Rússar sagðir beina skotum að uppreisnarmönnum en ekki Íslamska ríkinu

putin1.jpg
Auglýsing

Rúss­neski her­inn, sem nú hefur stillt sér upp með stjórn­ar­her Sýr­lands, undir for­ystu Bashar al-Assad for­seta lands­ins, hefur haldið áfram loft­árásum á valin skot­mörk í land­inu í dag, og virð­ist beina skotum og sprengjum sínum að upp­reisn­ar­hópnum Ahar al-S­ham, sem barist hefur við Íslamska rík­ið, og stjórn­ar­her Sýr­lands. Rússar hófu loft­árásir í gær og er land­her í stell­ingum fyrir frek­ari aðgerð­ir.

Þetta kemur fram á vef New York Times, en loft­árárisnar hafa verið þaul­skipu­lagðar og drónar og gervi­hnettir not­aðir til þess að finna skot­mörk og fram­kvæma árás­irn­ar.

Banda­rísk stjórn­völd eru sögð ugg­andi yfir þróun mála í Sýr­landi, enda sam­þykkja þau ekki sam­starf við Assad for­seta og hefur Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, gengið svo langt í að kalla hann „ill­menni“ sem hiki ekki við að sprengja upp börn og sak­lausa borg­ara. Hann geti aldrei verið hluti af póli­tískri lausn á stríð­inu í Sýr­landi. Undir þetta hafa margir aðrir þjóð­ar­leið­togar tek­ið, þar á meðal Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, og David Cameron for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands.

Auglýsing


Millj­ónir manna eru nú á flótta frá stríðs­hrjáðum svæðum í Sýr­landi, og er talið að um tíu millj­ónir manna séu á flótta af um 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda. Um fimm millj­ónir hafa kom­ist úr fyrir land­mæri lands­ins og leitar stór hluti hóps­ins til Evr­ópu.

Rúm­lega 250 þús­und manns hafa látið lífið í borg­ara­styrj­öld­inni í Sýr­landi frá árinu 2011 og um 800 þús­und slasast, sam­kvæmt síð­ustu birtu upp­lýs­ingum frá Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Í ljósi við­var­andi stríðs­á­taka hækka töl­urnar sífellt.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None