjái fyrir sér síldar­æv­in­týri sem ekki verði

Þórir Snær segir að málið hafi verið mikið rætt í bænum að und­an­förnu nú þegar hillir undir útgáfu rekstr­ar­leyf­is. „Það eru margir sem eru á móti þessu en eru samt ekki til í að skrifa und­ir. Eru hræddir um að styggja ein­hvern eða eitt­hvað svo­leið­is,“ segir hann og bætir við að það hann telji áber­andi meiri stuðn­ingur við lax­eld­is­á­formin í firð­inum sé hjá eldra fólki, sem hætt sé að vinna.

„Kannski er það bara ímyndun í mér, en mér finnst fólk sem er ekki lengur á vinnu­mark­aði vera hlynnt­ara þessu. Ég held að þau kannski haldi að þetta verði næsta síldar­æv­in­týri. Séu að sjá þetta fyrir sér þannig,“ segir Þórir Snær.

Leyf­is­ferlið á loka­metr­unum

Hvort und­ir­skriftir íbúa gegn fisk­eld­is­á­formunum í firð­inum muni hafa ein­hver áhrif á útgáfu rekstr­ar­leyf­is­ins á eftir að koma í ljós, en ljóst er að ekki er sátt í sam­fé­lag­inu á Stöðv­ar­firði með áform­in, sem hafa verið lengi í skipu­lags­ferli.

Í raun má segja að málið sé nú á loka­metr­un­um, en fisk­eldið er þegar búið að fara í gegnum umhverf­is­mat og þar áður var búið að gera burð­ar­þols­mat fyrir fjörð­inn af hálfu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Guð­mundur Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Fisk­eldis Aust­fjarða lýsti þeim áfanga að fá útgefna til­lögu frá Mat­væla­stofnun að rekstr­ar­leyfi sem stórum, í sam­tali við Aust­ur­frétt í upp­hafi nóv­em­ber­mán­að­ar.

„Að því gefnu að rekstr­ar­leyfið fáist, þá eigum við eftir að hanna svæð­ið, rækta seiði og koma svo öllu fyrir á staðn­um. Við vorum lengi að gæla við að hefja starf­sem­ina á næsta ári en það er meira en að segja og við gætum verið að horfa á eitt til tvö ár áður en allt verður komið á sinn stað og starf­semin haf­in,“ var haft eftir Guð­mundi á vef Aust­ur­frétt­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent