SA og SAF vilja að tekið sé á atvinnulausum sem hafni störfum „af festu“

Hagsmunaverðir atvinnulífsins segja í minnisblaði að einungis hafi tekist að ráða í 28 prósent þeirra starfa sem auglýst hafa verið í átakinu „Hefjum störf“. Ástæðan sé að uppistöðu hækkun atvinnuleysisbóta og lenging bótatímabils. ASÍ hafnar þessu alfari

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Ríf­lega 9.700 störf höfðu verið skráð í átakið „Hefjum störf“ þann 3. júní, flest tengd ferða­þjón­ustu. Ein­ungis hefur tek­ist að ráða í um 2.700 störf í gegnum átak­ið, eða 28 pró­sent þeirra sem skráð hafa ver­ið, þrátt fyrir að atvinnu­leysi sé í sögu­legum hæð­u­m. 

Í minn­is­blaði sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) hafa skilað sam­eig­in­lega til fjár­laga­nefndar Alþingis vegna fyr­ir­liggj­andi frum­varps til fjár­auka­laga segir að fjöldi atvinnu­leit­enda hafi hafnað störfum eða með öðrum hætti sýnt áhuga­leysi á störf­um. „Hafa atvinnu­rek­endur í ein­hverjum til­fellum til­kynnt um atvikin og við­kom­andi atvinnu­leit­endur verið felldir af atvinnu­leys­is­skrá. Þetta virð­ist vera almennur vandi og fjöl­mörg dæmi frá atvinnu­rek­endum þess efn­is, til SA og SAF sem og í fjöl­miðl­um. SA og SAF hvetja til þess að til­kynnt sé um slík atvik.“

Sam­tökin segja það „mik­il­vægt hags­muna­mál fyrir atvinnu­lífið er að tekið sé af festu á þeim hópi sem hafnar störfum og að Vinnu­mála­stofnun efli hjá sér verk­ferla þannig að ráðn­ing­ar­styrkja­ferlið geti gengið smurt fyrir sig.“

Í minn­is­blað­inu, sem Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs SA, og Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri SAF, skrifa und­ir, segja sam­tökin enn fremur að atvinnu­leys­is­trygg­ingar hér á landi séu með þeim rausn­ar­leg­ustu sem þekkj­ast á heims­vísu og að minni hvati er til að snúa aftur til starfa hér á landi en víð­ast hvar ann­ars stað­ar, bæði vegna mik­illa bóta og mik­illar skatt­byrði. „Úr­ræði yfir­valda vegna far­ald­urs­ins, svo sem hækkun bóta og leng­ing bóta­tíma­bils, mega ekki hafa í för með sér var­an­lega nei­kvæðar afleið­ingar á vinnu­mark­að, en spár gera þegar ráð fyrir að atvinnu­leysi verði meira og þrá­lát­ara en gert var ráð fyrir áður en far­ald­ur­inn skall á. Gæta þarf þess að úrræði séu hönnuð þannig að þau feli ekki í sér óæski­lega hvata með til­heyr­andi kostn­aði fyrir rík­is­sjóð og sam­fé­lag­ið.“

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) hefur hafnað þessum mál­flutn­ingi og sagt að tal um að atvinnu­leys­is­bætur séu óhóf­lega háar stand­ist ekki skoð­un. Mið­stjórnin sam­bands­ins hvatti í vik­unni bæði atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af „nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur.“

Ríkið greiðir uppi­stöðu launa

Rík­­is­­stjórnin setti í mars af stað sér­­stakt atvinn­u­á­­tak undir yfir­­­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­­arðar króna. Í átak­inu felst að hið opin­bera greiðir hluta af launum starfs­fólks sem fyr­ir­tæki ráða til sín. 

Auglýsing
Með aðgerð­unum voru svo­kall­aðir ráðn­ing­ar­styrkir víkk­aðir út þannig að lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­­menn, geta nú sótt um ráðn­­ing­­ar­­styrki til þess að ráða starfs­­menn sem hafa verið atvinn­u­­lausir í meira en eitt ár. Þannig mynd­ast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Hverjum nýjum starfs­­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­­ingur á mán­uði, auk 11,5 pró­sent fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­­menn og það þarf þangað til heildar starfs­­manna­­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­­ing­­ar­­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Fyrir atvinnu­rek­endur í mann­mörgum greinum þar sem tíðkast að greiða laun í lægri kant­inum er því hægt að ráða inn fólk í vinnu næstu mán­uði að uppi­stöðu, jafn­vel að öllu leyti, á kostnað íslenska rík­is­ins. 

SA og SAF kvarta yfir því í minn­is­blað­inu að ráðn­ing­ar­styrkja­ferlið sé sein­virkt. 

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafi boðið starfs­fólki í við­tal í gegnum átakið sem hafi svo verið farið af atvinnu­leys­is­skrá, t.d. vegna þess að það hafi ráðið sig ann­að. Þetta hefur tafir í för með sér. Þá hafi ein­hver fyr­ir­tæki ráðið inn starfs­menn í gegnum átakið en fengið synjun eftir á frá Vinnu­mála­stofnun þar sem stofn­unin hafði ekki tryggt frá upp­hafi að starfs­menn upp­fylltu skil­yrði ráðn­ing­ar­styrks. „Verk­ferlum hjá Vinnu­mála­stofnun er snúa að átak­inu Hefjum störf virð­ist því vera ábóta­vant, sem skerðir veru­lega virkni úrræð­is­ins.“

ASÍ harmar „sleggju­dóma“

Í ályktun mið­stjórnar ASÍ, sem birt var á mið­viku­dag, var þessum mál­flutn­ingi atvinnu­rek­enda og hags­muna­varða þeirra alfarið hafn­að.

Þar sagði að skýr merki væru um að ein­stakir atvinnu­rek­endur ætl­uðu að hefja rekstur á ný með því að þrýsta niður launum starfs­fólks. Mið­stjórnin krafð­ist þess að ferða­þjón­ustan yrði ekki end­ur­reist á grund­velli lak­ari kjara og starfs­um­hverfis en áður.

Mið­stjórnin harm­aði enn frem­ur  þá „sleggju­dóma“ sem birst höfðu í opin­berri umræðu um mál­efni atvinnu­leit­enda. „Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram nei­kvæð og ein­hliða. Mið­stjórn varar við því að ýtt sé undir for­dóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnu­leysi“. Mið­stjórnin hvatti bæði atvinnu­rek­endur og fjöl­miðla til að láta af „nei­kvæðri og bein­línis for­dóma­fullri umfjöllun um atvinnu­leit­end­ur.“

Hlut­fall grunn­bóta af lág­marks­tekju­trygg­ingu sé nú lægra en það var á árunum 2006 til 2010 og í álykt­un­inni sagði að allt tal um að atvinnu­leys­is­bætur séu fram úr hófi háar stand­ist ekki skoð­un. „Grunn­bætur nema 88% af lág­marks­tekju­trygg­ingu en á árunum 2006–2010 var það hlut­fall á bil­inu 90–100%. Tekju­fall atvinnu­lausra í COVID-krepp­unni er að jafn­aði 37% og því aug­ljós að fólk gerir það ekki að gamni sínu að hafna vinn­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent