Í sjötta þætti hlaðvarpsins Bókahúsið fær Sverrir Norland til sín góða gesti sem fyrr. Eiríkur Örn Norðdahl, sem var að senda frá sér skáldsöguna Einlægur Önd, lítur inn og ræðir um sitt nýjasta skáldverk.
Tvö ljóðskáld koma við í Bókahúsinu að þessu sinni. Eydís Blöndal segir frá nýútkominni ljóðabók sinni Ég brotna 100% niður og Þórdís Helgadóttir ræðir ljóðabók sína sem nefnist Tanntaka.
Þá spjallar Sævar Helgi Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, um nýútkomna léttlestrarbók sína sem ber heitið Sólkerfið. Stjörnu-Sævar og Sverrir ferðast því vítt og breitt um víðáttur alheimsins í Bókahúsi vikunnar.
Auglýsing
Bókahúsið er aðgengilegt á helstu hlaðvarpsveitum og einnig á vef Forlagsins.